Tuesday, November 20, 2007

Guð er góður!

Jæja, gærdagurinn fór í að skipta um dekk og telja dósir. Svo að sjálfsögðu YD KFUK fundurinn, en þar fórum við í leiki og mætingin var góð. Í dag var ég í vinnunni til 3, en því miður þurfti hann Fróði minn að dúsa útí bíl mestallan daginn þar sem pössunin fyrir hann klikkaði og enginn komst að ná í hann. Ég reyndi þó að bæta honum þetta upp með því að lofa honum að hitta Nölu sína og þau fengu að hlaupa og leika sér í góða stund. Já, og ekki má gleyma að hann fékk að sitja inni hjá sála, á leðurbekknum, hvorki meira né minna! Minn var einsog höfðingi allan tíman og hallaði gáfulega undir flatt meðan við sáli röbbuðum saman.
Ég fékk verulega ánægjulegar fréttir í gær. Hún Fjóla mín fær hvolpinn sem hana langar svo í! Ég samgleðst henni innilega. Guð er svo sannarlega góður og Hann hefur bænheyrt hana í þessu einsog öðru. Vona bara og bið að allt gangi vel þegar hún fer og nær í litlu dúlluna á morgun. Er sjálf að deyja úr spenningi yfir þessu. Í kvöld var ég með vitnisburð á AD fundi KFUK. Mamma var fundarstjóri og bað mig um þetta á síðustu stundu, svo ég var algerlega óundirbúin, en þetta gekk ágætlega þrátt fyrir það. Heiðrún blessaði okkur svo með yndislegu frumsömdu lagi og texta sem hún flutti svo fallega fyrir okkur.

Ég ætla að enda í dag á smá skopmynd (sem er sérstaklega ætluð Fjólu):



1 comment:

Fjóla Dögg said...

Ha ha ha.
Veistu ég er enþá svona blind en ég held ég sé að batna ;).
Hlakka til að hitta þig á morgun. Ég ætla ekki að láta hana hitta hunda alveg strx ekki fyrr en eftir helgi í fyrstalagi :).
Takk fyrir allt Helga þú ert bestustustust ;D

Fjóla, Moli og Hneta ;9