Thursday, September 18, 2008

Laufin falla

Heil og sæl. Ég ætla að skrifa hér nokkrar línur áður en ég opna skruddurnar. Ég kveið soldið fyrir deginum í dag því að ég vissi að ég þyrfti að skilja Fróða eftir heima því í dag var ég í Seminargruppe.
Ég drattaðist á lappir klukkan sex til að far með Fróða í labbitúr áður en ég færi í skólann. Ég labbaði aðeins aðra leið í skóginum en venjulega. Í ca 3 mínútna fjarlægð frá íbúðinni minni er skíðaskáli og lítil skíðabrekka og lyfta inni í skóginum. Þar sá ég lítinn rauðan ref með hvítan brodd neðst á halanum. Hann var afskaplega sætur og mjög forvitinn um mig og Fróða. Hann þorði samt ekki að koma of nálægt, heldur sat í skíðabrekkunni og fylgdist með okkur.


Ég var auðvitað ekki með myndavélina mína, hann hann var mjög svipaður þessum á myndinni hér að ofan.

Þegar ég kom heim úr skólanum stoppaði ég aftur á dýralæknastofunni, því ég ætlaði að hitta á einn dýralækninn sem var afar hjálpleg í að ráðleggja mér með aðskilnaðarkvíðann hans Fróða. Hún gaf mér númerið hjá stelpu sem fer með hunda í labbitúr á meðan maður er að heiman, og ég ætla að athuga hvað hún tekur fyrir þetta. Ef það er ekki of dýrt gæti verið að ég nýti mér það á föstudögum þegar fróði þarf að vera lengst einn, eða frá 7:30-14:00.
Ég sagði henni frá því að Fróði fær svona aðskilnaðarkvíða nokkuð oft yfir daginn þegar við erum heima. Tungan fer að lafa, hann skelfur og geltir jafnvel og hleypur í hringi ef ég t.d. fer á klósettið eða fæ mér að borða. Hann vaktar hverja einustu hreyfingu og er mjög taugastrekktur. Þessi kvíðaköst vara í allt að 15 mínútur í hvert sinn og það er alveg hrikalegt að horfa uppá þetta og það er ekkert sem ég get gert til að róa hann.
Dýri ráðlagði mér að kaupa DAP ól sem hann hefur nú um hálsinn allan sólarhringinn í mánuð. Þetta eru svona róandi ferómón eins og hvolpar fá úr móðurmjólkinni.
Þegar ég kom heim í dag var Fróði furðu fljótur að róa sig eftir að ég kom heim. Ég smellti DAP ólinni strax á hann og hann hefur sofið síðan. En dagurinn í dag og á morgun munu skera úr um hvort þetta hafi tilætluð róandi áhrif fyrir litlu dúlluna mína.
Dýri benti mér svo á að það er hundagarður í göngufjarlægð frá mér í skóginum þar sem fólk leyfir hundunum sínum að hlaupa lausum og ég ætla að fara og finna hann um helgina.
Ég sá svo svona snilldar hundapoka sem ég bara VERÐ að eignast.
Þegar ég fer með Fróða í T bane og strætóana er oft svo troðið af fólki að ég verð að halda á honum, því annars mundi hann bara troðast undir. Það er ekkert létt að halda á þessari litlu bollu og þess vegna væri bara snilld að vera með svona á sér!
En í dag er nóg að gera. Ég þarf að gera verkefni fyrir norskutímann á morgun og lesa hellings helling í hinum ýmsu fögum.
Ég er svo að byrja á Kristendommshistorie verkefni sem á að skila 2. október. Þá á ég að velja mér sálm úr norsku sálmabókinni og fjalla um þann tíma þegar hann var skrifaður og Guðfræðina þá.
Haustið er afar fallegur tími hér í Osló. Það bókstaflega rignir laufum að allskyns stærðum og gerðum og litum inní skóginum og loftið úti er afar ferskt og hressandi. Ég ætla að muna eftir myndavélinni í næstu göngu.

Ha en god dag!

2 comments:

Anonymous said...

Hehe fyndin poki ;)

Kristín, Sóldís og Aris

Anonymous said...

Ónei helga, þessi poki er hrikalegur! Maður sér meira að segja hvað módelið skammast sín að þurfa stand með hann þarna á þessari mynd!
Flottur rebbi, ég bíð enn þolinmóður eftir að fá netið svo ég geti farið að hefja líf mitt aftur, tal er ekkert rosalega fljótt að redda öllu