Saturday, April 04, 2009

Komin í páskafrí!!!

Ég tók Examen Philosoficus prófið í gær og ég held ég hafi bara klárað mig ágætlega. Þetta er áfangi sem allir þurfa að taka sem stefna á BA gráðuna hérna úti í Noregi og það er gott að vera bara búin með þetta. Það voru tvær eldri konur sem voru próflesarar og ég skilaði prófinu langsíðust. Ég ruglaðist nebbla aðeins og byrjaði að skrifa um Platón þegar ég átti að skrifa um Sókrates, svo ég þurfti að skrifa annað verkefnið uppá nýtt. Þegar ég skilaði svo prófinu spurði önnur prófdómaranna mig hvort það hefði gengið vel á íslensku!!! Ég sagði nottla bara að það hefði gengið sæmliga, alveg steinhissa á þessu. Ég spurði hana svo hvort hún talaði íslensku og þá sagði konan fyrir aftan mig "Pínulítið". Þær höfðu semsagt báðar unnið á, að ég held, Landsspítalanum um eitthvað skeið og spurðu hvort ég væri skyld hjúkku sem heitir Hanna Kolbeinsdóttir. Mér fannst þetta alveg magnað og það var rosa næs að spjalla við þær aðeins eftir prófið.
Fróði hafði verið í pössun hjá Kötu og ég og Camilla fórum og náðum í hann eftir prófið og fórum svo saman á folkeregistreret þar sem ég lét breyta heimilisfanginu mínu í Jutulveien 22.
Við löbbuðum svo um miðbæinn þveran og endilangann og kíktum í búðir, þar til Fróði bara harðneitaði og sagði hingað og ekki lengra. Ég þurfti að bera litla þrjóskupúkann af því hann var bara kominn með alveg nóg.
Ég keypti mér reyndar fína sparipeysu á 70 krónur og bók eftir Hugh Laurie (aðalleikarann í House) sem virkar mjög spennandi. Eftir mikið labba enduðum við hins vegar á útikaffihúsi á Akerbrygge þar sem við fengum okkur sætasta kakó sem ég hef smakkað. Eftirá fórum við í Deli De Luca og keyptum sitthvorn Drauminn (uppáhaldsnammið hennar Camillu) til að fagna því að vera búnar með prófið. Lítill Draumur hér kostar um 25 krónur norskar sem er nottla bara BILUN enda afar sjaldan sem ég læt svona eftir mér.
Þegar klukkan var að ganga fimm hoppuðum við uppí rútu á leið til Lommedalen þar sem Marte hafði boðið okkur í mat til að fagna próflokum. Við áttum rosa fínt kvöld saman, bekkjarsysturnar og fórum í smá gönguferð um Lommedalen. Hluti leiðarinnar var svakaleg torfæra gegnum metersháan snjó og mér tókst auðvitað að fara útaf veginum nokkrum sinnum og festa mig í snjónum sem náði uppá mitti. Í fseinna skiptið tókst mér að festa mig svo svakalega að það þurfti að grafa mig upp aftur. Við komumst svo loksins á áfangastað sem var kirkjan þar sem pabbi Henriette er prestur og Marte er skátaforingi. Þetta var rosaleg falleg kirkja og með útsýni yfir allan dalinn. Eftir frábært kvöld dröslaði ég mér svo heim og beint í bólið og svaf þar vært í alla nótt.
Í dag verður bara chill og kannski smá páskatiltekt hér heima. Ef mér endist orkan fer ég svo kannski í forlagið að þrífa þar líka. Á morgun er svo Íslendingamessa og ég þarf að undirbúa efni fyrir íslenskukennsluna í sunnudagaskólanum.
Mamma er í heimsókn hjá Maríu núna í Horsens í Danmörku og ég ætla að slá á Skype þráðinn til þeirra í kvöld.
Vona þið eigið frábæran dag :D


4 comments:

Fjóla Dögg said...

oh hvað það vera búin með þetta próf. Rosalega gaman að lesa hvað þú gerðir í gær. Það er ekki laust við að brosa alveg ósjálfrátt þegar ég las um Fróða og hingað og ekki lengra og þig fasta í snjónum og það þurfti að moga þig út ;) alt alveg rosalega Helguleg og yndisleg móment sem ég myndi aldrei vilja missa úr mínu lífi.
Knúsar til þín og Fróða og við missum ykkar rosalega mikið.

Kær kveðja Fjóla, Davíð og Moli

Helga said...

Já ég er svo fegin að vera búin með það. Takk fyrir allar bænirnar :D
Mig grunaði nú að þú hefðir gaman að því að heyra af óförum mínum í snjónum :þ
Annars sannaði Fróði enn og aftur að hann á svo sannarlega skilið að vera kallaður þrjóskupúki! Við Camilla vorum alveg í vandræðum með hann því hann var sko ekki að nenna þessu búðarrölti.
Var að tala við mömmu og Maríu á Scype áðan og þær hafa það fínt í Köben. Mamma sagði mér að pabbi væri í Orlando í dag (vinnutengt auðvitað) og það vantaði ekki að ég dauðöfundaði hann að vera svona nálægt þér.
Risaknúsar til þín og Mola og Davíðs líka. Sakna ykkar alveg hrikalega.

Anonymous said...

haha vá hvað ég sé þig alveg fyrir mér hefðir átt að taka mynd af þessu ;)
Mjög skemmtinelgt blogg hjá þér skvsís heyrumst sem fyrst ;)

Knús á þig og Fróða

Kristín

Halla Marie said...

TIL HAMINGJU AÐ VERA BÚINN Í PRÓFINU og vera komin í PÁSKAFRÍ. Knús og kossar sé þig fljótlega :)