Wednesday, January 16, 2008

Snjór, snjór, snjór

Það er aldeilis búið að snjóa síðustu daga. Ég er búin að fara í nokkrar göngur undanfarið, nú síðast í dag í Rauðhólunum þar sem ég var nærri búin að festa bílinn. Í gær fórum ég og Kristín í Heiðmörkina á litla Yarisnum hennar og festum hann að sjálfsögðu í bjartsýnni tilraun til að komast upp heldur bratta brekku í hnédjúpum snjó. Tveir ungir strákar á jeppa komu okkur til hjálpar og við losuðu okkur úr hremmingunni.
Ég setti hér inn nokkrar snjómyndir í bland úr hundagöngum þessarar viku.

Trítla í snjónum núna áðan. Hún var ekkert alltof hrifin eins og kannski sést :)

Fróði var þó afar kátur og hress með þetta. Sést aðeins í Trítlu þarna, en hún fylgdi fast í fótspor hans. Í bakgrunn sést svo í bílinn minn, en ég var nærri búin að festa hann, en tókst með gríðarlegri lagni og útsjónasemi að losa hann aftur og keyra til baka.

Nokkrar úr göngu með Kristínu í Heiðmörk í gær:

Snotra fékk að koma með okkur. Sjáiði eitthvað skondið við þessa mynd?

Snjórinn lá þungt á öllum trjánum, sem svignuðu undan þunga hans.



Sóldís og trítla að sníkja nammi (eða grátbiðja okkur um að taka sig heim aftur í hlýjuna)

Fróði flotti og Snotra í bakgrunn

Fróðakall var hæstánægður með þetta veður

Hér er smá hópmynd, en það sést næstum ekkert í tjúana sem eru nær grafnir í snjónum.

Allir að bíða eftir að fá nammi hjá Kristínu

Kristín og Aris

Aris bókstaflega elskaði snjóinn, en hér sést þar sem hún stingur hausnum á bólakaf í hann.

Í fyrradag fórum við í göngu með Fjólu í Guðmundarlundi og þessar tvær myndir voru teknar þar:

Fjóla og Moli sæti

Trítla verulega óánægð með þetta hræðilega veður.

Nú er ég á leið aftur út í snjóinn með Sólrúnu og Nölu áður en við förum saman á bænastund.
Ég verð svo í vinnunni frá 12-23 á morgun, sem ég er ekki alveg að nenna, en c'est la vie.
Varðandi að hafa bloggið, mér sýnist meirihluti vilja hafa það opið, svo ég geri ekki ráð fyrir þvíað loka því, allavega í bráð.
Farið varlega og gætið þess að festast ekki í snjónum!

4 comments:

Anonymous said...

Takk fyrir æðislega gönguna :D
Hvað segiru um göngu á föstudaginn ég er búin 16:30 í skólanum. Fjóla kemst þú líka?

Kveðja Kristín, Sóldís og Aris

Helga said...

Sömuleiðis :) Ég kemst á föstudaginn!
Kveðja, Helga, Fróði og Trítla

Anonymous said...

Gaman að sjá að þið skemmtið ykkur vel!:).. hér snjóaði líka í alla nótt og gærkvöld(ca20-30cm).. en ég svaf svo illa að ég er ekkert að fíla tilhugsunina í að fara heim og moka allan garðinn minn og kanski meira til og svo fara í sund í kvöld með Rebeccu!.. hvernig á ég að nenna þessu!:S..
úff!.. jæja, ætlaði bara að kíkja við og segja takk fyrir frábæra samveru í jólafríinu!:) þú ert yndi Helga mín!.. vonandi sjáumst við í Osló bráðlega!..
knúsaðu F&T frá mér;)
Sigga

Helga said...

Haha, ég sé þig alveg fyrir mér að munda skófluna. Ég vona þú hafir nú úthald í þetta allt saman ;)Takk sömuleiðis fyrir æðislegar stundir í jólafríinu Sigga mín!
Knús, knús
Helga