Friday, January 16, 2009

Óvænt símtal

Í dag var annar dagurinn í nýju vinnunni minni hjá bókaforlaginu. Ég mætti með Fróða klukkan 10 í morgun og þá tók María á móti mér. Það tók ca 3 tíma að þvo, enda þurftum við stundum að bíða eftir að geta þrifið skrifstofurnar þar sem allir rithöfundarnir og útgefendurnir voru í vinnunni. Fróði vakti mikla aðdáun hjá einum rithöfundinum sem var mjög fyndinn og furðulegur. Á einni skrifstofunni voru ca 10 bækur í ruslinu sem átti að henda svo ég hirti tvær þeirra sem virtust áhugaverðar. Þegar ég var búin að þvo hringdi Elsa í mig, sú sem á íbúðina sem ég ætla að flytja í. Þá hafa aðstæður breyst og íbúðin verður laus um miðjan mars í staðinn fyrir ágúst!!! Svoleiðis að Elsa bauð mér að koma þá, þó er sá hængur á að í júlí var hún búin að lofa dóttur sinni að vera í íbúðinni á meðan hún væri í heimsókn. Það þýðir að í júlí yrðum ég og Fróði heimilislaus og spurning hvernig ég leysi það. Ég sagðist ætla að tala við leigusalann minn og hugsa málið, en ég fer og hitti Elsu á laugardag í næstu viku. Ég er enn í smá sjokki, enda kom þetta heldur flatt uppá mig. Ég er samt alveg til í að flytja þangað, enda er þetta helmingi stærra, 1200 norskum krónum ódýrara og í göngufjarlægð frá skólanum. Vandamálið er þó að ég set Liv, leigusalann minn í vonda stöðu með því að segja upp íbúðinni núna, sem mér er afar illa við. Ég hringdi í hana í kvöld og lét hana vita hvað ég væri að spá og hún var auðvitað ekki ánægð að heyra það.
Ég er alveg ringluð hvað ég á að gera, en þið megið endilega biðja fyrir þessu.
Eftir þetta ruglingslega símtal hitti ég Camillu á Nationaltheatret og hún bauð mér í súpu og brauð á kaffihúsi niðrí bæ sem var mjög kósí.
Ég bíð enn eftir að geta millifært námslánin mín en vonandi verður það hægt í næstu viku.
Á morgun þarf ég að vakna snemma aftur þar sem ég fer til hennar Klöru að þrífa hjá henni.
Það verður fínt að hitta hana aftur og spjalla og ég ætla líka að leggja þessi íbúðarmál fyrir hana.
Guð blessi ykkur

3 comments:

Fjóla Dögg Halldórsdóttir said...

Mér finnst að þú ættir að fara úr íbúðinni sem þú ert í núna þótt það kæi illa út fyrir Liv.
Þú hefur rétt á því að segja upp íbúðinni og hún hefur þá allavegana um 2 mánuði að auglýsa íbúðina og fá nýjan legjanda. Ég myndi ekki hafa of miklar áhyggjur af því þú verður að hugsa um hvað þú ert að spara mikið og þú þarft á hverri krónu að halda.
Ég bið fyrir þessu.
KNÚS snúlla

kv Fjóla og Moli

Anonymous said...

Engin spurning af flytja í nýju íbúðina hún hýtur að finna nýjan leygjanda trúi ekki öðru. Alla vega ef þú finnur út úr þessu í júlí hvað er það langur tími?

Kristín

Helga said...

Takk fyrir svörin. Ég er alveg sammála og ég er nokkuð viss um að ég ætla að segja upp íbúðinni hérna og flytja fyrsta apríl. Þetta skýrist líka betur þegar ég tala við Elsu í næstu viku. Varðandi júlí þá er þetta alveg heill mánuður. En ég veit að Arna er t.d. með laust herbergi á neðri hæðinni og ég held þetta reddist pottþétt einhvernveginn.

Knús og kveðjur frá mér og Fróða