Monday, November 26, 2007

Að ganga á vatninu

Ég hef ekki afrekað mikið meira um helgina en það að vaka þegar ég vil sofa og sofa þegar ég vil vaka. Það reyndist heilanum mínum ofviða að snúa sólarhringnum svona við og hann brann yfir í nótt. Nú er ekkert á milli eyrnanna á mér, annað en höfuðverkur.
Ég talaði þó við við Siggu í kvöld, áður en bruninn átti sér stað. Við spjölluðum um framtíðaráætlanir, en hún stefnir á skóla í Osló, líkt og ég er að íhuga. Reyndar ekki fyrr en þarnæsta haust, en við gætum þá allavega leigt saman þegar hún kæmi. Ég varð að sjálfsögðu ennþá spenntari fyrir því að fara út, en Sigga er að reyna að sannfæra mig um að fara í Fjellhaug fremur en MF. Það verður bara að koma í ljós hvað verður fyrir valinu og ég bið bara Guð að leiða það. Það olli mér hins vegar töluverðu hugarangri þegar hún sagði mér hún héldi að hundar væru hvergi velkomnir í fjölbýlishús í Osló. Ég vona að þetta sé misskilningur, því það er nóg fyrirhöfn í kringum hundana nú þegar, þ.e. við að flytja með þá út, án þess að þetta bætist við í ofanálag.
Meðfylgjandi mynd lýsir þessari krísu minni snilldarvel!


Ég verð að viðurkenna að samfara spennu og tilhlökkun við að fara út kemur kvíði og óöryggi. Það eru svo margir óvissuþættir og svo ótalmargar flækjur sem þar að greiða úr áður en ég færi út. Stundum verður þetta bara alltof yfirþyrmandi og ég ýti þessum plönum tímabundið úr huga mér. Læt sem ekkert sé á meðan ég ýti þessu þunga hlassi á undan mér. Ég hef ekki verið nógu dugleg að leita til Guðs með þetta allt saman því um leið og ég vil vera í vilja Hans óttast ég hver sá vilji gæti verið. Óttast að hann samræmist ekki mínum vilja og að ég þurfi að sleppa taki á einhverju sem ég vil ekki sleppa. Óttast að ég þurfi að treysta Guði þegar ég vil fremur treysta á eigið hyggjuvit. Svo er það óttinn við að vera ein. Ég veit að Guð er að kalla á mig að ganga á vatninu, og ég vil gera það, nema bara án þess að þurfa að stíga útúr bátnum.
Jæja, ekki löguðu þessar pælingar höfuðverkinn, en ég hvet ykkur endilega til að biðja fyrir þessu, ég vær mjög þakklát fyrir það.
En þar sem þetta var svolítið þungt hjá mér í þetta skiptið ætla ég að enda á einhverju léttu, eða skopmyndinni hér að neðan sem lýsir svo vel hvernig mér líður núna!



3 comments:

Anonymous said...

Elsku Helga ég mun biðja fyrir þessu á hverju kvöldi og við Davíð munum hafa þig í bænum okkar alltaf.
Takk fyrir að vera til og vera frábærust. Ég veit að þetta er það sem Guð vill að þú gerir þú þarft bara að fara út úr bátnum ;).
Ég skil þig svo vel með að vilja gera það sem Guð hefur áætlað að þú gerir en þú ert á sama tíma hrædd við það ég er nákvæmlega eins eins og ég sagði þér áðan.
Ég á eftir að sakna þín óendanlega og ef ég fengi að ráða færir þú ekki neitt nema til Flórída með mér og Davíð ;) en það er því miður aðeins of eigingjarnt af mér.
Ég mun biðja fyrir þér dúlla og hlakka til miðvikudagsins.

Kær kveðja Fjóla, Moli og Hneta (óperusönkona;))

Helga said...

Elsku Fjóla mín, takk fyrir það. Það er mér mikils virði að þið biðjið fyrir mér. Þið eruð bæði svo frábær og mér þykir orðið svo vænt um ykkur bæði. Það verður hrikalega erfitt að þurfa að vera svona langt í burtu frá þér, Fjóla mín. En hver veit hvað Guð hefur í hyggju handa okkur, leiðir okkar liggja kannski saman aftur fyr en við eigum von á :)

Anonymous said...

Vonandi segi ég nú bara. Annars vona ég að þú heimsækir mig og ég heimsæki þig og svo hittumst við á Íslandi :D.

Love you

Fjóla Dögg