Ég mætti í norskutíma í morgun og það gekk alveg rosalega vel. Kennarinn var mjög fínn og hún var svaka hrifin að ég væri frá Íslandi. Ég stóð eflaust best að vígi í þessum hóp, en með mér voru 3 stelpur frá þýskalandi, ein frá Suður Afríku, ein frá New York, ein frá Rússlandi og svo strákur sem kom frá Tékklandi.
Ég þurfti að fara fyr úr tímanum því að prófið byrjaði korter yfir 12. Þegar ég mætti fyrir framan stofuna mína hafði myndast löng röð nemenda sem voru að fara í prófið. Ég þurfti að sýna skilríki, kvitta mig inn og út og í prófinu skrifaði ég á pappír sem var í þríriti. Ekkert smá formlegt, mér leið eins og ég væri að fara að taka stúdentspróf! Það voru margir rosa stressaðir, en ég var alls ekkert að farast. Prófið gekk bara mjög vel, að mér fannst. Ég veit nottla ekki hversu nákvæmur kennarinn er en ég vona að ég fái sæmilega einkunn. Ég er allavega ekki smeik við að falla á því og dauðfegin að vera búin að þessu!!! Ég var vakandi til 3 í gærkvöldi að læra og vaknaði kl. 7 til að halda áfram að lesa. En nú er komin helgi og næsta vika veruð vel pökkuð af fyrirlestrum og eflaust nóg að gera. Eftir prófið fór ég á lestarstöðin í Majorstuen og hitti Ástu Haralds. Hún var með þrennar buxur til mín frá múttu þar sem mínar voru orðnar of stórar. Takk mamma xxxxx
Helgin verður bara afslöppun. Ég er reyndar að spá í að kíkja aðeins í bæinn á morgun, bara svona mér til gamans.
Það hefur einhver tekið niður auglýsinguna mína fyrir Fróða pössun hér í blokkinni, svo ég ætla að útbúa nýja á morgun og setja mynd með.
Ég er núna alveg búin á því er að glápa á imbann og njóta þess. Mér tókst reyndar að brenna mig á míní steikarofninum mínum áðan svo baugfingur vinstri handar er í klakabaði.
Ha de bra!
Ég þurfti að fara fyr úr tímanum því að prófið byrjaði korter yfir 12. Þegar ég mætti fyrir framan stofuna mína hafði myndast löng röð nemenda sem voru að fara í prófið. Ég þurfti að sýna skilríki, kvitta mig inn og út og í prófinu skrifaði ég á pappír sem var í þríriti. Ekkert smá formlegt, mér leið eins og ég væri að fara að taka stúdentspróf! Það voru margir rosa stressaðir, en ég var alls ekkert að farast. Prófið gekk bara mjög vel, að mér fannst. Ég veit nottla ekki hversu nákvæmur kennarinn er en ég vona að ég fái sæmilega einkunn. Ég er allavega ekki smeik við að falla á því og dauðfegin að vera búin að þessu!!! Ég var vakandi til 3 í gærkvöldi að læra og vaknaði kl. 7 til að halda áfram að lesa. En nú er komin helgi og næsta vika veruð vel pökkuð af fyrirlestrum og eflaust nóg að gera. Eftir prófið fór ég á lestarstöðin í Majorstuen og hitti Ástu Haralds. Hún var með þrennar buxur til mín frá múttu þar sem mínar voru orðnar of stórar. Takk mamma xxxxx
Helgin verður bara afslöppun. Ég er reyndar að spá í að kíkja aðeins í bæinn á morgun, bara svona mér til gamans.
Það hefur einhver tekið niður auglýsinguna mína fyrir Fróða pössun hér í blokkinni, svo ég ætla að útbúa nýja á morgun og setja mynd með.
Ég er núna alveg búin á því er að glápa á imbann og njóta þess. Mér tókst reyndar að brenna mig á míní steikarofninum mínum áðan svo baugfingur vinstri handar er í klakabaði.
Ha de bra!
6 comments:
Já gott að lærigrírnn er kominn í gang, sofa 3 og vakna 7, það er metnaðurinn!! Gott að heyra að þú færð smá frí frá þessari sól þarna, ég var orðinn hræddur um að hún myndi bara skína allan tímann!
Mundu, ekkert minna en 10,5 á hverju prófi!
Bestu kveðjur
Gott að það sé gaman hjá þér :)
Varðandi góða veðrið Kári, þá var nú gríðarlega gott veður hér fyrsta og annann september ;)
Gangi þér vel í skólanum og ekki gleyma að hafa gaman =D
Bestu kveðjur,
Hjalti og María Erla
Já, ég verð samt að segja að ég er ekki alveg að fíla þetta nýja lúkk á síðunni, hún er alltaf svona 2 mínútur að opnast núna!
Þú átt öruglega eftir að fá mjög gott í prófinu :)
Góða helgi það sem er eftir af henni...
Kristín og voffarnir
Kári: Já, það er gott að vera laus við þessa árans sól. Og já, þolinmæði er dygð Kári minn. (samt skrítið hún opnast og strax hjá mér, hmmm....)
Hjalti og María Erla: Jeij, komment frá ykkur!!! :)
Kristín, takk fyrir það :)
P.S. Hjalti, ertu ekki búinn að sjá daglega Garfield neðst, hann er spes fyrir þig svo þú munir að lesa :)
Post a Comment