Þá er dagur daganna upp runninn! Ég biðst afsökunar á þessu blogghallæri nú á síðustu dögum fyrir jól. En ég er komin á klakann góða og tilbúinn að halda jól með fjölskyldunni. María systir mín er hæstánægð með litla skæruliðann, hann Fannar Snæ, en hann hefur gefið okkur öllum eitthvað fyrir stafni með prakkarastrikum og hvolpalátum. En hann er algjört yndi og æðislegt að hafa lítinn ferfætling með sér yfir hátíðarnar. Ég sakna auðvitað hans Fróða míns alveg hræðilega og ömurlegt að hafa hann ekki hjá mér um jólin. En hann er í góðu yfirlæti hjá Camillu vinkonu minni úti í Noregi og fær kjúklingafille og rjómaís í kvöld, auk þess sem hann á nokkra pakka undir tréinu.
Í dag hafa allir verið á þönum eins og venja er fyrir hver jól og ég búin að skúra allt og taka til og gera fínt fyrir jólin á meðan hamborgarahryggurinn mallar í pottinum inní eldhúsi.
Ég óska ykkur öllum gleði og friðar þessi jól og bið Guð að blessa ykkur og gefa ykkur góða jólahátíð.
Í dag hafa allir verið á þönum eins og venja er fyrir hver jól og ég búin að skúra allt og taka til og gera fínt fyrir jólin á meðan hamborgarahryggurinn mallar í pottinum inní eldhúsi.
Ég óska ykkur öllum gleði og friðar þessi jól og bið Guð að blessa ykkur og gefa ykkur góða jólahátíð.
2 comments:
Gleðileg jól elsku Helga sjáumst sem fyrst og hafðu það gott í kvöld :D
Kristín
Takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk fyrir okkur Mola við erum alveg hæst ánægð og ég svaf í náttfötunum í nótt :D
Sjáumst sem fyrst
Knús dúlla
kv Fjóla og Moli
Post a Comment