Saturday, December 13, 2008

Jólagjöfin í ár

Þó að flestir, ef ekki allir lesendur þessa bloggs, viti það væntanlega nú þegar, stendur til að María systir mín fái heldur óhefðbundna jólagjöf þetta árið. Johnson er búinn að vera mikið veikur og hrjáður af gigt og því óljóst hversu langt hann á eftir. Hvorki ég og mamma megum hugsa til þess að María verði ein og hundlaus og því ákváðum við að athuga hvort möguleiki væri á að fá fyrir hana voffa á Íslandi sem hún tæki svo með sér út til Danmerkur áttunda janúar. Fjóla benti mér á að hafa samband við tjúaræktanda sem var með hvolpa þar sem þeir höfðu svo heillandi skap. Þar sem hvolparnir fengu svona frábær meðmæli ákvað ég að hafa samband og einn þeirra er á lausu.

Hann heitir Fjölnir Freki í ættbók og er fæddur 17. september, sem þýðir að hann verður þriggja mánaða 17 desember næstkomandi. Við erum búin að ræða málin og tala við Maríu líka og tekin hefur verið ákvörðun um að festa kaup á þessum vandaða hvolpi. Þetta er þó allt fremur tæpt þar sem hann þyrfti að fara í hundaæðissprautu átjánda desember, eða daginn sem ég kem heim, semsagt 21 degi áður en hann fer út með Maríu, sem er sjöunda janúar. Hann þarf að vera þriggja mánaða til að fá sprautuna sem hann verður einmitt sautjánda en ég kem heim daginn eftir. Þar sem Ísland er spes þarf að sækja um undanþágu til að sprauta hunda með hundaæðisbóluefni og þar kemur vandinn. Sú undantekning og bóluefnið þyrfti semsagt að fást fyrir sautjánda, sem er vægast sagt pínu crazy. En ég ætla að vasast í þessu á mánudag og mamma ætlar líka að athuga hvort ekki sé hægt að seinka ferðinni hennar Maríu út þar sem flugfélagið klúðraði bókuninni hennar heim svo hún kemur degi seinna!!!
Þið megið allavega endilega biðja fyrir þessu. Ég er rosalega spennt en ef allt fer að óskum förum við og Fjóla og náum í hvutta á fimmtudaginn átjánda, þegar ég kem heim!!!
En ég ætl að reyna að fara að sofa núna, góða nótt og Guð geymi ykkur.

2 comments:

Anonymous said...

aww... svakalega er hann sætur! :) Vonandi gengur allt vel með sprautuna og svoleiðis! :)

Ég vil endilega hitta þig þegar þú ert á landinu!

x

Fjóla Dögg said...

gaman gaman gaman get ekki beðið að fara ða kíkja á kallinn

kv Fjóla ;D