Friday, May 21, 2010

Heimaprófið hafið

Hér er búið að vera steikjandi hiti síðustu daga og nær ólíft í íbúðinni minni í gær. Í dag er skýjað og um 20 gráður, en ég verð líklega inni mestanhluta dags að vinna í heimaprófinu mínu. Ég fékk semsagt fyrsta prófið mitt í dag og hef viku til að skrifa 4000 orða ritgerð um framsetningu Guðspjallana á Jesú og bakgrunn þeirra í Gamla testamenti Gyðinganna. Mér finnst þetta viðfangsefni spennandi og vonandi næ ég að nota tímann vel og vera effektív núna um helgina svo ég standi ágætlega að vígi þegar stelpurnar koma. Það er alveg rosalegt hvað tíminn líður hratt, en nú eru einungis tveir dagar í að hún Kristín mín komi með Lilo litlu, en sem betur fer eru allir útflutningspappírar komnir í lag!
Mér er svo boðið í mat til Safiyyu og Roberts, mannsins hennar, í kvöld og ég hlakka til. Hér til hliðar er mynd af Safiyyu þegar hún kom í kaffi til mín á miðvikudaginn. Við spjölluðum heillengi, en mér líkar vel við hana, hún er voða hress og skemmtileg. Jæja þá er að hella sér í lærdóminn, wish me luck!

2 comments:

Anonymous said...

Vá hvað ég er orðin spennt hlakka svo til að koma :)

Knús Kristín

Helga said...

Uff eg lika Kristin, tetta er alveg rosalegt hvad timinn lidur hratt!!!
Heyri i ter seinna i dag :D