Á fimmtudeginum svaf ég vel og lengi eftir næturvaktina. Svo vel og svo lengi að ég kveikti ekki á símanum fyrr en um sexleytið, mörgum til mikils ama. Þar á meðal Kötu, sem hafði reynt að ná í mig allan daginn, svo og Siggu vinkonu sem var á leið í bæinn og vantaði gistingu. Ég hafði nefnilega risið seint úr rekkju og byrjaði daginn á því að horfa á Calendar Girls með mömmu í sjónvarpsholinu. Það var kominn tími til að snúa aftur til míns heima í Kópavoginum, eftir að hafa búið hjá mömmu og pabba yfir hátíðarnar. Ég var búin að kvíða soldið fyrir þessu, þar sem ég á oft erfitt með svefn á Þinghólsbrautinni, svoleiðis að kvöldinu áður hafði ég beðið Guð að ég yrði ekki ein fyrstu nóttina mína þar eftir hátíðirnar. Hann var nú ekki lengi að bænheyra mig um það og um níuleytið var Sigga við útidyrnar, hlaðinn pökkum og pyngjum í leit að gistingu. Það vildi líka svo heppilega til að ég átti frí á föstudagin, sem er víst ekkki svo algengt þessa dagana. Ég og Sigga áttum því frábæran dag saman áður en hún tók rútuna upp í Ölver þar sem hún verður leiðtogi á nýársnámskeiði KSS um helgina. Við kíktum saman í Kringluna og hittum þar Janet og Lilju, sem var alveg æðislegt. Við röbbuðum heilmikið saman og fengum okkur svo borgara og franskar á McDonald‘s. Ég keypti mér líka tvennar buxur á svakalega góðum díl og var bara alsæl með daginn. Það eina sem skyggði á að ég var sárlasin, með hörkukvef. Síðasta nótt var alveg hræðileg, ég var að kafna úr hita og kvíða og kvefi og gat ekkert sofið. Ég mætti því í vinnuna í morgun í alveg hrikalegu ástandi og var einfaldlega rekin heim aftur. Ég er því heima hjá mömmu og pabba núna að farast úr kvefi og hausverk og búin að afboða mig í vinnuna á morgun. Fjóla á afmæli í dag og ég vona að hún hafi átt frábæran dag. Ég hlakka svo til að knúsa hana og færa henni smá afmælisglaðning.
Ég fékk sorgarfréttir frá ræktandanum mínum í gærkvöldi. Neró, bróðir Fróða er dáinn. Hann hljóp fyrir bíl. Ég samhryggist eigendunum rosalega, þetta er í einu orði sagt hræðilegt.
Hér er systkina hópurinn. Frá vinstri: Rakki (dó úr hjartagalla), Neró (varð fyrir bíl), Kleópatra (varð fyrir bíl) og að lokum Fróði minn, sá eini eftirlifandi.
Nú er Fróði einn eftir af systkinum sínum. Það fæddust þrír rakkar og ein tík. Hinn bróðir hans dó ungur, var með einhvern hjartagalla og systir hans hljóp fyrir öskubílinn í fyrra. Ég gæti aldrei afborði það að missa Fróða minn svona ungan og þakka Guði að hann er enn hjá mér, og bið að svo megi verða í langan tíma. Helst vildi ég aldrei þurfa að kveðja hann, hann er mér svo dýrmætur.
Ég ætla að enda á nokkrum myndum, til að bregðast ekki væntingum ykkar
Ég og Sigga sætar samanMér gekk ekkert alltof vel að miða myndavélinni til að byrja með.
Ohh, svo gott að fá knús og koss frá mömmu.
Sigga var svo vingjarnleg að taka þessa mynd af mér, sem sýnir ástandið á mér.
Lilja og Janet
4 comments:
Endilega að rífa sig uppúr þessum veikindum farðu vel með þig og eki ofreyna þig með vinnu og rugli taktu tilit til þess hvað líkaminn þinn er að segja.
Kær kveðja Fjóla og Moli
p.s. hvað er tölvupóstfangið þitt þarf það áður en ég fer út til flórída í lok mars.
Fjóla
Ég veit ég var búin að láta þig hafa tölvupóstfangið mitt en ég ætla að setja það hingað inn líka svo þú hafir það örugglega :)
helgakolbei@msn.com
Kveðja, Helga
Free [url=http://www.invoicesmaster.com]invoice online[/url] software, inventory software and billing software to conceive masterly invoices in one sec while tracking your customers.
Post a Comment