Saturday, January 26, 2008

Meiri snjór

Langþráð helgin er gengin í garð og ég er fegin að komast í smá frí. Ég var orðin verulega þreytt á því að vinna svona einsog vitleysingur. Það er deildarsýning hjá HRFÍ þessa helgi, en var að vísu frestað til morguns vegna veðurs. Kristín ætlar að sýna skvísurnar sínar á morgun og ég ætla að sjálfsögðu að mæta á staðinn og horfa á. Trítla og Fróði eru nú bólusett fyrir hundaæði. Trítla fer væntanlega út föstudaginn 15. febrúar. María er orðin rosalega spennt að fá hana til sín og ég vona að allt gangi vel. Halla vinkona átti svo afmæli á fimmtudeginum og heldur uppá það á sunnudagskvöldinu.
Ég og Fjóla fórum annars í göngu í dag í snjónum, sem var svaka púl og stuð.
Moli var orðinn að snjóbolta

Fróði sæti

Hvar er Trítla?

Fróði snjókall

Fróði á fleygiferð

Litli snúllinn

Vinirnir horfa spenntir á eitthvað í fjarska


Trítla bjó sér til holu í snjónum og lá bara þar og beið þess sem vera vildi.


Það var ekki nokkur séns að kalla hana til okkar, þó við værum bara nokkrum metrum frá. Hún hafði fengið nóg og ætlaði bara að fá að vera í holunni sinni!

Annars var það ekki fleira, er á leið til Kristínar í kvöld að kíkja í heimsókn.
Bless í bili.

5 comments:

Anonymous said...

Mjög merkinlegt að hún hafi grafið sig í holu skil hana vel ekkert smá kalt og erfitt að labba í snjónum Sóldís fékk bara að vera heima í gær þegar við fórum í göngu... En sjáumst á eftir um 1klst. þangað til a Sóldís og ég förum í hring ;)

Kveðja Kristín, Sóldís og Aris :D

Fjóla Dögg said...

Hæ Sæta

Þú verður að kíkja á þetta http://www.theholylandexperience.com/ þetta er garður sem ég er að fara í í maí þegar tengdó kemur til Flórída ég held að þetta sé algjör snild og væri gegjað gaman að fá þig með okkur einhverntíman þangað. Bara einhverntíman á næsta ári þegar þú ert orðin þreitt á veðrinu í Noregi.
p.s. ég er að vinna með Noskri stelpu sem sagði að hundamenningin í Noregi væri mjög góð ;).
Fjóla og Moli

Anonymous said...

Hún er alla vega betri í flestum löndum heldur en Íslandi bíst ég við :D

Kristín og voffarnir

Helga said...

Ég er meira en til í að kíkja í þennan garð, Fjóla! Var að skoða heimasíðuna og þetta er bara snilld. Ég vona ég verði samt ekki of fljót að fá leið á norska veðrinu :) En ég kíki með ykkur þangað þegar ég kem í heimsókn ;)
Ég verð svo að kíkja til þín í vinnuna og fá að tala við þessa stelpu!
Kveðja, Helga og Voffarnir

Anonymous said...

Hún er að vinna með mér í dag milli 7 og 13. En ég held þú sért að vinna þá. Annars man ég ekki hvenar hún er að vinna með mér.

Verum í bandi Kveðja Fjóla