Saturday, December 13, 2008

Jólapakkar og jólafrí

Jæja, þá eru bara fimm dagar í að ég komi heim. Ég hef verið boðflenna hjá Höllu síðan á föstudag, en þar sem saumaklúbbnum var frestað vegna veikinda ákváðum ég og Halla að fara í jólagjafainnkaup og svona. Við erum búnar að hafa það huggulegt og horfðum meðal annars á The Dark Knight í gær og borðuðum sykurpúða. Ég fór líka í skólann á föstudaginn að athuga hvort ég gæti fengið einkunnina mína fyr þar sem námslánin eru ekki greidd út fyrr en einkunnin er fyrir hendi. Það reyndist illmögulegt en í staðinn bauðst skólinn til að lána mér pening fyrir leigunni og svona þangað til ég fengi námslánin greidd. Það er nottla bara frábært og bjargar mér alveg fyrir horn.
Á morgun fer ég svo sennilegast til Frederikstad með Höllu og hjálpa henni með sunnudagaskólann, hver veit nema maður verði bara sjálfur jólasveinninn. Fróði kemur að sjálfsögðu með og verður með hreindýrahorn, honum eflaust til mikillar gleði og ánægju. Á mánudaginn hittist svo saumaklúbburinn og eftir hann fer ég með pabba út að borða!!! Pabbi er sumsé að koma hingað út í sambandi við vinnuna og kíkir auðvitað til mín í leiðinni.
Ég bið bara að heilsa ykkur öllum og vona að þið gleymið ykkur ekki í jólastressinu og getið notið aðventunnar.

2 comments:

Fjóla Dögg said...

BARA 5 DAGAR !!!!!!!!!!!!!!!!
Vá og svo förum við í bústað 3 dögum eftir að þú kemur kansi að lítið skott komi með eða hvað?
Hlakka svo til að sjá þig dúlla

Knús Fjóla og Jóla Moli

Helga said...

Oh, já vonandi fæ ég að hafa lítinn ferfætling með.
Get ekki beðið!!!
Knús til baka frá mér og Fróða