Sunday, January 13, 2008

Bara nokkrar myndir og smá fréttamolar

Sökum þess að ég hef ekki þolinmæði að skrifa mjög mikið, vegna ný áunninnar fötlunar minnar ætla ég að fleygja hér inn nokkrum myndum í staðinn.

Hér erum ég og Kata í góðum gír, en hún kíkti í heimsókn til mín í byrjun mánaðarins, eða áður en hún fór aftur Norður á Akureyri að halda áfram í háskólanámi þar. Kata á 24ra ára afmæli í dag.
Innilega til hamingju með afmælið, Kata mín!

Ég fór svo á Reykjavík Pizza company í fríðu föruneyti. Halla sést hér, en hún naut matarins mjög.

Hér eru Janet og Sunna, en mamma hennar Janet vinnur þarna og gaf okkur góðan afslátt.

Sigga fær sér góðan bita af Pizzunni sem við pöntuðum saman.

Við kíktum að sjálfsögðu á Kaffi París í kveðju skyni við Siggu sem fór út til Svíþjóðar daginn eftir.

Sigga var ekkert alltof ánægð með kossinn sem Halla smellti á kinnina hennar.

Svo myndarlegar! :)

Þarna fékk ég að vera með!

Nú er Sigga farin til Svíþjóðar og Janet til Grikklands. Ég vona þið hafið það sem allra best!!!

Ég er annars búin að vera í fríi um helgina og ekki búin gera svo margt. Ég hitti Fjólu samt á föstudag og við fórum á Ruby Tuesday og svo á National Treasure: Book of Secrets. Á laugardag hitti ég Kristínu í smá göngu. Ég og Anna áttum svo góða stund saman, en hún var að enda við að kaupa sér íbúð í Mosó. Enn og aftur til hamingju Anna! Ég heilsaði svo upp á Sólrúnu og talaði hana næstum í svefn áður en ég loks yfirgaf hana um hálfþrjú leytið í fyrrinótt. Hún hefur í nógu að snúast við að undirbúa brúðkaup og fleira.

Ég fór í 1928 búðina um daginn og keypti 2 hundahús. Eitt fyrir Trítlu og eitt fyrir Fróða. Ég hugsaði með mér að nú hefði Trítla loks eitthvað útaf fyrir sig þar sem það væri ekki fræðilegur að Fróði kæmist inní ogguponsu litla húsið hennar, sem er rúmlega helmingi minni en hann sjálfur. I WAS WRONG...


Kem svo með fleiri fréttir seinna ;)

2 comments:

Anonymous said...

haha snildar mynd af Fróða :D
Verðum að reyna að komast í göngu sem fyrst ;)

Kristín, Sóldís og Aris

Helga said...

Takk :) Hvað segirðu um göngu í dag kl. 14?