Þá er árið 2007 liðið undir lok og nýtt ár gengið í garð. Margt hefur gerst á síðastliðnu ári. Ég hef verið í þrem vinnum þetta árið, byrjað og hætt í Guðfræði við Háskóla Íslands, búið á tveim stöðum, Trítla kom inn í líf mitt og svo margt, margt fleira. Ég hef tekið miklum framförum í lífi mínu með Jesú og hef fengið að upplifa Hann á alveg nýjan hátt. Ég hef verið buguð af oki kvíða og þunglyndis og leitað mér hjálpar. Ég hef fengið að eiga yndislega að, vini og fjölskyldu. Ég hef fengið svo margar góðar stundir með Kristínu og Fjólu í fjölmörgum hundagöngum. Ég hef upplifað sársauka og einmannaleika og gleði og frið. Guð hefur svo sannarlega blessað mig á því ári sem nú er liðið undir lok. Ég þakka honum allt það fólk sem Hann hefur sett í líf mitt, sem hefur lýst upp tilveru mína á dimmustu stundum. Ganga mín með Honum heldur áfram um ókomin ár og tilhlökkun ríkir í hjarta mínu um það hvert Hann mun leiða mig á nýju ári.
Ég fór í síðustu hundagöngu ársins 2007 með Kristínu í gær og að vana var myndavélin með í för...
Ég fór í síðustu hundagöngu ársins 2007 með Kristínu í gær og að vana var myndavélin með í för...
Eftir mikið puð og áreynslu náðist mynd af öllu genginu saman. Takið eftir því hvernig tjúarnir hjúfra sig upp að loðboltanum til að fá hlýju!
Þegar heim var komið var Fróða gefið slakandi lyf fyrir áramótin og hér sést árangurinn:
Um klukkan 20:30 borðuðum við hina hefðbundnu áramótamáltíð, kók og pizzu og að sjálfsögðu dunaði lagði "Happy New Year" með ABBA í græjunum.
Fróði greyið var hrikalega stressaður og var límdur við mig allan tímann, skjálfandi einsog hrísla, greyið kallinn. Hann hefði eflaust kosið friðsamari leið til að fagna nýju ári.
Pabba var ekki treyst fyrir neinu hættulegra en stjörnuljósi.
Að lokum vil ég óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þakka samverustundir á árinu sem er að líða. Megi Guð blessa ykkur ríkulega á nýju ári!
Að lokum vil ég óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þakka samverustundir á árinu sem er að líða. Megi Guð blessa ykkur ríkulega á nýju ári!
5 comments:
Takk sömuleiðis fyrir frábært ár vonandi förum við í enn fleiri göngur á þessu ári :)
Sóldís varð frekar æst af þessu róanidi pillum svaf lítið og var soldið stressuð þó mikið minna en í fyrra. Fór í heimsókn til Ellu og Odds um 24 og þá bara var hún fín eftir það nema hvað hún var geðvond :(
Aris kippti sér ekkert upp við þetta sem betur fer :)
Sjáumst vonandi bara á morgun. Mátt endilega hringja í mig ef þú nennir í göngu á morgun. Ætla ekkert að vera að vekja þig þar sem ég veit að þú ert á næturvakt ;)
Kveðja Kristín, Sóldís og Aris
Já, þetta var virkilega gott ár og við verðum að fara í eins margar göngur og við getum á þessu ári, á meðan ég er enn á klakanum ;)
Annars, varðandi áramótin, ég var ekkert alltof ánægð með þessar töflur heldur, fannst þær ekkert hjálpa :/ En ég er laus í göngu seinnipart á morgun, kannski um 4 eða 5? Fer með mömmu að skutla Maríu og Gísla uppá völl klukkan 2, svo ég heyri kannski bara í þér þegar við erum á leiðinni heim?
Góða nótt og sofðu vel, sjáumst á morgun :)
Kær kveðja, Helga, Fróði og Trítla
P.S. Fjóla: þú mátt endilega koma með ef þú getur ;)
Jámm ég sendi Fjólu sms áðan vona að ég hafi ekki vakið hana en öruglega ekki því ég fékk ekkert svar.
En ég ætti alveg að vera laus um 16-17 :)
Aris verður rosa smart með límband á eyranu hehe
Kveðja Kristín og voffarnir
Ég er að vinna til 2 í dag en æti að komast eftir það og langar rosalega í göngu.
Moli átti frekar mikið erfitt þessi ´´aramótin meira en hn tvö áður ég tel það vera seinni geigan hjá honum þar sem hann hefur ekki verið hann sjálfur í nokkra mánuði núna meira hræddur en venjulega.
Kær kveðja og Gleðilegt ár Fjóla, Davíð og Moli
Ok, fábært! Hlakka svaka til að hitta ykkur báðar og spjalla :)
Kveðja, H, F og T
Post a Comment