Monday, September 08, 2008

Nóg að gera

Ég fór í skólann í dag með hrikalegan höfuðverk því mér gekk svo illa að sofna síðustu nótt. Kannski vegna þess að ég freistaðist til að horfa á Lethal Weapon í sjónvarpinu í gærkvöldi þegar ég ætlaði að fara að sofa. Ég þurfti bara að mæta í einn tvöfaldann tíma í dag og í hléinu fór ég og spjallaði við námsráðgjafa, því ég þurfti að skipta um verkefnahóp svo ég geti verið með í norskunámskeiðinu.
Kennarinn okkar í Kristendomshistorie, Oskar Skarsaune virkar bara ágætur. Það er allavega ekki svo erfitt að skilja hann miðað við Nýja testamentis kennarann.
Eftir að ég kom heim hef ég verið að lesa fyrir NT forelesning sem er á morgun. Það gengur alveg svakalega hægt hjá mér, enda er þetta mjög fræðilegt mál. Ég þarf án gríns að fletta öðru hvoru orði upp og samt skil ég ekki alltaf samhengið. Þannig þið getið ímyndað ykkur hversu hægt þetta gengur hjá mér. Þess á milli hef ég verið að taka aðeins til hérna því að Emilie kemur á morgun. Ég hef ákveðið að elda fyrir okkur kjúklingarétt sem var einn sá auðveldasti sem ég fann. Ekki það, ég gæti samt klúðrað honum.
Það er farið að kólna svoldið þessa dagana og eitthvað er ofninn hjá mér ekki að skila sínu því það er skítakuldi hérna. Sem betur fer hef ég Fróða til að hlýja mér, en hann er meira að segja hættur að vilja liggja á gólfinu!

3 comments:

Hjalti said...

Hehe þú eldar kjúklingaréttinn örugglega með stæl :D

Flott hjá þér að hafa Garfield of the day á síðunni :D

Brjálað að gera hjá okkur... en svona er það bara stundum.

b.k. Hjalti & María Erla

Fjóla Dögg said...

Hæ hæ Helga

Ég er komin hem frá Spáni og er ég því svo rosalega fegin með. Ég sakna þín og þyrfti að hringja í þig fljótlega og spjalla saman

Kær Kveðja Fjóla og Moli

Helga said...

Hjalti og María: ég vona að hann verði ætur. Hjalti, ég vissi að þú yrðir sáttur með Gretti :)
Fjóla: Mikið er gott að þú sért komin heim aftur Fjóla, þá getum við spjallað á MSN. Ég er búin að sakna þín líka. Þetta er búið að vera soldið erfiður tími hjá mér og Fróða.
Hlakka svo til að heyra í þér :)