Saturday, April 11, 2009

Lillehammer og Lilleroseter

Þetta hefur verið notalegt páskafrí. Ég fór með Höllu og Sigrúnu til Lillehammer á miðvikudaginn sem er rúmlega þriggja tíma keyrsla frá Osló.
Hér er Halla bílstjóri sem tók nokkrar vitlausar beyjur þannig að við vorum fjóra tíma á leiðinni :þ

Við vorum ekki beint heppin með veður en svona var útsýnið nær alla leiðina

Rigning og þoka

Við komumst þó loks á leiðarenda og fórum á kaffihús í bænum þar sem við höfðum mælt okkur mót við Klöru, Sævar, Írisi, Helenu og Tómas
Íris og Helena litla og Sævar afi með á neðri myndinni


Ég og Klara

Frá vinstri: Sigrún, Halla, Klara og ég

Litla fjölskyldan, Tómas, Helena og Íris


Helena litla

Hér erum við á göngugötunni í Lillehammer með risaregnhlíf

Ég sá þennan ofurtöff hana og bara varð að taka mynd af Höllu fyrir framan hann. Svo er bara spurning hvor er meiri töffari :)

Þessi elgur sat með höfuðið fast inní kaffihúsi :þ

Halla, Klara og Sigrún


Ég læt þessa mynd fljóta með því ég benti Fróða á að koma að glugganum því ég ætlaði að taka mynd af honum fyrir framan hann. Fróði misskildi eitthvað og sá ekki að þarna var gler og hoppaði beint á gluggann. Ég fékk alveg sjokk og Fróði var pínu vankaður eftir á einsog kannski sést á myndinni.

Við Fróði fyrir aftan listaverk sem reist var til að minna á Ólympíu leikana sem haldnir voru í bænum árið 1994

Fróði var sko ekki að nenna þessu

Halla á aðalgöngugötunni með Fróða

Gleðilega páska :D

Fróði að velja af matseðlinum

Halla í ólympíu kyndlahlaupara listaverkinu með regnhlífina


Smá bæjarmynd


Á skírdag fórum ég og Camilla í göngutúr að Lilleroseter, sem er nálægt Grorud þar sem Camilla ólst upp. Þetta er vanalega um 2ja tíma ganga en við vorum rúma fjóratíma þar sem við löbbuðum frá T banastöðinni og stoppuðum soldið á toppnum. Þar hitti Fróði svakalega sæta tíbbadömu og það var auðvitað ást við fyrstu sýn:


Knúsast smá

Algjört bjútí og þvílík prinsessa sem þessi tíbbadama var. Sú sem var með hana var bara að passa hana en hún sagði að hún var alger prinsessa, eigandinn hafði sagt að hún gæti bara labbað í einn klukkutíma af því hún væri svo lítil!

Camilla fyrir utan kaffihúsið á bekknum þar sem við borðuðum nesti.

Fróði og tíbbadaman höfðu aðallega áhuga á einu eins og sést á þessum myndum:

Snilldarsvipur á þeim báðum

Fallega daman
Fróði heilsaði svo síðar uppá minpin tík meðan tíbbadaman var bundin við staur og hún grét af afbrýðisemi :þ

EFtir gönguferðina fórum við heim til mömmu Camillu þar sem við borðuðum kvöldmat.
Fróði var líka dauðþreyttur og ákvað að liggja og lesa aðeins í matreiðslubókinni :)
Ok, hann skoðaði bara myndirnar, en samt :þ

Hann þurfti svo auðvitað að gera nokkur trix til að fá nammi og fékk svo dollu af túnfisk.

Í gær, föstudaginn langa, var bara afslöppun. Ég fór aðeins út að hjóla og svo labba með Fróða því veðrið var svo gott. Um kvöldið komu Henriette og Kata í heimsókn og við horfðum saman á Sense and Sensibility og drukkum te.
Í dag er heitasti dagurinn í marga mánuði. Ég vaknaði við að ég var að stikna úr hita og er nú á leið útí búð á kaupa það sem vantar í páskamatinn. Kata keypti páskaskinku sem ég ætla að matreiða. Svo fer ég í forlagið að þrífa.
Í kvöld er svo Påskeaften sem er víst eitthvað big deal hjá Norðmönnum því búðirnar eru bara opnar til fjögur í dag.
Eigið frábæran dag :D

4 comments:

Fjóla Dögg said...

oh það er alveg hrein æðsilegt að fá svona mynda flóð alveg nauðsynlegt ;9. Það væri örugglega gaman að kíkja aftur seinna í þenna bæ að sumri til og eiða öllum deginum þar þetta virðist vera laveg frábær staður.
Ég elska myndina af Höllu í listaverkinu með regnhlýfina og af Fróða að lesa matreiðslubókina :D en hvað var málið með Fróða að hoppa á gluggan? :S

kv Fjóla og Moli

Helga said...

Já, mig langar rosalega að fara þangað aftur við betra tækifæri. Rosalega fallegt þarna.
En ég skil ekkert í þessu með Fróða, hann bara hreinlega sá ekki að það væri gler þarna og hoppaði beint á það og fékk ágætis högg á höfuðið grey kallinn :( Vona hann sé nú ekki farinn að sjá eitthvað illa 80

Fjóla Dögg said...

GLEÐILEGA PÁSKA ELSKU HELGA MÍN OG FRÓÐI MINN.
Við sökknum ykkar mikið og sendum ykkur RISA KNÚÚÚÚSS!!!!!!!!!!!!

Kv Fjóla, Davíð og Moli

Halla Marie said...

Hæ Hæ Helga. Gaman að lesa bloggið þitt. Svaka stuð á Fróða þegar hann hitti Tíba tíkina.Heirumst flótlega. Arna og þau komu heim í dag. SVAKA STÓRT KNÚS.