Prófið nálgast óðum svo undanfarna daga hefur verið nóg að gera. Á fimmtudaginn fórum við í skoðunarferð í þrjár kirkjur með skólanum. Við byrjuðum á að fara í Fíladelfíu, og áhugaverðar umræður mynduðust útfrá þeim spurningum sem voru bornar fram. Næst var það kaþólsk kirkja, ég átti reyndar erfiðast með að halda einbeitingunni í þeirri heimsókn því presturinn talaði útí eitt um nákvæmlega það sem maður gat lesið í námsbókinni. Síðast var heimsókn í rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna og það var mjög áhugavert. Veggirnir voru þakktir með íkonum af Jesu og Maríu og ýmsum dýrðlingum. Altarið sjálft var lokað af og gert var ráð fyrir að fólk stæði í Guðsþjónustunni. Eftir á fórum við á indverskan veitingastað og fengum góðan mat. Á föstudaginn fór ég í próf í Norsk Kurs, sem gekk bara vel og daginn eftir fór ég til Höllu. Við skröppuðum smá milli þess sem ég las í námsbókunum. Í gær fór ég svo á aðventuhátíð í Nordberg kirkju sem var á vegum Íslendingafélagsins og íslenska söfnuðarins hér í Osló. Það var mjög fínt að hlusta á svona mörg jólalög sungin á íslensku og eftir "messuna" var boðið uppá rúgbrauð með hangikjöti, kleinur og vínarbrauð og annað gotterí. Ég og Halla settumst við borð með Sakaríasi, en hann var þarna með Markús son sinn. Það var svaka fínt að hitta þá feðga loksins og Markús er algjör hjartabræðir. Eftir samkomuna fór ég svo heim með Höllu og borðaði Pizzu heima hjá Örnu.
Í dag ætla ég að taka til heima og setja upp aðventuljósin sem ég keypti á 29 krónur í Nille. Svo ætla ég að lesa um Hindúismann og skrifa glósur en Camilla ætlar að taka Búddismann og svo ætlum við að hittast og kenna hvor annarri. En á morgun ætla ég til námsráðgjafa og spurja hana hvort hún hafi ekki einhver ráð handa mér við próflesturinn.
Annars var ég að tala við Maríu og Johnson kallinn er kominn heim eftir tveggja daga spítalavist. Hann er víst með liðagigt og sýkingu í þörmunum og má ekki fara út næstu tvær vikur greyið.
En ég ætla að hefjast handa við tiltektina og lesturinn.
Guð geymi ykkur
3 comments:
Hæ Helga sætasta
Ég er búin með fyrsta tónleika daginn Jibbí :D.
Það er nóg að gera hjá þér eins og mér sé ég. Þú ert bestust ekki g´leyma því og já þetta próf.... þú Rúllar því upp ekkert að vera ða kvíða því neitt ;)
Love you and miss you heeps
Fjóla og Molinn sinn
Takk fyrir þetta fallega komment, Fjóla mín :D
Sakna þín líka.
Risaknús frá mér og Fróða sætasta.
Oo það er svo stutt í að þú komir heim :D
Ef ég þekki þig rétt þá á prófið ekki eftir að vera neitt mál fyrir þig veit að þú stendur þig ;)
Kristín og voffarnir
Post a Comment