Sæl og blessuð! Ég er alveg að springa úr spenningi enda kem ég heim ekki á morgun heldur hinn!!!!
Gærdagurinn var svo alveg draumur í dós. Ég var með saumaklúbbinn og Halla, Henriette, Marte og Camilla komu. Við prjónuðum, kjöftuðum og átum heitar bollur með geitaost og piparkökur. Ég gerði svo heitt súkkulaði handa okkur og það var algert nammi.
Það voru teknar nokkrar myndir - klikkið á þær til að sjá þær stærri!
Í dag fór ég í MF að skrifa undir einhvern pappír því ég fæ lánað hjá þeim peninga til að borga leiguna mína 1. jan. Námslánin fæ ég nebbla ekki fyrr en eftir að ég hef fengið einkunn frá MF, sem er 8. janúar. Það er nottla bara ótrúlegt að skólinn sé bara til í að lána mér þessa peninga og enginn deadline eða vextir!!! Ég hélt ég gæti ekki orðið ánægðari með skólann minn, en hann verður sko bara betri og betri!!!
Á morgun skelli ég Fróða í jólabaðið og pakka ofan í tösku fyrir hann. Svo tek ég tvo strætóa til Bøler þar sem Camilla býr. Ég verð í mat hjá henni og fer svo heim Fróðalaus. Ég á sko eftir að sakna litla stubbsins alveg hræðilega yfir jólin. En ég veit að Fróði mun hafa það svaka gott hjá henni Camillu og verður sko í svaka dekri hjá henni um jólin.
Það er allt búið að ganga eins og í lygasögu með litla tjúahvolpinn sem María mín á að fá. Hann fer í Rabies sprautu á morgun og verður svo í pössun hjá mömmu og svo Fjólu þangað til ég kem heim. Ég hlakka ekkert smá til að sjá litla stúfinn. Ég kem heim ekki á morgun heldur hinn og ég bara hreinlega get ekki beðið eftir að hitta ykkur öll!!!!
3 comments:
Helga þú ert að koma heim á MORGUN!!!!!!!!!!!!!! Ertu búin að átta þig á því?
kv Fjóla og Moli
Nei, ég get nú ekki sagt að ég sé alveg að átta mig á því. En ég er hins vegar að farast úr speninningi!!! Maður er bara orðin einsog lítill krakki aftur, telja niður dagana og á erfitt um svefn :D
Vá minna en sólahringur í þig :D
Hitta mömmu þína einmitt áðan hún var að bíða eftir litla hvutta :)
Kristín
Post a Comment