Ég fór í skólann í dag og náði þar tali af Claudiu sem er námsráðgjafi. Ég sagði henni frá því sem fór á milli mín og alþjóðlega námsráðgjafans og áhyggjur mínar varðandi tungumálanámskeiðið. Hún sagði mér að hafa ekki áhyggjur, þetta væri eldri þýsk dama sem væri mjög nákvæm og hefði þegar of mikið af verkefnum á sínu borði. Hún sagði jafnframt að hún og allir vildu gera allt sem til þyrfti svo ég gæti komist í gegnum þennan erfiða tíma í skólanum. Hún var mjög vingjarnleg og mér leið miklu betur eftir að tala við hana. Ég fór svo á bókasafnið og prentaði út eldri próf til að undirbúa mig undir prófið á föstudag. Ég tékkaði líka á póstinum mínum, en þá hafði Alþjóðlegi námsráðgjafinn svarað og sagði mér að ég mætti taka þátt í norskunámskeiðinu. Ég rakst á þýsku vinkonu mína á safninu, en við ákváðum að vera samferða í norskunámskeiðið á föstudag. Hún er alveg að drukkna í fyrirlestrum og bókum sem hún þarf að lesa.
Þegar ég kom heim beið mín ófögur sjón. Fróði hafði nagað stóran hluta úr dyrakarminum í litla plássinu sem hann var lokaður inní.
Hann var búinn að naga og æla í bælið sitt til skiptist svo ég þurfti að þrífa bælið hans líka og hreinsa helling af sagi af gólfinu.
Þið getið séð myndir af skemmdunum á myndasíðunni minni.
Þegar ég kom heim beið mín ófögur sjón. Fróði hafði nagað stóran hluta úr dyrakarminum í litla plássinu sem hann var lokaður inní.
Hann var búinn að naga og æla í bælið sitt til skiptist svo ég þurfti að þrífa bælið hans líka og hreinsa helling af sagi af gólfinu.
Þið getið séð myndir af skemmdunum á myndasíðunni minni.
Ég gerði ekki neitt, mamma. Alveg satt!
Þetta var allavega versta aðkoman hingað til og nú verð ég að finna einhverja lausn sem fyrst. Enginn hefur haft samband af þeim þrem sem hafa tekið númerið mitt og netfang af auglýsingunni minni.
Guð hlýtur að hafa einhverja lausn á þessu, kannski þarf ég bara að sækja um undanþágu svo ég geti haft hann með mér í skólann, ef það er þá mögulegt.
Þetta var allavega versta aðkoman hingað til og nú verð ég að finna einhverja lausn sem fyrst. Enginn hefur haft samband af þeim þrem sem hafa tekið númerið mitt og netfang af auglýsingunni minni.
Guð hlýtur að hafa einhverja lausn á þessu, kannski þarf ég bara að sækja um undanþágu svo ég geti haft hann með mér í skólann, ef það er þá mögulegt.
4 comments:
Jii það er ekkert smá. Hundurinn sem mamma átti þegar hún var lítil nagaði sig í gengum hurðina :0
Kristín og voffarnir ;)
úff úff úff, Helga, thetta er rosalegt, elsku kallinn, komst hann út úr búrinu¿?. Thad hlýtur ad koma lausn i thetta fljotlega. Annars segji ég bara allt gott, og heyri í ther almennilega tegar eg kem heim fra Spáni.
Bestu kvedjur Fjóla og Davíd
Já, þetta er ekki gott ástand!
En ég hlakka til að heyra frá þér þegar þú kemur heim, Fjóla.
Jahérna, fróði var flótur að uppfæra sig uppúr lökunum og í tré! Hann er allavega alveg búin að mastera þetta sakleysis útlit, maður verður að gefa honum það!
Gott að þú færð vonandi að fara í þetta norskunámskeið, gott líka að hafa þennan þjóðverja, þú getur alltaf miðað við að vera miklu betri en hann í norksu!
Post a Comment