Wednesday, November 14, 2007

Nýtt blogg og nokkrar staðreyndir um mig

Jæja, þetta er nú búið að vera meira vesenið! Ég var með 2 blogg og gat skráð mig inná hvorugt, svo ég gafst bara upp og bjó til nýtt! Ég ætla að reyna að vera dugleg að skrifa núna, hvort sem einhver les þetta eða ekki!
Gríðarlega margt hefur á daga mína drifið frá síðustu bloggfærslu (sem ég skammast mín of mikið til að opinbera hvenær var skráð).
Hér eru nokkrir punktar:
Ég er hætt hjá Dýralandi og vinn núna á Sambýli fyrir fatlaða í Kópavoginum.
Ég á 2 hunda: Fróði, 2ja ára Tíbet Spaniel hundur

Trítla, 1 árs Chihuahua tík án ættbókar

Framtíðarplön mín eins og er:
Fara til Noregs í kristilegan háskóla, nánar tiltekið Fjellhaug, næsta haust.

Jæja, það sem er að gerast núna í dag:
Fjóla, vinkona mín er að fá sér Papillon hvolp um helgina og á morgun kíkjum ég og Kristín með henni í dýrabúðir að versla eitthvað þarft fyrir litlu tíkina.


Þetta er litla sponsið sem ég fór með Fjólu að skoða á mánudaginn. Hún er alveg himnesk og yndislega falleg. Það verður því stuð næstu vikur í hundagöngum þar sem Kristín er líka nýbúin að fá sér rosa fallega Papillon tík sem heitir Aris.
Annars hef ég í nógu að snúast þessa dagana! Ég er núna á næturvakt og fann mér ekkert betra að gera en ákkúrat þetta! Ég talaði við Maríu systir í klukkutíma í dag og það var virkilega gaman að heyra frá henni. Hún gerði mig enn spenntari fyrir framtíðarplönum mínum um nám í Noregi. Ég er að vonast til að geta farið og heimsótt skólann fljótlega eftir áramót, en ætla að senda umsókn sem fyrst. Svo er bara að bíða, biðja og sjá.
Út í allt aðra sálma þá eru nú 2 tíbbagot í gangi og ég er alveg veik. Annarsvegar er það hálfsystir Fróða og hins vegar frænka hans. En ég held ég sé nú ekki að fara að bæta við mig öðrum þverhaus! Allavega ekki í bráð.
Jæja, nóg skrifað!
Góða nótt.

1 comment:

Fjóla Dögg said...

Svakalega er ég glöð með að þú ert farin að blogga aftur.
Hlakka til ða fara með þér á morgun ;)

Knús
Fjóla og Moli (Bráðum Hneta :D)