Heil og sæl öllsömul. Þetta hefur verið ánægjuleg helgi hjá mér. Í gær kom Halla í heimsókn, eftir að ég hafði legið yfir bókunum mínum allan daginn milli þess sem ég þvoði sirka 30 kíló af þvotti. Halla kom færandi hendi með tvær kjúklingabringur. Við gerðum úr því ljúffengan rétt, sem heitir því frumlega nafni Camebert kjúklingaréttur. Halla ætlaði svo að taka lestina heim síðar um kvöldið, en þegar við komum á lestarstöðina hafði öllum lestarferðum verið aflýst ótímabundið. Svo við trítluðum bara heim til mín aftur og blésum lífi í vindsængina mína sem Halla svaf á síðustu nótt. Í dag fórum við langa göngu með Fróða í skóginum. Við skelltum okkur svo á bíó á Get Smart sem var svaka skemmtileg mynd. Nú er ég á leið í háttinn enda klukkan margt, en á morgun er lesdagur svo það er nóg að gera.
Ég ætla að enda á skemmtilegu myndbandi sem segir af fólki sem tók að sér ljónsunga sem það fór svo með aftur til Afríku þar sem það aðlagaðist ljónahóp. Fólkið fer svo og finnur ljónið aftur þrátt fyrir að vera ráðið gegn því þegar það er orðið leiðtogi hjarðar sinnar á sléttum Afríku.
Ég ætla að enda á skemmtilegu myndbandi sem segir af fólki sem tók að sér ljónsunga sem það fór svo með aftur til Afríku þar sem það aðlagaðist ljónahóp. Fólkið fer svo og finnur ljónið aftur þrátt fyrir að vera ráðið gegn því þegar það er orðið leiðtogi hjarðar sinnar á sléttum Afríku.
4 comments:
Frábært að þú hafir Höllu hjá þér ég veit hvernig það er að vera einmanna er búin að vera það smá sérstaklega þegar ég hef ekki þig og ekki pabba og mömmu og afa og ömmu. Ég er samt með Davíð minn en hann er bara svo upptekinn.
Knús dúlla
Jahérna, það er kannski spurning hvort maður fái sér eitt stykki ljón í garðinn! Gott að þú ert að njóta lífsins þarna úti, livin' la vita loca!
Við Lára erum flutt í nýju íbúðina okkar og líka mjög vel, hún er alveg frábær.
bestu kveðjur til fróða
Fjóla: Já, ég er svo fegin að hafa Höllu hérna. En ég sakna þess hræðilega að hitta þig ekki Fjóla mín og fara í göngur með voffana.
Kári: Já, ljón er málið. Er þetta ekki svo stór stúdentaíbúð sem þið eruð með? Til hamingju með flutninginn!
vá, var við það að skæla bara þegar ég sá myndbandið!
Sakna þín, kannski maður kíkji einhverntíman í heimsókn til þín :)
Post a Comment