Tuesday, April 28, 2009

Fínn afmælisdagur og smá skemmtun fyrir ykkur

Ég átti bara mjög fínan afmælisdag í gær og Halla og Kata komu í heimsókn um kvöldið og við elduðum ljúffengar kjúklingabringur. Ég læt uppskriftina fylgja með.

Camenbert Bringur í rjómasósu

camenbbringa.jpg

4 Kjúklingabringur
Ferskir sveppir u.þ.b. einn kassi
camenbertostur
rjómi

Búið til vasa úr bringunni og setjið ostinn inní.Skerið sveppina niður.Kryddið kjúklinginn með season all. Hitið pönnuna vel og steikið þannig að hann verði fallega brúnn . Steikið sveppina og setjið með kjúklingnum. Hellið síðan rjómanum yfir og látið krauma þar til tilbúið.

Einnig má bragðbæta bringurnar með því að vefja beikoni utan um þær.


Ég ætla svo að setja inn myndir af gærkvöldinu og pökkunum seinna í dag.

Í dag er annars bara verkefnavinna og væntanlega forlagsþrif.

Ég ætla þó að setja inn nokkur vídjó ykkur til skemmtunar og yndisauka.

Þetta er með Jim Carrey og Will Ferrel úr Saturday Night Life.




Jacuzzi Lifeguard - Jim Carrey & Will Ferrell - kewego
Awesome show with Jim Carrey in the role of an annoying jacuzzi lifeguard. First seen on SNL.


Hér er svo vídjó úr Britain's got talent með virkilega flinkum strák sem syngur.
Mér tókst ekki að setja það beint hingað inn en klikkaðu hérna til að horfa á vídjóið.

Jæja, ég ætla að halda áfram lærdómnum!

5 comments:

Lára said...

Hæ Helga mín.
Sendi þér síðbúnar afmælisóskir.
Vonandi áttirðu góðan dag í gær :)
passaðu þig á svínaflensunni... mér líst ekkert á hana :(

kveðja,
Lára

Helga said...

Takk fyrir afmælisóskirnar Lára mín :)
Ég átti bara rosalega fínan dag í gær. Já, þessi svínaflensa er agaleg, hún er að öllum líkindum komin til Osló, en vonandi bara vægt tilfelli.
Knús og kveðjur,
Helga og Fróði

Anonymous said...

Vá girnilegt :)
Verð að fara að panta mér flugfar til þín dúlla áður en það hækkar ;)

Kristín

Halla Marie said...

Takk fyri gestristnina á afmælisdeginum þínum, gamla. Þú kendi mér að borða steikta svepi :)

Anonymous said...

hæhæ, þarf endilega að prófa kjúklingauppskriftina :)

þar sem þú ert orðin 25, er kominn tími á að uppfæra upplýsingarnar um þig, þar sem stendur að þú sért 24 ára einstæð hundamóðir ;)

Vonandi hefur þú það sem allra best

kv. Maria Erla og Hjalti