Skólinn byrjaði í dag og það var pínu stress en gekk bara vel. Ég kannaðist við sum andlitin en það voru líka nokkur ný. Á morgun verður skrautlegur dagur því ég þarf að mæta á kynningar dag frá 9 til 4 í Holmenkollen kapellu. Fróði verður með í töskunni þar sem ég hef ekki fengið pössun fyrir hann og vonandi gengur það upp. Ég fer svo beina leið í töskubúðina að vinna kvöldvakt. Yfirmaðurinn minn vildi líka að ég kæmi að vinna á fimmtudagsmorgun sem ég sagðist ekki vita hvort ég gæti það því ég veit ekki ennþá hvenær ég eigi að mæta í skólann á fimmtudag. Það orsakast af því að ég hef ekki getað skráð mig í skólann ennþá því ég bíð enn eftir að námslánin komi inn á reikninginn mín. Þess vegna er ég núna alveg staurblönk og á ekki fyrir nokkrum sköpuðum hlut fyrr en millifærslan kemur í gegn. Það verður hins vegar líklegast ekki fyrr en eftir helgi. Ég er bara uppgefin og þoli ekki þessar fjárhagsáhyggjur og óöryggi. En þetta tekur vonandi enda fljótlega, á von á bæði láninu og launum í þessum mánuði sem betur fer.
3 comments:
Elsku Helga mín. Þú ert svo dugleg og ég er svo stolt af þér (eins og ég sagði þér áðan ;D).
Guð er góður og hann vill okkur vel ég trúi því að hann komi til móts við þig og hjálpi þér með að finna lausn á fjárhagsvandamálunum. Mundu að Guð passar uppá að litlu spörvarnir hafi mat, hversu miklu fremur mun hann passa uppá að þú hafir það sem þú þarft á að halda.
Ég hef lært að hafa sem myndtar áhyggjur af fjármálum og biðja fyrir að Guð muni vel fyrir sjá og hann kemur alltaf og hjálpar okkur.
Ég hef þið í bænum mínum á hverjum degi dúllan mín.
Þú ert frábær og yndisleg og ég get ekki beðið að heyra í þér aftur sem allra allra fyrst.
þín vinkona alltaf Fjóla
hæ aftur elsku Helga mín.
Ég varð auðvita alveg veik á þessu Chihuahua tali okkar og fór að skoða ræktendur hér í Virginiu og ann þessa http://www.ahkennel.net/main.htm endilega kíktu og seigðu til hvað þér finnst en ég er rosalega hrifin af Hunter einn af rökkunum bara vegna þess að hann er fallegur. Endilega þú mátt biðja fyrir þessu með mér að ég fái að vita hvað ég eigi að gera.
kv Fjóla
Æi elsku Helga trúi því að þetta valdi þér miklu stressi þegar fjármálin eru ekki góð en vonandi kemur peningurinn inn fyrr en seinna.
Heyrumst sem fyrst
Knús Kristín
Post a Comment