Monday, July 27, 2009

Kristín er í heimsókn :)

Ég er búin að hafa það mjög gott síðustu daga enda er hún Kristín vinkona í heimsókn hjá mér! Við erum búnar að bralla ýmislegt síðan hún kom á föstudagskvöld síðastliðið. Á laugardeginum tókum við strætó til Råde þar sem við kíktum á hundasýningu. Það var mjög gaman þrátt fyrir rigningu og auðvitað smellti ég af nokkrum myndum.

Kristín lét prenta þessa flottu mynd aftan á hettupeysuna sína fyrir 50 krónur.

Ég þurfti auðvitað að gera slíkt hið sama!


Kristín sæta í rigningunni
Fróði var aðeins að misskilja hvernig þessi regnhlíf ætti að virka.
Svaka fallegur Papillon

Ég var ekki alveg viss hvort þetta ætti að vera hestur eða hundur.
Tveir sætir Cavalier hundar létu fara vel um sig í þessari kerru.
Þessi sæta tíbbastelpa var bara 10 vikna og alger draumur. Svakalega róleg og góð, alveg einsog Fróði þegar hann var hvolpur, ég var alveg veik.
Við heilsuðum uppá þessa litlu tík og eigandann hennar. Hún er af tegundinni tékkneskur rottuhundur. Svakalega falleg og skapgóð og vóg aðeins 1700 grömm!

Í gær fórum við svo í göngutúr í Vigelandsparken í rosalega góðu veðri. Kristín var með myndavélina sína og tók nokkrar myndir í garðinum, sem ég ætla að fá hjá henni fljótlega. Það var rosa fínt og við stoppuðum lengi á hundasvæðinu þar og Fróði fékk að leika við ófáa smáhunda. Í dag var svo farin verslunarferð í rigningunni, en við erum komnar heim núna og ætlum að hafa það gott í kvöld, spila á spil eða glápa á imbann :)

4 comments:

Unknown said...

gaman gaman gaman MYNDIR :D

knús á ykkur og sakna ykkar

Kv Fjóla

Dagbjört said...

Meiriháttar skemmtileg bloggsíðan þín!
Ég ætlaði að vera farin að sofa kl 12 en nuna er klukkan að verða hálf 4 að nóttu því og ég er búin að vera að lesa bloggið þitt og skoða myndir!
Knús á ykkur vinkonurnar úti, og extra stórt knús á Fróða sætasta!!

Bestu kveðjur Dagbjört.

Anonymous said...

Já það var notlega bara gaman á sýningunni og er ég mjög sátt við básinn sem var þarna með öllum fínu myndunum til að prenta á fötin :D

Kristín

Helga said...

Fjóla: knús til baka :) Verðum að heyrast aftur fljótlega.

Dagbjört: Takk :) Vá, ég ætlaði nú ekki að halda fyrir þér vöku :p
Knús á þig líka, og voffana.

Kærar kveðjur frá mér og Fróða