Ég er búin að lesa í allan dag og það sér varla högg á vatni. Ég vona bara að ég nái að fara yfir allt þetta efni fyrir föstudaginn. Fróði ákvað að vera varðhundur í dag og láta mig vita í hvert sinn sem einhver labbaði framhjá glugganum mínum. Hann fékk þó ekki þau laun sem hann hafði eflaust vonast eftir fyrir þessa vinnu.
Fróði hefur haft það náðugt í dag. Honum var soldið kallt eftir baðið sem ég skellti honum í í morgun svo ég bjó vel um hann í rúminu mínu.
Svo brá hann á smá leik og ég smellti þessari mynd af honum
Ég heyrði svo í Höllu Marie í dag á MSN. Hún er að koma til Noregs á mánudag og verður hér fram að jólum. Hún mun búa í Trollåsen sem er ca hálfa leið til Ski þar sem Klara og Sævar búa, s.s. bara svona 10 mínútur með lest, sem er bara æði.
Ég ætla að halda áfram með lesturinn, en fleygi inn færslu fljótlega.
Fróði hefur haft það náðugt í dag. Honum var soldið kallt eftir baðið sem ég skellti honum í í morgun svo ég bjó vel um hann í rúminu mínu.
Svo brá hann á smá leik og ég smellti þessari mynd af honum
Ég heyrði svo í Höllu Marie í dag á MSN. Hún er að koma til Noregs á mánudag og verður hér fram að jólum. Hún mun búa í Trollåsen sem er ca hálfa leið til Ski þar sem Klara og Sævar búa, s.s. bara svona 10 mínútur með lest, sem er bara æði.
Ég ætla að halda áfram með lesturinn, en fleygi inn færslu fljótlega.
3 comments:
Krúttleg mynd af Fróða :)
Gangi þér vel að lesa skvís heyrumst
Kristín, Moli, Sóldís og Aris
Jæja gott að þú ert kominn í gang með að lesa!
Fróði hefur greinilega þurft á mikilli hvíld að halda eftir þessa erfiðu vinnu, hlýtur að afla þér gríðarlegra vinsælda í blokkinni líka þegar hann lætur fagra rödd sína hljóma allan daginn!
Haha, já. Þetta er erfitt líf fyrir hann. En hann er í hundakórnum hérna í blokkinni, það er sópran hérna fyrir ofan og alt hægra megin við mig.
Post a Comment