Tuesday, July 20, 2010

Komin til Noregs

Nú er ég komin aftur til Noregs eftir frábæra, en alltof stutta heimsókn til Íslands. Ég hafði í nógu að snúast heima og biðst afsökunar á bloggleysinu. Það var svo gott að fá voffana mína aftur þegar ég kom heim, en annars hefur það verið soldið erfitt. Alltaf smá skellur þegar maður fer frá að vera umkringdur fjölskyldu og vinum allan sólarhringinn í að vera ein með voffunum allan daginn, eða hangsa ein í vinnunni þar sem allt er í rugli. Það lýtur út fyrir að ég þurfi að finna aðra vinnu með haustinu, svo mikil óvissa í vinnunni einsog er. Vandinn er bara að finna vinnu þar sem ég má hafa hundana og er á jafn ídeal stað og þessi búð.
Þrátt fyrir að hafa hlakkað til að fá frí frá skólanum, er ég farin að hlakka til að hann byrji aftur svo heilinn minn fáinú einhverja jákvæða örvun.  Ætlunin var svo að heimsækja Miriam vinkonu mína í Leksvik, en það lítur ekki út fyrir að það geti orðið sökum peningaskorts. Í staðinn fer ég til Lærdal í næsta mánuði að heimsækja Siggu vinkonu sem er að vinna á kaffihúsi þar í sumar. Það verður vonandi gaman, þó ég þurfi að setja voffana í pössun á meðan. 
Mér tókst svo að gleyma húslyklunum heima á Íslandi svo yfirmaður minn þurfti að koma í vinnuna og hleypa mér inn, snemma á laugardagsmorgni, en þeir eru nú á leiðinni með hraðpósti frá Íslandi. Ég ætla svo að skrá Emmu á sýininguna hér í Osló 15 ágúst, sem ég hlakka mikið til.
En það er ekkert mikið meira að frétt af mér í bili, en ég set inn nokkrar myndir frá íslandsheimsókninni:

Mamma og María sætar í Elliðaárdalnum

Flottustu brúðhjónin 

Við Halla

Svo að lokum ein af Helgafellinu

Læt þetta duga í bili en svo er hellingur af myndum á fésinu :D





Monday, June 28, 2010

Systkina Reunion

Ta er eg mætt aftur i vinnuna eftir helgarheimsokn hja Lindu, fyrrum yfirmanni minum og nuverandi eiganda Edhs, brodur Emmu. Hun sotti mig a lestarstødina i Oslo eftir vinnu a laugardag og vid keyrdum heim til hennar i Drøbak, en hun og fjølskyldan bua i svaka flottu husi med storan gard og draumautsyni. Emma og Edh, eda Eddie einsog tau kalla hann, voru ekki lengi ad fara i hørkuleik, en stundum vard æsingur of mikill og vid turftum ad adskilja tau, enda bædi sterkir og dominerandi personuleikar, og hvorugt vildi gefa sig. En audvitad turfti Eddie ad luta lægra haldi, enda ofurhex tarna a ferd, hun litla sæta saklausa Emma min :p Tad vildi svo oheppilega til ad Emma byrjadi ad loda a sunnudaginn, Eddie var ekkert alveg ad fatta hvad væri i gangi, en Border Collie rakkinn teirra var med tetta a hreinu og Emma reyndi nokkrum sinnum ad stinga af til hans. Frodi synir Emmu engan ahuga, en hann var ofurstressadur ef BC inn ætladi nalægt henni og ta urradi hann a hann og sleikti hann i framan a vixl til ad halda honum fra Emmunni SINNI :)
Her koma nokkrar myndir en svo er restin a fesinu.








Tad for audvitad allt i uppnam med pøssun fyrir Emmu utaf lodariinu, en hun atti ad fara til tjuaræktanda sem er med ogelda rakka. Eg setti strax inn auglysingu a tjuaspjallid aftur og tveir budu sig fram a innan vid 3 timum! Ønnur teirra byr i Drammen og ætlar ad na i Emmu litlu i Oslo a fimmtudag. Hun er mjøg fin og a tvær tjuatikur, ønnur teirra er 8 manada og eg held ad hun og Emma gætu ordid finar saman :) Hun a lika 2 ara strak sem er vanur hundum, en Emma elskar børn svo hun verdur ørugglega glød. Ad auki tarf hun ekkert ad vera ein heima :)
Eg er svo ad vinna alla daga tar til eg fer heim, en eg verd daudfegin ad fa fri fra tessari vinnu, enda alveg hlælilegt astand herna! Nu tel eg bara nidur dagana! :D

Saturday, June 26, 2010

Einkunnir komnar og styttist i heimfør!

Eg skelli her inn stuttu bloggi, hef haft i ymsu ad snuast sidustu daga og nu styttist i heimferd, en eg verd komin a astkæra ylhyra landid mitt eftir adeins 6 daga!!! Akkurat nuna er eg i vinnunni ad bida eftir ad starfsfelagi minn komi en hun atti ad vera her fyrir halftima sidan. Astandid her i vinnuni er heldur skrautlegt, en verslunarstjorinn og eigandinn farnir i fri og enginn veit nett hvenær hver kemur tilbaka. Til vidbotar tyndi eigandinn timalistunum fyrir sidasta manud sem hann atti ad skila inn a manudag og eg stend her og reyni ad muna hvada tima eg hef unnid, skithrædd um ad gleyma einhverju :(
Eg hef snuist i ymsu fra sidasta bloggi og for i tjuagøngu a sunnudag i frabæru vedri a rosalega fallegum stad sem heitir Kattås og er i Bærum. Emma og Lilo skemmtu ser vel, og Frodi teirra best tar sem hann stakk okkur af og for ad eltast vid beljur a beit og vorum vid 3 um korter ad na i skottid a otekktargorminum. Ta var eg ordin verulega hrædd enda hætt vid ad bondinn kæmi ut med haglabyssuna, eda hann yrdi hreinlega trampadur nidur af beljuhjørdinni sem var ansi stor og hafdi kalfa. Eg setti myndir ur gøngunni a fesid, en tad er eitthvad vesen med heimasiduna mina tvi tær hlodust ekki allar tangad inn, en eg ætla ad setja inn tvær af tjuaskvisunum her:

Lilo bakpokaferdalangur


A tridjudag for eg a syningartjalfun ad vana i Frognerparken med Emmu mina og hun stod sig med ljoma.

Vid finar i hringnum, fengum reyndar ahorfendur og lofaklapp og japanskir turistar smelltu af myndum.
Eg er svo buin ad fa einkunnirnar:
Luthersk Bekjennelse: C
Kristologi: C
Griska: E
Er anægd med Cin en ætla ad reyna ad fa ad taka griskuna upp aftur :(
Eftir vinnu nuna a eftir fer eg med voffatrioid i heimsokn til Lindu, fyrrum yfirmanns mins og nuverandi eiganda Edhs. Hun byr i Drøbak og getur verid ad eg verdi tar fram a morgundaginn en ta ætla eg ad hitta Marte og Henriette sem voru med mer i bekk i fyrra. Vedrid er rosa gott og myndavelin i farteskinu og vonandi verdur tetta god helgi :)

Thursday, June 17, 2010

Hæho og jibbijeij

tad er kominn 17. juni :D
Tad er vist ekki mikid fagnadarefni fyrir Nordmennina og eg turfti ad drøsla mer i vinnuna einsog alla adra daga! Fyrir vinnu for eg to med voffatrioid til dyralæknis til ad lata taka hvolpatennurnar ur Emmu. Mer var bent a tennan dyralækni av stelpu a tjuaspjallinu, en hann er professor vid dyralæknahaskolann og er med inimini stofu i kjallaranum hja ser. Eg var buin ad hringja i dyralæknastofuna mina og spurja hver kostnadurinn væri vid svona adgerd og tær søgdu mer ad fyrir 4 tennur væri verdid um 4000 og færi hratt hækkandi eftir hversu margar tennur tyrfti ad fjarlægja. Tau vildu eg kæmi fyrst med Emmu i tima sem eg mundi borga 500 kr fyrir og svo boka adgerd. Torje, dyrinn sem eg for til, tok 800 kronur fyrir ad fjarlægja um 8 tennur!!!! Hann var rosa indæll og er vist i sambud med islenskri konu sem er lika dyralæknir svo hann oskadi mer til hamingju med daginn. Svo deyfdi hann Emmu og kom ser beint ad verki a medan eg horfdi a. Tad var alveg merkilegt ad horfa a tar sem hann bara skrapadi burt hvolpatennurnar og dro ut tær sem satu fastar. Hann tok ut allar hvolpatennurnar sem voru eftir fyrir  utan eina, sem hann var ekki viss hvort væri hvolpa eda fullordins. Eg fer ta bara med Emmu aftur til hans ef hun a ekki ad vera tarna. Annars sagdi hann ad bitid væri edlilegt, hun væri med tangarbit nuna sem myndi ad øllum likindum verda skærabit tegar fullordinstennurnar færast framar. Hann skodadi svo hneskeljarnar hennar og sagdi ad tær væru afbragds fastar og finar :D Hann hlustadi hana svo og tar var allt edlilegt. Semsagt allt i ljomandi lagi :D Eg for svo heim med Emmu uppdopada og nu er eg i vinnunni med allt gengid. Emma hefur sofid sidan hun "vaknadi" ur deyfingunni, alveg buin a tvi dullan min. Eg vil svo skra hana a syningu i agust, svo eg ætla ad senda post a Ønnu Jonu til ad vita hvort hun se buin ad sækja um ættbokina hennar!!!
Voffarnir eru svo badir komnir med pøssun medan eg fer heim i juli!! :D Emma fer til tjuaræktanda i Drammen og Frodi til stelpu ur tjuadeildinni sem a tjua og bløndu af tibba og tjua, badar tikur :D
Her er ædislegt vedur og frekar fult ad hanga inni i vinnunni, en tegar eg kem heim er 17. juni veisla i gardinum hja Elsu væntanlega en i fullum gangi og Elsa ætladi ad halda fra fyrir mig disk med islensku lambakjøti, mmmm :)

Monday, June 14, 2010

Kyrrdardagar i Norefjell

Eg er komin heim eftir goda og ad mestu leyti afslappandi helgi i Norefjell. Eg for eldsnemma a laugardagsmorgninum til Nordstrand med hundana i pøssun og var svo samferda Ørnu uppeftir.  Laugardagurinn var allavega mjøg afslappandi, kyrrdar og bænastundir asamt godu spjalli med godu folki var rosalega fint. Eg var med sma innlegg um bænabandid og svo forum vid i gøngu og nutum tess svo ad borda godan mat um kvøldid.
Herna erum eg, Sigrun og Arna. Stal myndinni af Sigrunu :p
A sunnudeginum var planid ad fara i SPA a svaka flottu hoteli uppi Norefjell. Eg ætladi med og fara i heitu pottana, en var audvitad a tur og turfti tess vegna ad bida fyrir utan medan hinar foru inn. A medan eg beid fekk eg sms um ad eg tyrfti ad sækja hundana i Langhus, frekar langt fyrir utan Oslo, en ta hafdi folkid farid tangad an tess ad tala vid mig og fa samtykki. Svo heyrdi eg ekkert meira fra teim tegar eg reyndi ad hringja og fekk nottla alveg panikk, tvilik martrød. Eg var tilbuin ad hringja i løgregluna tegar eg loksins nadi sambandi vid tau og fekk heimilisfangid tar sem eg gat nad i hundana. Samtimis fekk eg alveg hrædilegar frettir ad heiman og tegar ad Arna kom ur SPA-inu badum vid saman. Tetta var semsagt erfidur dagur og tegar eg kom heim bidu eftir mer Lisa og madurinn hennar sem høfdu passad Lilo tangad til eg gæti tekid vid henni. Svoleidis ad nuna er eg med 3 hunda heima! Eg skildi Emmu og Lilo eftir i hvolpagrindinni tegar eg for i vinnuna i dag, vonandi halda tær ofanaf fyrir hvor annari tar til eg kem heim. Emma og Lilo eru svaka vinkonur og leika og kura saman allan daginn, Frodi prins er hins vegar ekki eins spenntur yfir vidbotinni og finnst eiginlega nog um. Tad korrar i honum tegar tær eru med læti og hann flyr uppi sofa tar sem hann korrar ødru hvoru ef tær koma of nalægt med æsinginn!
Tessa viku verdur nog ad gera, en eg er ad vinna a hverjum degi og a morgun fer eg i syningartjalfun med voffana. Eins gott Frodi haldi sig a mottunni, en tad verdur fjør med 3 hunda! A fimmtudaginn hef eg svo fengid tima fyrir Emmu hja dyralækni sem var mælt med a tjuaspjallinu, en eg ætla ad lata taka ur henni hvolpatennurnar sem ekki eru farnar. Hann sagdist taka max 800 fyrir og eg tel tad nokkud vel sloppid, hefdi ørugglega verid lagmark 2000 a dyralæknastofunni minni!
A laugardaginn er svo 17. juni hatid i Nordberg kirkju ad vana, en mer gengur ekkert ad losna vid vaktina mina i vinnunni svo eg efast um ad eg komist :(
Annars hef eg tekid akvørdun um ad klara bara BA i Menighetsfakultetet herna i Oslo og flytja svo heim jafnvel um jolin 2011. Tad er ekki 100% akvedid ennta en eg hugsa eg klari prestnamid heima, annad hvort tad eda fara til USA i MA nam og komi svo heim eftir tad. En væntanlega mun eg flytja fra Noregi i lok næsta ars! Ta mida eg vid ad vinna fram ad jolum herna uti svo eg eigi fyrir einangruninni fyrir voffana og svona. Eg fer svo til namsradgjafa i tessari viku, vonandi, til ad ræda tessi pløn og tarf lika ad athuga med haskolann heima.
Tetta er allavega bænarefni og sømuleidis hafa komid upp alvarleg veikindi i fjølskyldunni sem eg bid ykkur ad hafa i bænum ykkar.

Thursday, June 10, 2010

Komin í sumar"frí"

Síðustu dagar hafa liðið hratt! Ég fór í síðasta prófið á þriðjudag, en það gekk vægast sagt ekki vel :( Vona bara að ég nái svo það verði ekki vesen með námslánin, en ég verð bara að leggja þetta í Guðs hendur og reyna að njóta þess að vera komin í frí frá skólanum í bili!
Ég verð að vinna á hverjum einasta deg út júní eða þangað til ég kem heim 2. júlí (og já, ég er að vinna 2. júlí :p). Kannski mögulega einn sunnudagur þar sem ég á frí! En það þýðir líka að ég vinn mér inn peninga :D :D :D 
Um helgina fer ég svo á kvennadagana í Norefjell og hlakka mikið til. Emma og Fróði fara í pössun til ungs pars í Nordstrand sem ég fann gegnum auglýsingu á netinu. Ég er pínu stressuð að þau séu að fara til ókunnugra en vonandi gengur það bara vel. Emma er auðvitað ennþá ofurgelgja, en hún hefur róast helling síðustu daga og mér finnst ég aftur vera búin að fá góðan kontakt við hana. Ekkert urr eða vesen nýlega heldur, enda er það svo algerlega útúr karakter fyrir hana því hún er svo ljúf og góð. Algert yndi og mér þykir alveg ofsalega vænt litlu kúrimúsina mín. 
Safiyya fer heim til Texas á laugardag, en þar sem ég er í burtu yfir helgina tek ég við Lilo af vinkonu hennar á mánudeginum. Það verður stuð hér á bæ með þrjá voffa, en ég held ég láti Emmu og Lilo vera í hvolpagrindinni meðan ég fer í vinnuna með Fróða kallinn. Er að heiman í max 7 tíma og vona það sé allt í lagi ef ég fer með þær í góðan labbitúr fyrir og eftir vinnu. 
Í dag eru bara 23 dagar þangað til ég kem heim!!! Ótrúlegt hvað tíminn líður! Ég er að vinna í að redda pössun fyrir voffaskrípin, en reikna með að þurfa borga eitthvað fyrir það, þar sem þeir sem ég þekki sem kæmu til greina eru uppteknir þennan tíma í júlí. En ég ætla að setja inn auglýsingu á tjúaspjallið og sjá hvað gerist. En þið megið endilega hafa þetta í bænum ykkar ;)
Hér koma svo örfáar myndir frá heimsókn Kristínu og Fjólu minni þegar þær voru í heimsókn, sakna ykkar nú þegar!
 Fjóla vakin af voffunum :D
Fróði minn í klippingu hjá Fjólu:
Ég ætla að ræna eitthvað af myndunum sem þær tóku og setja á síðuna mína, fattaði að ég tók eiginlega engar myndir sjálf! :p
Svo var pínu myndataka hérna í gær :p
Emma sæta 7 mánaða og 1350 gr.
Svo ein í lokin af sætustu kúrimúsunum mínum :D

Ég læt þetta duga í bili, en næsta blogg verður væntanlega ekki fyrr en eftir helgi þar sem ég fer til Örnu eldsnemma á laugardagsmorgninum og er að vinna til 5 á morgun áður en ég heimsæki Safiyyu til að kveðja hana og Robert áður en þau fara til Texas.


Saturday, June 05, 2010

Próflestur

Ég ætla að koma með stutt blogg hérna í prófatörninni, sökum annríkis verða engar myndir í dag. En ég er á haus í lærdómnum enda skila ég heimaprófi á mánudaginn og fer í mjög erfitt grískupróf daginn eftir. Það var rosalega gaman að hafa Kristínu og Fjólu í heimsókn í síðustu viku, þó að heimsóknin hafi litast soldið af því að ég er í prófastressinu. Lilo litla "is living the good life" hjá Safiyyu, þrátt fyrir að vera alger dramadrottning! Hún öskrar svo hátt þegar Saffiya er að klippa neglur eða setja krem í augað hennar að nágranninn bankaði uppá hjá henni til að athuga hvort hún væri að misþyrma hundinum sínum! Ég hef því víst ekki yfir miklu að kvarta með hana Emmu mína, en hún er reyndar orðin mjög góð að leyfa að kíkja á tennur aftur. Hún er samt ennþá á ofurgelgju og urraði í fyrsta sinn þegar hún var í búrinu og Safiyya ætlaði að stinga hendinni inn. Þar hafði hún farið inn með spennandi bein og vildi hafa það fyrir sig. Ég varð reið og reif hana útúr búrinu og lagði hana á bakið. Hún hætti þessu um leið, en ég er orðin frekar leið á svona atvikum.
Hérna er búið að vera steikjandi hiti og sól alla dagana frá því stelpurnar fóru. Ég hef verið töluvert úti í góða veðrinu að læra, og sit núna í garðinum heima á meðan ég vinn í verkefninu, sem gengur ágætlega. Annars er það í fréttum að Arna, íslendingapresturinn hérna úti, hringdi í mig og sagði mér frá kyrrðardögum fyrir konur sem verða í Norefjell næstu helgi. Sálfræðingurinn sem átti að sjá um prógrammið með henni forfallaðist og hún bað mig að koma í staðinn! Ég er rosalega spennt og glöð að fá þetta tækifæri. Ég fæ einnig meiri vinnu í töskubúðinni í sumar, sem er mikill léttir.
Ég er svo búin að ákveða að skrá mig inní líkamsræktarstöð og æfa þrisvar í viku í sumar, með Safiyyu. Ég er mjög spennt fyrir þessu og vona það gangi vel.
En ég þarf að snúa með aftur að lærdómnum hérna í sólinni!

Friday, May 21, 2010

Heimaprófið hafið

Hér er búið að vera steikjandi hiti síðustu daga og nær ólíft í íbúðinni minni í gær. Í dag er skýjað og um 20 gráður, en ég verð líklega inni mestanhluta dags að vinna í heimaprófinu mínu. Ég fékk semsagt fyrsta prófið mitt í dag og hef viku til að skrifa 4000 orða ritgerð um framsetningu Guðspjallana á Jesú og bakgrunn þeirra í Gamla testamenti Gyðinganna. Mér finnst þetta viðfangsefni spennandi og vonandi næ ég að nota tímann vel og vera effektív núna um helgina svo ég standi ágætlega að vígi þegar stelpurnar koma. Það er alveg rosalegt hvað tíminn líður hratt, en nú eru einungis tveir dagar í að hún Kristín mín komi með Lilo litlu, en sem betur fer eru allir útflutningspappírar komnir í lag!
Mér er svo boðið í mat til Safiyyu og Roberts, mannsins hennar, í kvöld og ég hlakka til. Hér til hliðar er mynd af Safiyyu þegar hún kom í kaffi til mín á miðvikudaginn. Við spjölluðum heillengi, en mér líkar vel við hana, hún er voða hress og skemmtileg. Jæja þá er að hella sér í lærdóminn, wish me luck!

Tuesday, May 18, 2010

Sýningarþjálfun í sól og blíðu

Nú er frábær dagur að enda kominn. Ég hóf þennan dag á að labba niður í skóla í frábæru veðri með voffana, þar sem ég átti fund með grískukennaranum. Þetta var góður fundur og mér finnst ég standa aðeins betur í grískunni núna. Fyrsta heimaprófið í Kristologi nálgast óðum og ég er óneitanlega pínu stressuð, en verð bara að leggja þetta í Guðs hendur. 
Í kvöld fór ég með Fróða og Emmu á sýningarþjálfun sem var haldin í garðinum hjá einni í Chihuahua klúbbnum. Veðrið var alveg geggjað og þarna var fullt af fallegum tjúum og skemmtilegum eigendum. Emma var alsæl og virtist gjörsamlega óþreytanleg þar sem hún lék sér við hina tjúana. Fróði stóð sig líka með sóma, var bara góður og ekki með neitt vesen. Bara virkilega gaman að hafa hann með. Hann þurfti svo að dúsa inní búri meðan ég þjálfaði Emmu, en það gekk alveg rosalega vel. Hún gekk svo fínt í taumnum og var í góðu sambandi við mig allan tímann. Borðþjálfunin gekk líka ljómandi vel, hún styllti sér upp sjálf á borðinu og það var ekkert mál að skoða tennur. Hún var ennþá öruggari en síðast og ég var bara rosalega ánægð með sætu Emmuna mína. Hún verður bara fallegri með hverjum deginum, en ég hlakka svo til að sjá hvernig hún á eftir að þroskast.
En hér koma nokkrar myndir frá þjálfuninni:

 Það eru svo miklu fleiri myndir hérna :)
En nú er bráðum tími að fara í háttinn, á morgun kemur Safiyya, verðandi eigandi Íseyjar, í kaffi til mín og það verður spennandi. Svo er vinna um kvöldið og grískunám að vana svo það er nóg að gera!



Monday, May 17, 2010

Hæ hó og jibbijeij....

...það er kominn 17 maí :D Ég skellti mér niður í bæ í dag að sjá hátíðarhöldin og VÁ hvað það var mikið af fólki!!! Ég tók strætó og ætlaði að hitta Ingvild á lestarstöðinni, en strætóinn komst ekki alla leið út af mannfjöldanum sem var búin að fylla allar götur og torg!!! Ég þurfti því bara að fara út og labba, en Ingvild gekk á móti mér. Hún varí rosa sæt í þjóðbúningnum frá Norður Noregi, þaðan sem hún kemur. 
Við löbbuðum soldið um bæinn, en vorum fljótar að koma okkur úr mestu kösinni á Karl Johan. Emma og Fróði voru auðvitað með í för, en Emma var alveg hörkudugleg. Hún gelti soldið á lúðrasveitirnar fyrst, en var fljót að róa sig niður þegar hún sá að Fróða þótti ekkert um þetta. Á köflum þurfti ég hreinlega að halda á henni af hættu að hún yrði bara troðin undir og á Karl Johan var ég með þau hvort undir sínum handleggnum.
Emma fékk nottla gríðarlega athygli og þá meina ég gríðarlega. Við komumst varla nokkur skref áður en fólk stoppaði okkur til að klappa Emmu og taka myndir.
Hér eru svo fleiri myndir frá deginum.

Það eru svo miklu fleiri myndir hérna :)
Ég fylgdi svo Ingvild heim áður en ég tók t banann heim. 
Nú erum við öll uppgefin, en í kvöld verður bara grískulærdómur og meiri afslöppun.


Sunday, May 16, 2010

Chihuahuaganga í grenjandi rigningu

Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. En á föstudaginn kíkti hún Miriam vinkona í heimsókn til mín og hjálpaði mér að útbúa lestrarplan fyrir næstu daga. Ég hef reyndar ekki fylgt því alveg 100% en er komin ágætlega í gang með að lesa undir grískuna. Fyrsta heimaprófið mitt fæ ég svo á föstudaginn og ég vona að ég komist fljótt í gang með það svo það verði minna stress þegar stelpurnar koma. Í dag er einungis vika þangað til Kristín kemur með Ísey ltilu, eða Lilo eins og hún á að heita á nýja heimilinu. Fjóla kemur svo á þriðjudeginum og vá hvað ég hlakka til að hitta hana!! Það er komið næstum 1 og hálft ár síðan við sáumst síðast, pælið í því!
Ég vona að allt gangi vel með innflutninginn á Ísey, við þurfum að sjá til þess að allir pappírar séu í lagi og leyfið þarf að koma í næstu viku, en Safiyya, verðandi eigandi Íseyjar, ætlar að hringja og ýta á eftir því á þriðjudaginn. Safiyya kemur frá Texas og ég hef spjallað heilmikið við hana bæði í síma og hitt hana og lýst mjög vel á hana. Við ætlum að halda sambandi og ég mun passa Lilo fyrir hana meðan hún fer til Bandaríkjanna í brúðkaup hjá bróður sínum. Þá verður stuð hér á bæ! Vonandi næ ég að dofla hana til að passa hann Fróða minn í staðinn þegar ég kem heim í júlí.
Í dag fór ég svo í Chihuahua hitting í Bærum, þrátt fyrir grenjandi rigningu. Við vorum fjögur sem mættum, samtals fjórir hundar. Við fórum í alveg rúman klukkutíma labbitúr og Emma var alveg þrældugleg að labba. Ég tók örfáar myndir, enda rigndi einsog hellt væri úr fötu og ekki beint myndaveður.

Við rákumst á frosk á leiðinni sem Timmy þótti voða spennandi :)




Posted by Picasa

Við vorum auðvitað öll blaut inn að beini þegar við skriðum innum dyrnar hérna heima og bæði Fróði og Emma búin að sofa síðan. Í kvöld tekur við grískulærdómur og smá afslöppun, en ég er bara gjörsamlega búin á því eftir þessa göngu!
Á morgun er 17 maí, sem er þjóðhátíðardagur Norðmanna svo ég kíki niður í bæ með voffana um ellefu leytið þar sem ég hef mælt mér mót við Ingveld, bekkjarsystur mína. Vonandi verður betra veður, en myndavélin verður allavega með í för :)

Thursday, May 13, 2010

Uppstigningardagur

Í dag fór ég í heimsókn til Camillu minnar en ætlunin var að fara í göngu með voffana og glugga svo kannski aðeins í bækurnar. Veðrið var hins vegar ekkert sérstakt og við hálf rotaðar af frjókarnaofnæmi svo við gerðum hvorugt! Í staðinn kjöftuðum við á meðan hundarnir léku sér á stofugólfinu. Emma var auðvitað himinlifandi að hitta vinkonu sína aftur en Fróði prins sveiflaðist milli þess að leggjast flatur fyrir henni og sýna henni tennurnar. Það gekk samt bara furðuvel og þau léku til og með. Merkilegt að sjá Fróða samt leggjast flatann á bakið fyrir Fríðu og sleika hana í framan, einungis augnablikum áður eða eftir að hann urrar á hana! Ég tók nokkrar myndir til að deila með ykkur :D
 Fróði og Fríða kyssast
Aumingja Fríða hárreitt af litla Chihuahua skrímslinu :p
 Hópmynd (sem Fróði eyðilagði með því að loka augunum)
 Fríða sæta orðin 7 mánaða og 16 kíló
 Vinkonurnar í smá leik
 Dúllurnar
 Fríða í greiðslu hjá Camillu, en hún fær þvílíka flóka í feldinn greyið
Svo fékk Emma klór á magann hjá Torje sínum, en hann er í sér uppáhaldi hjá henni
Fleiri myndir er að finna hér.
Ég er annars svo ánægð hvað það gengur vel að hafa Fróða og Emmu saman, Fróði er mun glaðari eftir að hún kom og þau geta leikið saman endalaust að því er virðist. Ég smellti nokkrum kúrumyndum af þeim og læt eina hingað inn:

Það eru svo fleiri kúrumyndir hér

Í kvöld kíkti svo Miriam til mín og við fórum í labbitúr hérna í hverfinu. Það var rosalega notalegt og veðrið milt og gott. Ég sagði henni hvað ég hef verið stressuð undanfarið og átt erfitt með að læra undir prófin. Hún ætlar að koma til mín á morgun og hjálpa mér að útbúa einhverskonar lestrarplan fyrir næstu daga og ég er mjög þakklát fyrir það. 
Annað áhyggjuefni er hann Fróði minn, en ég er í vandræðum með að finna pössun fyrir hann í júlí á meðan ég fer heim í tvær vikur. Það flækir málin að Fróði getur ekki verið einn heima og því ekki á færi hvers sem er að passa hann. Mamma var að tala um að breyta flugmiðanum mínum og stytta heimsóknina í eina viku, en mig langar svo að geta veirð heima lengur en það. Svo ég væri mjög þakklát ef þið vilduð biðja fyrir að ég finni lausn á þessu og það sem fyrst!
Ég hef þetta ekki lengra í bili en vonandi verð ég duglegari að læra á morgun en í dag :p

Wednesday, May 12, 2010

Sýningarþjálfun

Það má segja að ég hafi átt viðburðarríkan dag í gær, en hann hófst á fundi með Safiyyu Wirther, verðandi eiganda hennar Geisla Vonar Íseyjar sem nú hefur fengið nafnið Lilo. Safiyya kemur frá Texas en við hittumst á kaffihúsi niðri í bæ. Þar sátum við svo í þrjá tíma og spjölluðum! Núna verðum við bara að redda öllu með innflutninginn í tæka tíð svo hún Kristín mín komi nú með Ísey litlu eftir bara eina og hálfa viku! Ég bara trúi varla að það sé svo stutt í að Kristín og Fjóla komi til mín í heimsókn!
Eftir þennan fund fór ég heim og gerði mig klára fyrir sýningarþjálfun með Emmu. Planið var að Fróði yrði hjá Camillu á meðan, en þar sem Frida er með smitandi sýkingu í auganu gekk það ekki og prinsinn minn þurfti að vera einn. Ég hélt ég yrði komin aftur eftir 2 tíma, en þeir urðu fjórir svo ég bað nágrannastelpu um að fara í göngutúr með hann fyrir mig. Hann var svo mjög stressaður þegar ég kom heim, en hafði ekki eyðilagt neitt fyrir utan nokkrar rispur á hurðinni sem hann hefur klórað í.  Ég ætla að prófa að hafa hann einan aftur fljótlega, en bara í mun styttri tíma og ég vona að þessir fjórir tímar hafi ekki valdið bakslagi hjá honum.
Annars var mjög gaman á sýningarþjálfuninni sem var haldin í garðinum hjá einni úr tjúadeildinni. Þarna voru örugglega um 20 tjúar og mikið stuð. Emma var gjörsamlega að tapa sér í fjörinu og virtist óþreytanleg, hljóp í hring eftir hring og lék sér við hina tjúana alsæl. Eldri tík var svo með kjaft við hana og Emma svaraði fullum hálsi svo úr varð pínu slagur!!! Einhver benti mér á að litli hvolpurinn minn væri kannski pínu dóminant :p Já það verður fjör hjá okkur næstu mánuði ég segi ekki annað! En þjálfunin gekk nokkuð vel, sérstaklega seinni partinn því þá var Emma búin að fá út soldla orku og var þess vegna ekki eins áhugasöm um að leika við hina hundana frekar en að ganga fínt í taumnum. Borðþjálfunin gekk líka bara vel. Henni fannst þetta ekkert gaman og ég þurfti að hafa mikið fyrir að halda skottinu hennar uppi en hún lét sig hafa það og var nokkuð góð í tannskoðuninni líka. Hún sýnir sig annars rosalega vel, er ofboðslega stolt og strækar svaka pósur án þess einu sinni að ég þurfi að gefa skipun :) Ég hlakka mikið til að sýna lengjuna mína næst þegar færi gefst :D
Í dag er prófalestur og vinna á dagskránni og vonandi get ég verið ofur effektív!

Saturday, May 08, 2010

Loksins komin aftur

Eg akvad ad flytja mig hingad aftur, tar sem eg var oanægd med hitt bloggid einsog vanalega :p En eg mun setja sidu inna heimasidunna mina sem mun beina ykkur beint hingad svo tad er ekki jafn mikid flakk og vesen og venjulega. Tetta er svona desperate tilraun til ad koma mer aftur i gang med ad blogga. Eg vona tid seud ekki bara buin ad gefast uppa mer. En eg set tilkynningu a fesid hvert sinn sem eg set inn færslu og tar verdur beinn linkur hingad :D
Timinn lidur svo hratt nuna tvi profin eru ad nalgast. Fyrir mikla nad og miskunn hef eg fengid leyfi til ad taka heimaprof i tveim af føgunum, en ta skrifa eg 4000 orda ritgerd sem eg hef viku til ad ljuka vid. Fyrsta profid/ritgerdarverkefnid fæ eg 21 mai, og tarf tvi ad skila tvi 28 mai. Eg verd tess vegna ad vinna i tvi tegar stelpurnar koma i lok mai. Næsta verkefni fæ eg 31 mai, daginn sem Fjola fer, og skila tvi inn 7 mai. Eg er tvi allavega i frii Eurivision helgina :D Einungis tveim døgum eftir ad skila inn seinna verkefninu tekur vid griskuprof tann 9 juni. Eg er tess vegna ad læra undir tad nuna. Eg held eg hafi aldrei verid jafn illa stødd namslega og tennan vetur samt. Hef verid ad kljast vid sterkan kvida og tessi ønn hefur verid verulega erfid. Eg vona bara ad eg nai tessum profum og hlakka til tegar tetta verdur allt yfirstadid.
I dag er yndislegt vedur uti og eg er føst i tungu lofti og leidindum i tøskubudinni allan lidlangann daginn. Eg hef soldlar ahyggjur af vinnunni framundan, enda tyrfti eg ad vera i frii a medan a profunum stendur, eg bara veit ekki hvernig tad a ad ganga upp :( Tad er alltof mikid alag a mer, hef gridarlegar ahyggjur af naminu og fjarmalum og eg er svooo treytt.
Nanasta vinkona min herna uti hefur verid ad kljast vid mjøg alvarleg andleg veikindi og mer finnst eg bara einangrast meir og meir. Tad er svo engan veginn sjalfsagdur hlutur ad hafa fjølskyldu og vini innan kallfæris, eda ad borda ekki allar sinar maltidir einn fyrir framan sjonvarpid.
Svona ti lad enda tetta blogg a ljosari notum ta gengur mjøg vel med Emmu litlu sem er ordin hushrein og er svo yndisleg og skemmtileg mømmustelpa. Hun og Frodi eru rosa godir vinir, eiga til ad kita ødru hvoru audvitad, en semur annars alveg einstaklega vel. Mig langadi rosalega ad syna Emmu a Chihuahuarasespesialen her i mai, en tad er i midri profatørninni svo tad gengur tvi midur ekki :( En eg hef skrad okkur a syningartjalfun engu ad sidur og hlakka mikid til ad fara a hana næsta tridjudag :)