Monday, November 19, 2007

Stórinnkaup

Dagurinn byrjaði með bænastund hjá Fjólu (bara við tvær), sem var virkilega notaleg og Guð blessaði okkur ríkulega með nærveru sinni. Þvínæst versluðum við helling af PetEdge
handa ofdekruðu ferfætlingunum okkar. Meðal annars splæsti ég heilum 5,99 dollurum í jólapeysu handa Trítlu:Þess má geta að jólatréið blikkar!

Þá tók við ganga að Rauðavatni með Kristínu og hundunum hennar. Fróði var ekki sérlega friðsamur í þeirri göngu og taldi nauðsynlegt að rífa kjaft við alla hunda á svæðinu. Afmælisveisla nr. 2 tók svo við hjá múttu og þar var mikið um kræsingar eins og hennar er von og vísa.

1 comment:

Fjóla Dögg said...

takk æðislega fyrir daginn í gær og fyrradag.
Ég á að fá sendan samnnginn fhrá Magneu í dag hún æltðai að senda hann í gær en mailið mitt var með vesan.
Mér heyrist þetta allt vera að ganga upp með Hnetu ;)

Love you
Fjóla