Friday, November 16, 2007

Age is mind over matter!

Afmælisdagurinn hennar mömmu var bara mjög vel heppnaður. Ég gaf henni snilldarlegt kort sem ég fann í Garðheimum sem á stendur: "Age is mind over matter. If you don't mind it doesn't matter" Hérna er mynd af kortinu:

Þetta fannst mér nottla bara tær snilld og mömmu líka. Svo gaf ég henni fallega skál með mynd af hana. Svo sátum við öll familían (fyrir utan Maríu auðvitað) og tróðum okkur út af Pizzu og franskri súkkulaðitertu með rjómaís.
Ég var á næturvakt síðustu nótt og voffarnir hjá mömmu og pabba að vana. Mér til mikillar mæðu hafði Fróði haldið vöku fyrir foreldrum mínum í nótt með endalausu gelti og rápi. Ég hef töluverðar áhyggjur af þessu og ætla að hafa samband við atferlisfræðing eftir helgi.
Annars er nú annar skóli kominn inn í myndina. Það er Menighets Fakultet í Osló. Mér líst vel á þennan skóla, því hann bíður uppá ansi fjölbreyttar námsleiðir í Guðfræðinni auk þess sem nám í honum er örugglega metið hérna heima. Svo spillir ekki að hann er sá ódýrasti hingað til .
Ég er núna að reyna að afla mér upplýsinga um alla skóla á Norðurlöndunum sem hafa góða Guðfræðikennslu og ætla svo út að skoða þá sem koma helst til greina uppúr áramótum.
Fjóla og Marisa eru að kom í heimsókn núna á eftir svo ég læt þetta gott heita í bili.

No comments: