Ég hef verið allhræðilegur bloggari undanfarið, en hér hefur bara verið alltof mikið að gera einsog vanalega.
Ég ýmist í heimsókn eða með heimsókn svoleiðis að hér er sko aldrei dauður punktur get ég sagt ykkur. Sumarið er komið til Oslóar, blómin eru að springa út og laufin farin að láta sjá sig á greinum trjánna.
Ég fékk pabba í heimsókn síðustu helgi og það var alveg æðislegt.
Við byrjuðum á því að kíkja í Vigelandsparken á laugardeginum, reyndar ekkert í spes veðri.
Hér er pabbi fyrir framan hæstu styttuna í garðinum, sem er samansett af mannslíkömum.
Ég ýmist í heimsókn eða með heimsókn svoleiðis að hér er sko aldrei dauður punktur get ég sagt ykkur. Sumarið er komið til Oslóar, blómin eru að springa út og laufin farin að láta sjá sig á greinum trjánna.
Ég fékk pabba í heimsókn síðustu helgi og það var alveg æðislegt.
Við byrjuðum á því að kíkja í Vigelandsparken á laugardeginum, reyndar ekkert í spes veðri.
Hér er pabbi fyrir framan hæstu styttuna í garðinum, sem er samansett af mannslíkömum.
Pabbi vildi taka mynd af þessu því að skólinn er á Gydas vei, en besta vinkona mömmu og framkvæmdastjóri KFUM og KFUK heitir Gyða.
Pabbi að kíkja á kortið áður en við lögðum af stað heiman frá mér til að fara á Big Horn Steakhouse á Akerbrygge.
Pabbi rataði auðvitað útum allt einsog ekkert enda með frábæran aðstoðarmann til að lesa á kortið meðan hann keyrði.
Við fengum okkur mexíkanska piparsteik á steikhúsinu, alveg einsog síðast og bananasplitt í desert...namminamm....:p
Á sunnudeginum keyrðum við til Kolbotn og náðum í Höllu áður en við brunuðum svo til Frognerseteren og fórum á kaffihúsið sem ég og Fjóla fórum á þegar hún var í heimsókn hjá mér í vetur.
Eftir heitt súkkulaði og meðlæti var ekki annað í stöðunni en að reyna að ganga þetta af sér.
Fróði á fleygiferð.
Við keyrðum svo til Holmenkollen til að kíkja á skíðapallinn, en þar var allt lokað vegna framkvæmda. Það var þó ekki fýluferð því pabbi tók myndir af svæðinu þar sem þeir voru að byggja til að sýna köllunum í Ístak hvað Norðmennirnir væru vitlausir þegar kæmi að því að byggja.
Rétt hjá Holmenkollen var svo þetta fallega hótel og pabbi rak mig út úr bílnum til að smella myndum af því.
Þá var ferðinni haldið til Bærumsverk sem er rosa sætt lítið þorp þar sem ýmislegt handverk er til sölu og sýnis. Bærumsverk var byggt árið 1603 og hefur veirð starfrækt síðan þá og því elsta starfsemin í Noregi.
Fróði var í töskunni í bílnum á leiðinni og slappaði vel af.
Við enduðum á því að borða á mexíkönskum stað á Karl Johan. Þetta var alveg æðisleg helgi og ég er svo þakklát að pabbi gat komið og heimsótt mig. Ég var nottla dekruð í klessu og pabbi keypti rosa fallegt hjarta úr gleri handa mér og handa Höllu.
Nú er ég að fara að horfa á mynd með Kötu eftir annasaman dag. Ég þarf að skila verkefni í næstu viku og þarf að finna mér sumarvinnu.
Þið megið endilega biðja fyrir því að hvorutveggja takist vel.
Hlýjar sumarkveðjur héðan úr Osló
3 comments:
jejj loksins blogg :D
Gaman að sjá svona margar myndir, frábært að fá pabba í heimsókn fyrir þig ;)
Ég var líka að blogga....
Knús Kristín
gaman gaman :D.
oh ég elska myndina af styttuni með gula hárið og já.... líka ruggurollan hún er náttúrulega bara snild og soldið íslenskuleg ;).
Oh þegar ég kem aftur þá verðum við að fara aftur á þetta góða kaffihús og taka góðan labb hring með Fróða þetta var alveg klikað flott svæði.
Ég hugsa alltaf til þín Helga mín og sakna þín mikið. Ég bið fyrir þessu með sumarvinnuna og fyrir öllu öðru sem gæti mögulega þurft að biðja fyrir.
Knús á þig bestasta bestasta
Fjóla og fjölskylda
Kristín: Já, það var geggjað að fá hann í heimsókn :D Búin að kíkja á bloggið þitt og kommenta. Get svo ekki beðið eftir að þú komir að heimsækja mig, svo margt sem við verðum að gera saman :D
Risaknús til baka :D
Fjóla: Já hún er allsvakaleg þessi stytta sko :þ Og ruggurollan er snilld, en pældu í verðinu á henni 3500 norskar! En hún er snilld og gæti sko alveg verið íslensk.
Já við förum aftur á þetta kaffihús, ekki spurning. Og tökum þá góðan göngutúr. Ég sakna þín líka Fjóla mín allar vinkonur mínar hér úti eru farnar að þekkja þig með nafni og Mola líka :þ
Takk fyrir bænirnar, ég var að sækja um að bera út hjá Aftenposten, það er reyndar soldið erfiður vinnutími, en ég gæti haft Fróða með í vinnunni sem er nottla bara snilld :D
Knús á þig líka bestasta vinkona :D
Helga og Fróði litli sætabangsi
Post a Comment