Ég ætla bara að segja nokkur orð um þennan skrautlega dag í dag. Ég fór í sunnudagaskólann sem gekk bara þokkalega vel, nema ég gleymdi lyklunum að forlaginu, svo ég þurfti að fara heim áður en ég gat farið að þvo. Það var nottla bömmer, en jæja, ég fór bara heim, fékk mér kvöldmat og fór svo í forlagið um áttaleytið. Þetta er gamalt viðarhús, og að sjálfsögðu enginn í húsinu þegar ég kom. Ég þurfti að fara upp á efstu hæðina til að ná í ryksuguna og slæ inn tölurnar til að slökkva á viðvörunarkerfinu eins og vanalega, eins og ég hef gert svona hundrað sinnum áður. Nema í þetta sinn hélt kerfið áfram að pípa þar til viðvörunar bjöllurnar glumdu svo undir tók í öllu húsinu. Ég fékk algerlega fyrir hjartað og hljóp niður að ná í Fróða og koma honum í skjól fyrir þessum hræðilega hávaða. Fróði var auðvitað lafhræddur og titraði og skalf meðan ég þaut með hann inná skrifstofu þar sem síminn var að hringja. Það var frá Securitas, en konan í símanum spurði um leyniorð sem ég kunni auðvitað ekki en gat þó sagt henni kóðann að viðvörunarkerfinu. Hún sagði mér að prófa að slá hann inn aftur en allt kom fyrir ekki. Þá hringdi Forlagsstjórinn og gaf mér aðrar tölur sem ekki virkuðu heldur. Ég og Fróði vorum föst inná skrifstofu í 20 mínútur meðan bjöllurnar glumdu og ég hélt fyrir eyrun á Fróða. Ég flýtti mér svo að þrífa í snatri þegar loksins slokknaði á kerfinu og forðaði mér út úr forlaginu um hálfellevu, þá orðin verulega kvekkt og tæp á taugum auk þess sem ég heyri ennþá suð í eyurunum á mér. Ég bara vona að Fróði hafi ekki hlotið skaða af þessum hræðilega hávaða. Þegar ég kom út sá ég Trikkinn minn keyra framhjá og ég horfði upp í himininn og spurði Guð hvort hann hataði mig ekki bara. Og þá byrjaði að rigna. Hellidemba og ég ekki með regnjakka eða regnhlíf. Ég beið eftir strætó í rigningunni og hraðaði mér svo frá stoppistöðinni og heim í myrkri og rigningu.
Á morgun verður vonandi betri dagur, enda verð ég 25 ára eftur rúma mínútu :D Halla og Kata koma í mat, en ég verð með kjúklingafille fyllt með Camembert osti og rjómasósu og Kata kemur með Nóa Suðusúkkulaði svo við getum bakað frönsku súkkulaðikökuna, namminamm :þ nú og svo get ég opnað pakkann frá Fjólu, vúhú.
Góða nótt elskurnar og sofið rótt.
Á morgun verður vonandi betri dagur, enda verð ég 25 ára eftur rúma mínútu :D Halla og Kata koma í mat, en ég verð með kjúklingafille fyllt með Camembert osti og rjómasósu og Kata kemur með Nóa Suðusúkkulaði svo við getum bakað frönsku súkkulaðikökuna, namminamm :þ nú og svo get ég opnað pakkann frá Fjólu, vúhú.
Góða nótt elskurnar og sofið rótt.
3 comments:
uss ekki alveg það skemmtinlegasta! ótrúlegur hávaði í þessu, reyndar hef ég afrekað það að sofa þrátt fyrir það að kerfið fór í gang hér heima hehe
En vonandi lagast eyrun á ykkur fljótt ;)
Eigðu frábæran dag á morgun elsku bestasta Helga mín knús á þig til hamingju með afmælið :D
Kristín
Davíð er með útskýringu á rignigunni. Guð var bara að láta regn heilags anda falla á þig ;).
En svona eru sumir dagar og maður fattar það ekki alltaf afhverju. En stundum veit maður það innst inni.
Við erum komin með hamsturinn heim en hún er Kínveskur dverg hamstur og held ég að við látum hana heita Narta (hugmynd frá litlu systur Davíðs) en hún hefur verið að narta smá í okkur við sjáum hvernig þetta fer ;)
Kv Fjóla, Davíð, Moi og Narta
p.s. hlakka til að heyra í þér á morgun :D Til hamingju með dagin elsku dúllu krúttið mitt
Takk fyrir kveðjurnar! :D
Þetta var ansi góð skýring hjá honum Davíð :D En til hamingju með Nörtu, Fjóla, skemmtilegt nafn.
Knús og kveðjur frá afmælisbarninu og Fróða
Post a Comment