Fjóla er nú komin með hana Hnetu sína í hendurnar! Mikið rosalega samgleðst ég henni! Hneta er algjör feitabolla og ofsa leikglöð, kelin og skemmtileg. Hér fyrir neðan er mynd af litlu prinsessunni (sem ég stal af blogginu hennar Fjólu án leyfis):
Hún er algert æði og ég hlakka til að kynnast henni betur.Annars hef ég verið á kafi í vinnu, meira og minna fyrir utan fimmtudaginn, sem átti að heita frídagur. Ég hef verið að vinna í jólahreingerningu heima hjá mér og það hefur kostað svita og tár, skal ég segja ykkur. En loks í kvöld sá ég afrakstur erfiðisins. Allt er orðið tandurhreint og fínt (eða svona hérumbil allt) og ég er búin að planta smá jólaskrauti í hillurnar og gera voða kósí. Ég kveikti svo á milljón og einu kerti og ákvað að nú gæti ég boðið fólki að koma í heimsókn. Fjóla kíkti til mín um áttaleytið og við röbbuðum smá. Moli var með, Fróða til ómældrar gleði. Svo kom Kristín með voffana sína og vakti mikla lukku hjá Trítlu og Fróða og mér að sjálfsögðu. Við fórum í smá göngutúr áður en ég dró þreyttar lappir hingað í vinnuna um ellefuleytið.
Ég ætla taka fram að ég er búin að breyta stillingunni sem var óvart á gestabókinni minni þannig að nú geta allir skrifað comment og ekki bara fáir útvaldir!
Svo, kæru vinir, endilega nýtið ykkur það!
Góða nótt, þið sem eruð svo heppin að vera á leiðinni í háttinn.
Ég ætla að reyna að koma mér fyrir í dúkkusófanum hérna frammi og gera heiðarlega tilraun til að láta fara vel um mig....
2 comments:
Hæ hæ :)
Ég reyndi að skrifa áður en þú breyttir stillingunum en gat ekki :(
Hvað er þetta annars... ertu að fara til Noregs á næsta ári? Loksins þegar ég er hætt flakkinu, byrjar þú aftur... hehe
Við verðum að fara að hittast bráðum, svona gengur ekki... ég reyndi að hringja í þig í gærkvöldi en gekk ekkert...
kveða & knús
Æ, ég veit, þetta er hrikalegt ástand! Ég var einmitt að hugsa til þín núna í morgun og að ég saknaði þín. Heyri kannski í þér í dag :)
Knúsikveðja, Helga
Post a Comment