Nú eru einungis fimm dagar í prófið og ég og Camilla hittumst daglega til að læra saman. Í dag byrjuðum við þó daginn á því að fara á jólatónleika í Trefoldighetskirken. Þetta voru svaka góðir tónleikar og mjög þekktir norskir söngvarar, Solveig Leithaug og Christian eitthvað, hann var svaka góður. Ég er svo þakklát að geta lært fyrir prófið með Camillu enda er það besta meðalið við prófkvíða sem til er að læra með öðrum. Við spjöllum reyndar inná milli um heima og geima og hlustum á norska jólatónlist sem er bara kósí. Næstu dagar eru semsagt vel skipulagðir og ég get ekki beðið eftir að ljúka þessu prófi af. Þá tekur við jólaföndur og bakstur og frí. Ég er svo mjög líklega búin að fá vinnu við skúringar eftir áramót hjá bókaforlagi niðrí bæ. Bekkjarsystir mín vinnur þar og er að hætta og nefndi mig sem eftirmann. Þetta eru ca 5-6 tímar í viku og ca 3000 norskar á mánuði sem er mjög fínt.Jólasnjórinn er kominn svo allt er svaka jóló og fallegt hérna úti. Ég ætla að muna eftir myndavélinni næst þegar ég fer í skóginn svo ég geti tekið jólamyndir af Fróðamúsinni.
Ég kem svo heim á klakann eftir 2 vikur !!! :D
Ég kem svo heim á klakann eftir 2 vikur !!! :D
3 comments:
JEYYYY Gaman gaman þú ert alveg að koma og já vá það þúðir að jólin eru bara eftir 3 vikur úffff...
En gott að þú hefur amillu til að læra með algjör snyld. Við Kristín getum ekki beðið að fara í bústaðin með þér og hafa gaman með voffunum okkar.
Knú dúlla
Oh, það verður geggjað að fara í bústaðinn. Vona við fáum smá jólasnjó. Trúi bara ekki hvað tíminn er fljótur að líða, er bráðum búin að vera hér úti í fjóra mánuði!
Knús til baka
Vá 4 mánuði það er svakalega langur tími en það er ágætt hvað þetta líður hratt :)
Hlakka svo til að fá þig heim :D
Vonandi færðu vinnuna það væri æði ;)
Kristín, Sóldís og Aris
Post a Comment