Ég fór í ansi hressandi göngu í frostinu með Fjólu og Mola í morgun. Hún endaði svo í bakaríinu og að lokum heima hjá Fjólu. Vinnan tók svo við um 13:30 og er ég nýkomin úr henni. Það var mikið að gera, en í lok dags fórum við með heimilisfólkinu í partý á öðru sambýli. Það var mjög gaman og sérstök upplifun að ófatlaðir voru þar í minnihlutahóp og í raun bara soldið útúr. Nú er ég dauðþreitt og ætla í háttinn, en snemma í fyrramálið kíki ég til Fjólu til að biðja með henni fyrir að hún fái Papillon hvolpinn sem hana langar í, en margt hefur gengið á sem virðist mæla gegn því.
Jæja, ég ætla að enda með bæn sem ég samdi fyrir um 13 árum síðan:
Guð gefi ykkur góða nótt
og góða drauma að dreyma,
svo megi þið nú sofa rótt
og öllu illu gleyma.
Jæja, ég ætla að enda með bæn sem ég samdi fyrir um 13 árum síðan:
Guð gefi ykkur góða nótt
og góða drauma að dreyma,
svo megi þið nú sofa rótt
og öllu illu gleyma.
No comments:
Post a Comment