Sunday, September 07, 2008

Letihelgi

Þetta hefur verið ansi letileg helgi hjá mér. Ef ekki væri fyrir Fróða hefði ég eflaust ekki stigið fæti út úr húsi alla helgina. Ég dröslaðist loks á lappir um hádegisbil í dag, eftir miklar fortölur. Mér til varnar hefur Fróði ekki verið hótinu betri. Ég var að reyna að finna útúr hvað á að lesa fyrir Kristendoms historie á morgun, en án árangur. Það er löng vika framundan, fyrirlestrar á hverjum degi og eflaust nóg að lesa. Ég er ekki alveg laus við kvíða, ekki síst vegna þess að Fróði minn þarf að vera einn heima.
Ég ætla að lesa smá Joyce Meyer áður en Ekstrem oppussing USA byrjar (þið megið geta hvaða þáttur það er)

P.S. Ég hringdi í Emilie sem var með mér á Biblíuskólanum og hún kemur í mat til mín á þriðjudagskvöldið.

3 comments:

Kári said...

Já, það er nóg að gera í skólanum hjá okkur báðum. Fyrsta háskólaprófið mitt er á þriðjudaginn og ég veit eiginlega ekkert við hverju ég á að búast.
En já það er aldeilis hvað þú þekkir bara alla í Noregi núna, einhver frá biblískólanum og halla flutt líka, þú gætir bara alveg eins verið í Reykjavík!
Ég veit þú átt eftir að fara létt með þessa skólaviku, þú hefur alltaf verið góð að lesa. Fróði er stór strákur (eða svona..) hann reddar sér í gegnum daginn!
Bestu kveðjur

PS: það þarf ekkert að fagna kommentum frá mér eins og frá Hjalta, ég skil það alveg... heldur engin myndasaga sér fyrir mig...

Helga said...

Jibbý! Komment frá Kára!!! :)
Ég vona þér gangi vel í prófinu, Kári. Ég biðst afsökunar á þessu með Gretti, ég verð að setja eitthvað spes fyrir þig ;)

Anonymous said...

Æi já sumir dagar eru bara svona letidagar. Getur verið gott að eiga stundum þannig daga =)
Heyrumst

Kristín og voffarnir