Tuesday, April 07, 2009

Fréttir og myndir úr páskafríinu

Ég er loks sest niður við tölvuna aftur eftir heljarinnar páskahreingerningu. Ég er búin að þrífa allt hátt og lágt í íbúðinni, ryksuga og skúra auk þess sem páskadúkur er kominn á borðið. Síðustu daga hef ég verið að snúast í hinu og þessu, þá aðallega í góðum félagsskap Kötu og Arnrúnar, sem heimsótti hana um helgina. Í gær fórum við í bæjarferð í sól og hita. Það var rosalega fínt og keypti mér rosa fínar buxur fyrir sumarið. Það var páskafrí í hundafiminni svo ég borðaði kvöldmat hjá Kötu.
Ég er núna búin að pakka öllu ofan í tösku. Halla og Sigrún mamma hennar eru hér og við erum á leið heim til Höllu því í fyrramálið förum við til Lillehammer að heimsækja Klöru og Sævar sem eru í sumarbústað þar í grennd.
Á fimmtudag förum ég og Camilla í gönguferð í Lilleroseter sem er hér í Osló, ef að veðrið verður sæmilegt. Égætla auðvitað að taka myndavélina með.

Hér eru í lokin nokkrar myndir.
Ég var að þvo þvott og þvottakarfan valt á hliðina. Fróði var ekki lengi að skríða inní nýja bælið :D




Þessir broddgeltir eiga heima ofan á sjónvarpinu mínu.

Síðast koma nokkrar myndir frá því á þriðjudagskvöldinu í síðustu viku þegar Arnrún, Kata og Halla voru hér í heimsókn og við fengum okkur ís.



Hafið það gott og njótið þess ef þið eruð í páskafríi :D

3 comments:

Anonymous said...

stundum er Fróði alveg fáránlega sætur. Takk fyri Lillehamer :) kv Halla

Helga said...

Já, ég veit, hann bara kann sér ekki hóf þessi hundur sko :þ
Takk sömuleiðis það var rosa gaman :D
Knús frá mér og Fróða

Fjóla Dögg said...

oh Fróði.
Elska ykkur bæði svo mikið

kv Fjóla og Moli