Saturday, August 30, 2008

Önnur lestrarvika hafin

í gær mætti ég tímanlega í skólann fyrir norskuprófið sem átti að vera klukkan 9:30. Því miður var ekki nokkur maður sem kannaðist við þetta próf, og alþjóðlegi stúdentaráðgjafinn ekki við svoleiðis að ég gat ekkert gert nema setjast við borð og læra áður en fyrirlesturinn minn byrjaði kl. 12:15. Ég settist hjá bekkjarsystur minni og við spjölluðum soldið saman. Mesta snilldin var þó sú að ég hringdi í númer þar sem auglýstar voru notaðar skólabækur og hitti stelpu í skólanum sem var að selja bækurnar sínar. Ég fékk því allar námsbækurnar á 2.400 krónur (norskar, Kári minn :)) í stað 5.600 króna. Ég var alveg í skýjunum með það. 
í dag var sól og steikjandi hiti að vana. Ég fór út að labba með Fróða í blíðunni og við trítluðum útí búð að kaupa smá laugardagsgúmmelaði. Þegar ég kom heim settist ég útí sólina með góða bók. Um fimmleitið þegar ég var að labba með Fróða í skóginum hringdi Klara í mig og bauð mér í mat. Ég og Fróði tókum því lestina til þeirra klukkan sex. Íris náði í mig á lestarstöðina. Hún og Thomas og Helena litla borðuðu með okkur svakalega góðan mat og súkkaliðís með dæmkúlum í dessert. Það var alveg rosalega fínt. Klara hrósaði Fróðalúsinni í bak og fyrir  því hann var svo stilltur. Helena mátti gera allt við hann, datt meira að segja einu sinni óvart ofaná hann og Fróði lagðist bara á bakið og horfði á hana með stórum brúnum augum. Klara sagði að ég ætti bara að fá vottorð hjá sálfræðingnum mínum um að ég þyrfti að hafa með Fróða með í skólann útaf kvíðanum og svona. Annars eru þrír búnir að taka miða með númerinu mínu og netfanginu varðandi pössun fyrir Fróða. Ég vona að einhver hafi samband fljótlega. 
Helena er rosa skotta. Alltaf voða gaman og nóg að gera hjá henni. Algjört krútt. 
Fróði er með hausinn ofan í tómum nammipoka, en hann fékk blautmat í dag í tilefni nammidagsins mikla. 
Ég fékk svo skilaboð frá Emilie á Facebook, en hún var með mér á Biblíuskólanum í Englandi. Síðast þegar ég vissi bjó hún í Bergen en mér til mikillar ánægju hefur hún nú flutt Ski sem er í ca tuttugu mínútna fjarlægð með lest. 
Nú sit ég og glápi á kassann, en fer fljótlega í háttinn. Á morgun ætla ég að vera dugleg að lesa fyrir Biblíuprófið og kannski kíkja í hundagarðinn með Fróða ef veðrið er gott.

Thursday, August 28, 2008

Kassarnir eru komnir!

Það er ekkert lítið sem ég hef afrekað í dag. Eftir morgunmat og heita sturtu settist ég við skrifborðið mitt og las í norsku Biblíunn og svaraði spurningum. Um hádegisbil lagði ég svo af stað upp í pósthús aftur. Ég var sirka hálftíma á leiðinni í steikjandi hita og sól. Sem betur fer voru allir kassarnir búnir að skila sér aftur á pósthúsið svo ég rúllaði þeim út og inn í leigubíl sem keyrði mig heim. Ég borgaði 130 norskar krónur fyrir ómakið, og sparaði mér þar með í kringum 300 krónur norskar sem ég hefði annars þurft að borga sendlinum frá póstinum. 
það var svo ekkert annað að gera en að taka uppúr kössunum. Ég var að framá kvöld enda fjórir stórir kassar. En þetta hófst allt saman og ég setti í leiðinni saman skúffur til að setja í hillusamstæðuna mína. Ég er svo ánægð með mig og líka bara hvað þetta gekk allt vel að lokum. Nú er ég komin með mínar ástkæru bækur, sem ég hef saknað svo, föt, myndir og bangsa og margt fleira. Fróði fékk heila skúffu í eldhúsinnréttingunni undir allar ólarnar og taumana og þá er ekki minnst á hilluna sem hann á inná baði undir sjampóin sín og hreinlætisvörurnar. 
Á morgun þarf ég að mæta snemma í skólann svo Fróðinn minn þarf að vera einn lengur en ég hefði viljað. Ástæðan fyrir því ku vera sú að ég á að mæta í norskupróf í fyrramálið áður en fyrirlesturinn minn byrjar. Jeij! Annars er einhver búinn að rífa af miða með númerinu mínu varðandi pössun fyrir Fróða, svo þið megið endilega biðja fyrir því að sá hinn sami hafi samband við mig. Eða bara að lausn finnist á þessum vanda. 
Jæja, ég ætla að kíkja aðeins í Biblíuna áður en Everybody loves Raymond byrjar. 
Takk fyrir allar bænirnar, þarf er svo greinilegt að þær hafa haldið mér uppi síðustu tvær vikur.

Wednesday, August 27, 2008

Póst Vesen

Ég labbaði á pósthúsið í dag. Það tók mig ca 45 mínútur. Þar var ég í hálftíma að reyna greiða úr svakalegri flækju. Niðurstaðan varð sú að á morgun löbbum ég og Fróði aftur á pósthúsið og tökum leigubíl heim með kassana þrjá sem bíða mín þar. Því næst tók ég trykken til Sjømannskolen því ég ætlaði að fara í Ekeberg hundagarðinn. Því miður var það fýluferð þar sem ég fann ekki garðinn, en ég og Fróði löbbuðum samt um í góðan hálftíma í skóginum með útsýni yfir Oslo. Ég tók svo trykkinn alla leið niður í miðbæ þar sem ég fann Bok og Media sem er kristileg bókabúð á tveim hæðum. Þar eigum við að kaupa skólabækurnar okkar. Ég keypti hins vegar norska Biblíu til að hafa fyrir skólann. Í kvöld tókst mér að setjast niður í klukkutíma og læra sem var mjög gott. Einbeitingin hefur ekki verið neitt sérlega góð hjá mér síðustu daga, enda svo margt sem hefur gengið á. 
Þið megið endilega biðja fyrir mér að mér takist að sigrast á námskvíða og einebeitingarleisi og öðru sem skemmir fyrir. 
Ég ætla að setja hér inn texta, sem snerti við mér. Hann er fyrir 17. ágúst í dagatalinu mínu, eða daginn sem mamma fór og ég var ein eftir hér í Noregi. Ég skrifa versið á íslensku, en hinu hendi ég bara inn á ensku, vona það sé í lagi. 

,,Verið ekki fégráðug en látið ykkur nægja það sem þið hafið. Guð hefur sjálfur sagt: Ég mun ekki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig"

In the midst of our sufferings, it can often be difficult to glimpse the glory to come. Suffering is so immediate and can seem so permanent that we can easily lose sight of the big picture. The pain can be so crushing and our hearts can be so broken that we just don't understand why!... When I don't understand why, I trust Him because... God loves even me!
Are you hurt because you've thought that if God truly loved you, you would be exempt from pain and problems and pressure? Lay your hurts at His nail-pierced feet - and trust Him because He loves even you!

Textinn er úr bókinni Why: Trusting God when you don't understand eftir Anne Graham Lotz

Ég vona að þessi texti megi vera ykkur sú huggun sem hann hefur verið fyrir mig. 
Guð blessi ykkur og gefi ykkur góða nótt.

Tuesday, August 26, 2008

Money, money, money.....

Í dag trítlaði ég uppá dýralæknastofuna í rigningunni með Fróða þar sem hann var búinn að klára 2ja kílóa Hills pokann sem ég keypti fyrir hann þegar við komum til Noregs. Þar með hófust ævintýri dagsins. Á dýralæknastofunni bað ég þá að geyma pokann fyrir mig þar sem kortið mitt virkaði ekki. Því næst labbaði ég til Hauketo sem er næsti bær við Nordstrand. Á leiðinni prófaði ég að setja kortið mitt í hraðbanka en gat ekki tekið út. Ég kíkti svo inní Hundabúðina Din Beste Venn og keypti blautmat fyrir Fróða til bráðabigða ef ég hefði ekki strax efni á þurrmatnum. Ég fór svo á lestarstöðina á Hauketo og tók lestina niður í járnbrautarstöðina í Oslo. Þar prófaði ég kortið í 5 mismunandi hraðbönkum án árangurs. Ég var farin að örvænta nokkuð og ég og Fróði orðin þreytt og sársvöng. Það átti að vera búið að opna fyrir kortið svo þetta leit fremur illa út. Ég átti erfitt með að vera róleg og treysta Guði, en að sjálfsögðu hefði ég átt að gera það. Í sjötta hraðbankanum gat ég tekið út 600 kr. sem bjargar mér alveg í bili. Guði sé lof fyrir það. 
Ég fór því beint í SPAR, matvörubúðina rétt hjá mér og keypti fulla körfu af mat handa mér áður en ég fór og keypti matinn handa Fróða. 
Ég tróð mig því út af Lasagna og káli á meðan Fróði gleypti blautmatinn næstum í einum bita. 
Í kvöld ætla ég að reyna að vera dugleg að lesa fyrir prófið. Á morgun þarf ég svo að finna lausn á því hvernig ég get komið kössunum mínum á pósthúsinu í Nordstrand heim til mín. 
Guð blessi ykkur og gefi ykkur góðan dag. 

Monday, August 25, 2008

Ferðin til Nordmarkskapellet

Ferðin um helgina var mjög fín. Ég var svo gjörsamlega búin á því þegar ég kom heim í gær að ég bara orkaði að segja ykkur frá henni þá. Ég lagði semsagt af stað á laugardagsmorgni. Ég nennti 
ómögulega að dröslast með búrið hans Fróða m
eð mér, og þegar ég kom í strætóinn uppgötvaði ég að í stressinu hafði ég farið út á sandölunum. Þetta gerði mér nokkuð erfiðara fyrri í eins og hálfstíma gönguna í gegnum skóginn og að Nordmarkskapellet, sem sést hér til vinstri.
Við vorum 
ca 20 frá skólanum og flestir nýnemar einsog ég. Veðrið var alveg geggjað allan tíman og á laugardeginum fór ég í gönguferð með hinum nemendunum. 


Þegar við komum til baka kom ég mér fyrir í   svefnskála
num     mínum (á myndinni
til vinstri), en þeir voru tveir. Það hafði verið tekið 
ákvörðun um að þeir sem væru með hundaofnæmi gætu sofið í hinum svefnskálanum, svo ég fékk að hafa
 Fróða hjá mér inní herbergi með fjórum öðrum stelpum svo ég var mjög án
ægð með það. Við fórum svo í leiki og spjölluðum og borðuðum góðan mat saman á laugardeginum. Um kvöldið var svo kvöldvaka og það vara svaka kósí. Ragnhild, önnu
r leiðtoganna var með hugvekju og Sigurd, maðurinn hennar spilaði
undir á píanóið meðan við sungum sumarbúðarsöngva.Fróði fékk auðvitað svolitla athygli enda bara sætastur. 
Á sunnudeginum sátum við mestmegnis útí sólinni að spjalla. Ein stelpan sem var með mér í herbergi býr líka í Nordstrand og hún benti mér á hundagarð í Osló þar sem ég fariðmeð Fróða og hann hlaupið laus. Ég ætla að prófa það núna í vikunni, ef veðrið verður gott, þar væri svo gaman fyrir hann að hitta einhverja voffa til að leika við.
Hér er reyndar 
soldið mikið af Dachshund, eða 
pulsuhundum og þeir eru bara sætir. Fróði er líka mjög hrifinn af þeim. Annars sátum við mestmegnis úti á sunnudeginum og borðuðum hádegismat og spjölluðum.  

Ég verð líka að setja inn mynd af klósettinu þarna, en það er hið frumstæðasta sem ég hef nokkru sinni séð. 
Við héldum svo heim um tvöleytið. Það var alveg steikjandi hiti og ég var orðin svaka þreytt að bera farangurinn minn. Strákurinn í hópnum sem ég var í (við vorum 5) bauðst til að halda á svefnpokanum mínum og það bjargaði mér alveg. Ég er svakalega fegin að ég komst með í þessa ferð. Mér leist bara mjög vel á þessa krakka og það var mjög gaman að spjalla við þau. 

Ég svaf svo framundir hádegi í dag enda alveg búin á því. Ég kíkti svo í póstkassann minn og sá að þar beið mín hellingur af bréfum. M.a. kortið frá Kristínu, kortið frá Kaupþingi - það sem Lára sendi mér fyrst og er búið að loka, svo það hjálpar því miður ekki, og svo þónokkrar tilkynningar frá pósthúsinu í Nordstrand um að kassarnir sem ég sendi mér væru komnir. Ég hringdi á pósthúsið til að vita hvort ég gæti fengið þá senda heim, en það er því miður ekki hægt nema maður sé með kreditkort, svo ég verð að finna eitthvað útúr þessu á morgun. 
Ég hef þetta ekki lengra í bili, en vona að þið eigið góðan dag :)

P.S. það gekk eitthvað illa með þessir myndir, en þið getið séð þær stærri á myndasíðunni minni, www.flickr.com/helgublogg

Saturday, August 23, 2008

Ég er að fara í Nordmarkskapellet!

Ég er að fara að pakka núna því ég fékk leyfi til að hafa Fróða með mér til Nordmarkskapellet um helgina. Hann má s.s. vera með en ég á helst að hafa hann úti eða í klósettbyggingunni, svo ég hugsa ég verði að dröslast með búrið hans með mér, en frá lestarstöðinni er rúmlega klukkutíma ganga í kapelluna í gegnum einhvern skóg. 
Takk fyrir allar bænirnar og ég vona þið eigið ánægjulega helgi. 

Friday, August 22, 2008

Ferð til Nordmarkskapellet um helgina

Ég vaknaði upp við hræðilega martröð í morgun en fljótlega tók önnur raunverulegri við. Það er að setja litlu músina mína inní búrið. Hann hristist og skalf eins og lauf í vindi. Ég var örugglega tíu mínútur að setja hann inn í búrið, hann streittist svo á móti. 
Ég fór því með hálfum hug í skólann í dag. Fyrsti fyrirlesarinn var Hanna Birgitte, en hún er frá Suður Noregir og talar mállýsku sem gæti allt eins verið kínverska fyrir mér og notast ekki við powerpoint. Hryllingur semsagt. Í hádegishléinu fékk ég mér grjónagraut í mötuneytinu og settist hjá tveim stelpum á mínum aldri. Við fórum að spjalla, á ensku, þá hafði önnur þeirra verið skiptinemi í USA í eitt ár á skólastyrk. Þær voru báðar rosalega fínar og það var svakalega fínt að sitja þarna og kjafta við þær, svo fínt reyndar að grauturinn minn varð kaldur og ég kom 10 mínútum of seint í tímann. Þær bentu mér á að það yrði norsku námskeið fyrir alþjóðlega nemendur einhverntímann á önninni. 
Næsti tími var hjá Kristinu sem er heldur skiljanlegri og notar powerpoint. Thank God. Eftir tímann fór ég uppí Studenta móttökuna til að spurjast fyrir um norsku námskeið. Áður en ég náði að segja annað en að ég héti Helga og væri frá Íslandi stóð konan upp og tók í hendina á mér og bauð mig velkomna. Hún héti Klara og hefði talað við mig í símann. Næst spurði hún mig hvort ég væri ekki komin útaf norskunámskeiðinu. Ég átti ekki til orð. Hvernig í ósköpunum vissi hún það!? Hún sagði að það væri svo flott hjá mér að fara bara beint í djúpulaugina og vera ekki í sérprógrammi með hinum alþjóðlegu nemendunum. Hún var búin að senda mail á international coordinatorinn og vonandi næ ég tali af henni í næstu viku. Í dag var verið að gefa helling af dóti í skólanum til að auglýsa ýmis fyrirtæki. Ég fékk dömubindi, pakkasúpur, uppþvottaduft og allskonar dót. 
Um helgina er ferð til Nordmarkskapellet sem er svona svipað og Vatnaskógur hér hugsa ég. Ég hringdi í þann sem sér um ferðina og spurði hvort Fróði mætti koma með. Hann sagðist ekki vita það, en héldi ekki en benti mér á að fara á heimasíðuna og athuga. Ég hringdi og sendi email, en enginn svaraði. Svo ég er orðin nokkuð svartsýn á þetta. Þið megið endilega biðja Guð að opna einhverj leið fyrir mig að komast þangað. 


Thursday, August 21, 2008

Heimilisfang, Sími og Netfang

Ég ætla bara að setja hér inn aftur símanúmerið og heimlisfangið mitt svo það sé aðgengilegt þeim sem vilja. 

Heimilisfang:

Helga Kolbeinsdóttir
co Liv Sissel Løvik
Herregårdsveien 8B
1168 Oslo
Norge

Íbúðarnúmerið er 208 en ég hugsa að það þurfi ekki að fylgja með. 

Símanúmerið mitt er:
0047 91008366

Netföng:
helgakolbei@msn.com
helga.kolbeinsdottir@yahoo.com

Skiptir litlu hvort þið notið, ég tékka bæði daglega. 

Verið svo í bandi ;)

Góður skóladagur

Þakka ykkur öllum fyrir bænir ykkar og hughreystingarorð. Það er nokkuð ljóst að dagurinn í dag var afleiðing alls þessa. Það var reyndar erfitt að vana að setja litla laufið mitt inní búr áður en ég fór í skólann, en þegar þangað kom gekk allt mjög vel. Ég fékk aðstoð við það sem ég þurfti og það allra besta var að ég fann útúr því hver væri námsráðgjafinn fyrir BA nemendurna í Guðfræði, s.s. mig. Ég fór og talaði við hana í allavega svona þrjú korter og það var alveg frábært. Hún var afskaplega elskuleg og útskýrði helling fyrir mér. Mér leið svo miklu betur eftir að tala við hana. Ég sagði henni frá kvíðanum og að það væri búið að vera erfitt þessa fyrstu daga í skólanum og hún sagði að ég mætti koma og tala við hana hvenær sem er. 
Þegar ég kom heim var hitinn eflaust kominn upp í 28 gráður. Ég og Fróði fórum í langa göngu í skóginum og það var rosalega fínt. Við vorum reyndar bæði bitin í bak og fyrir af hinum ýmsu norsku pöddum. Þegar við vorum eiginlega nýkomin innúr dyrunum heyrði ég svaka læti og svo kom þessi líka hellidemba, þrumur og eldingar og læti. Það var reyndar heldur óheppilegt því í dag var þvottadagur og ég þurfti að hlaupa ca 5 ferðir fram og tilbaka upp í þvottahús í grenjandi rigningu. 
Nú er ég komin heim og uppí rúm og Fróði kúrir við hliðina á mér. 
Klukkan er að verða hálfátta og komin tími á pakkasúpuna. 
Guð blessi ykkur

Wednesday, August 20, 2008

Erfiður skóladagur

Jæja, þá er ég aftur komin í bloggstellingarnar. 
Dagurinn í dag var vægast sagt erfiður. Ég átti svo erfitt með að skilja kennarana í tíma í dag og fannst ég svo algerlega útúr. Ég fór tvisvar inná bað og lokaði mig inni, því ég bara gat ekki haldið aftur af tárunum. Það er svo hrikalega vont að sitja inní tíma og skilja ekki helminginn. Svo eru allir að skrifa eitthvað niður sem ég veit ekki hvað er og virðast vera með allt á hreinu. Ég hef ekki talað almennilega við neinn í skólanum ennþá, enda hef ég bara notast við norskusuðuna mína hingað til sem er vægast sagt takmörkuð. 
Til að bæta gráu ofan á svart gat ég engar bækur keypt í dag, þar sem ég hafði ekki pening og þær kosta soldið mikið meira en ég reiknaði með. 
Svo ég sendi sms á múttu og hún og pabbi hringdu þegar skólinn var búinn. 
Allavega, ég er alveg svakalega þreytt núna. Rétt orkaði að fara í smá labbitúr með stubbinn minn áður en ég kom mér fyrir uppí rúmi og kveikti á imbanum. Fróði var reyndar ekki eins slæmur í dag eins og í gær. Ég er að vona að þetta fari batnandi. 
Á morgun ætla ég að mæta snemma í skólann og reyna að ná tali af námsráðgjafa, auk þess sem ég þarf aðstoð við að notfæra mér innranetið í skólanum.
Ég vona bara að morgundagurinn verði betri, því mig langaði helst að taka fyrsta flug heim eftir daginn í dag. 
Þið megið endilega biðja fyrir mér, að ég megi eignast einhvern vin sem getur hjálpað mér og að skólinn á morgun gangi vel. 

Tuesday, August 19, 2008

Skrautlegur dagur

Dagurinn byrjaði á hræðilegum magaverkjum sem meinuðu mér að mæta í morgunmessuna klukkan 10. Ég var frekar svekkt, en dröslaðist svo í skólann kl. tvö því mér skildist að þá ætti ég að mæta í tíma. Það reyndist hin mesti misskilningur en tíminn hafði verið klukkan tólf. Þetta var þó ekki alger fýluferð því kennarinn var enn við og ég náði þess vegna tali af honum. Hún útskýrði fyrir mér að það væru tvær námsleiðir sem ég þyrfti að velja um. Nr. A væri að taka alla kúrsana í einu, vinna nokkur hópverkefni á önninni og fara svo í eitt próf úr þeim öllum. Nr. B er að taka einn kúrs í einu, skila einstaklingsverkefni úr hverjum fyrir sig og fara svo í þrjú próf i desember. 
Ég hugsa að ég velji kost A, þar sem þá á ég meiri möguleika á að kynnast hinum nemendunum og læra norskuna betur. Einnig er gott að hafa stuðning af öðrum í verkefninu. 
Ég fór líka og spurðist fyrir um hvort leyfilegt væri að hafa hunda í skólanum. Það er því miður einungis leyfilegt ef maður getur sýnt fram á að maður þurfi á því að halda. 
Það kemur mér reyndar ekkert rosalega á óvart. Hins vegar uppgötvaði ég mér til mikillar gleði að stundataflan mín er ekki alveg rétt, heldur er ég skráð í enn kúrs umfram það sem ég á að vera í. Svo það eru ekki margir langir skóladagar þar sem Fróði þarf að vera lengi einn heima. 
Ég er annars búin að setja upp auglýsingu hér í blokkinni eftir einhverjum sem væri til í að passa Fróða fyrir mig á daginn. hér er soldið af eldra fólki sem er kannski mikið heima á daginn og þætti gott að hafa félagskap. Fjóla stakk uppá að setja upp auglýsingu á dýralæknastofunni og ég ætla að gera það í vikunni líka. 
Seinnipartinn komu Klara og Sævar og fóru með mér að skila ofninum sem ég keypti í Oslo á laugardaginn. Það gekk allt vel og ekkert mál að fá að skila honum og fá nýjan. Klara keypti líka handa mér diskamottur og kerti á borðið sem er mjög sætt. Ég nýtti líka tækifærið og keypti þvottakörfu, sem ég hefði annars þurft að drösla í lestina. 
í kvöld vígði ég nýja ofnin og hitaði í honum restina af pizzunni sem ég og mamma pöntuðum í síðustu viku. Ofninn virkaði fínt og pizzan bragðaðist vel svo ég er bara mjög ánægð. 
Nú sit ég uppí rúmi og horfi á imbann og hef það bara nokkuð náðugt eða koselig eins og nossarinn mundi segja, og vona að þið hafið það koselig líka :)

Monday, August 18, 2008

Fyrsti skóladagurinn

Ég fór á fætur klukkan korter í sjö í morgun og eftir að narta í múslí sem ég hafði enga lyst á fór ég með Fróða í smá labbitúr áður en ég setti hann inní búr. 
Ég átti að mæta kl. 9 og þurfti því að leggja af kl.8 til að ná lestinni í Ljan kl 8:14 niður á Jernbanetorget í Oslo S og þaðan T-banen niður í Majorstua, en þaðan er ca 10 mín. labb í skólann. 
Þegar ég kom í skólann var fullt af fólki klætt í svarta boli merkta MF að framan og Fadde að aftan sem bauð mann velkominn og vísaði manni í matsalinn þar sem ég fékk pappírana mína og var vísað í Faddegruppe 8. Eftir klukkutíma kynningu þar sem starfsfólk skólans og direktorinn kynntu ýmislegt merkilegt (sem ég skildi ekki alltaf hvað var) fengum hádegismat saman. 
Í Faddegrúppunni minni voru ca 10. Ég var sú eina sem ekki talaði norsku. Þetta gekk samt ágætlega og við fórum um allan skólann að skoða leikfimisalinn, sturturnar, bókasafnið og námssalina. 
Ég var orðin svakalega þreytt þegar klukkan var orðin hálfþrjú. Ég datt inn og út þegar eldri nemendurinr voru að tala og skildi ekki nærri því allt. Nossararnir voru samt hissa á hvað ég skildi mikið og var dugleg að reyna að tjá mig eftir svona stuttan tíma í Norge. Dagurinn endaði svo á kynningu á netinu sem við notum hérna í skólanum, en þetta er allt svo tæknivætt að það liggur við að maður þyrfti gráðu frá Háskóla Reykjavíkur.
Ég flýtti mér svo heim og eftir að hafa stokkið uppí ranga lest og lengt þannig heimferðina um korter komst ég loks heim til Fróða míns. 
Hann var búinn að ná í hornið á lakinu mínu og það var allt tætt og blóðugt eftir tennurnar hans. Hann var svakalega æstur þegar ég hleypti honum út og ég leyfði honum aðeins að hlaupa á túninu, eða þangað til nágranni minn kom með hvíta Terrier rakkann sinn, en Fróða og honum semur vægast sagt illa. Terrierinn er bara 17 mánaða og er með þvílíka stæla við Fróða sem er hálfhræddur við hann og geltir bara á hann.
Ég er núna heima uppí rúmi að skrifa þessa færslu, gjörsamlega búin á því. Ég þarf samt að mana mig uppí annan labbitúr með Fróða áður en ég útbý auglýsinguna um pössun fyrir Fróða og fæ mér eitthvað í gogginn.
Hilsen, Helga

Sunday, August 17, 2008

Þá eru það bara ég og Fróði


Jæja, þá er mamma farin heim og ég og Fróði erum ein eftir. Dagurinn í dag var rosalega fínn. Við mamma fórum niður á Akerbrygge, sem er rosa sætur staður niður við sjóinn. Ég tók nokkrar myndir en þær koma seinna. Við fengum okkur rosa góðan Beikon borgar á TGI Friday's á meðan Fróði fylgdist með fólkinu sem gekk framhjá. Allir hér eru voða hrifnir af honum og brosa til hans. 
Við komum svo heim til að ná í töskuna hennar mömmu og fórum saman útá lestarstöð. Að sjálfsögðu var lyftan biluð í blokkinni hér heima, svo við þurftum að dröslast með töskuna upp 6 hæðir. Það fyndna er að hér fer maður út á 11. hæð til að fara út á götu og þaðan niður á lestarstöð og svo niður á 5. hæð til að labba að íbúðinni minni. 
Ég og Fróði kvöddum mömmu bestustu á lestarstöðinni í Oslo. Það var hrikalega einmannalegt að taka lestina ein heim í kvöld. Ég er samt svo fegin að ég hef Fróða með mér, það er mikil huggun í því. Í þessari viku ætla ég að setja upp auglýsingu hér í blokkinni og sjá hvort það er ekki einhverjir eldri borgarar sem myndu vilja passa hann Fróða minn á daginn meðan ég er í skólanum. 
Á morgun byrjar skólinn klukkan níu. Þá er einhverskonar innskráning og kynning á skólanum og svo borðum við hádegismat saman. Morgundagurinn byrjar svo á messu. 
Í gær keyptum ég og mamma mini ofn sem hægt er að baka í. Því miður var hann eitthvað gallaður, sem var frekar fúlt þar sem við þurftum að labba með hann um allt og hafa hann í tveim stútfullum lestum. Sævar ætlar að ná í mig á þriðjudag og þá förum við saman að skila honum, ég er rosalega þakklát þar sem það væri ekkert grín fyrir mig að bera hann ein. 

Ég enda á nokkrum myndum:Hér koma nokkrar myndir frá íbúðinni minni og síðustu dögum, það eiga eftir að koma fleiri (um leið og ég finn USB tengið fyrir litlu myndavélina mína.)

Fróði að passa veröndina
Við fundum danska lifrapylsu fyrir Fróða
Séð inní veröndina mína að hurðinni
Blokkin mín
Inní skóginum þar sem við fórum í labbitúr með Fróða
Fróði í grasinu fyrir utan hjá mér
Mamma bestasta
Vöfflurnar sem Liv Sissel bakaði handa okkur. BARA góðar með geitaosti :Þ
Ég að borða morgunmat í íbúðinni minni
Litli bangsakallinn í fína rúminu mínu úr IKEA, sem ég og mamma settum saman. 
Nú er klukkan orðin tíu og ég ætla að fá mér te og skríða uppí rúm. 
Hafið mig í bænum ykkar elskurnar mínar.



Saturday, August 16, 2008

Frettir af Noregsforunum

eg og mamma erum maettar aftur i oslo city sem er risa verslunarhusnaedi i oslo og erum a netinu tar. frodi liggur her vid faeturnar a okkur, buinn eftir aevintyri sidustu daga. eg er ordin miklu hressari, en sidustu dagar hafa verid mjog erfidir. litla ibudin min er bara ordin nokkud kosi og eg er stolt af mer ad hafa sett hillurnar og rumid saman an tess ad kalla til fagmann eins og leidbeiningarnar logdu til. i gaer attum vid mamma godan dag. eg keypti saeta peysu a karl johann og vid fengum okkur sallat a saetu torgi. svo hlustudum vid a sma jazz enda jazzhatid her i bae.
eg fae tvi midur ekki norska kennitolu fyrr en eftir 3 vikur i fyrsta lagi, svo tangad til hef eg ekki adgengi ad peningunum minum, svo eg verd ad lata mer duga ta fau aura sem eftir eru.
eg komst ad tvi tegar eg kom hingad ut ad eg deili postkassa med liv svoleidis af ef tid aetlid ad senda mer eitthvad ta er heimilisfangid eftirfarandi:
Helga Kolbeinsdottir
co Liv Sissel Løvik
Herregårdsveien 8B
u0106
1168 Oslo

u0106 er ibudanumerid og eg er ekki alveg viss hvort tad turfi ad fylgja, hugsa ad liv sissel se alveg nog. tvi midur vissi eg ekki af tessu tegar eg sendi mer kassana med ollu dotinu svo tad er spurning hvert teir skila ser. Vonum tad besta.

Annad i frettum er ad eg er loks komin med sima Jeij! Siminn hja mer er
0047 91008366

eg og mamma erum nu a leid ad fa framlengingarkapal fyrir sjonvarpid sem Iris gaf mer, en hun er dottir Kloru og Saevars. tau eru vinafolk okkar og hafa hjalpad okkur helling. Vid forum i mat til teirra i gaer sem var mjog fint. Tau eru ekki mikid fyrir hunda og voru soldid oviss med Froda fyrst, en ad sjalfsogdu nadi kallinn ad braeda tau.
Frodi er buinn ad fara med okkur mommu bokstaflega utum allt og eini stadurinn sem vid mattum ekki hafa hann (en gerdum samt) var IKEA!!! tad fannst mer nu ansi lelegt, en hvad um tad. Frodi er buinn ad standa sig einsog hetja. Tetta hefur verid mjog erfitt fyrir hann, en hann er svo duglegur. Hann er buinn ad sja skrilljon adra hunda, samt adallega stora og geltir ekki a ta, to teir gelti a hann!!! Eg er litid i skolanum fyrstu vikurnar svo hann faer godan adlogunartima a ad vera einn. Klara og Saevar sogdu reyndar ad eg aetti ad spurja hvort hann maetti koma med mer i skolann! Saevar man eftir tveim sem toku hundinn med ser i skolann tar sem hann var ad kenna, annar var labrador sem var blindrahundur og hinn schaffer, sem fylgdi bara eigandanum! Tad sakar ekki ad spurja, her eru allir mj0g jakvaedir gagnvart hundum, folk bara brosir tegar tad ser Froda og bidur um ad klappa honum stundum, en enginn vedur i hann.
Vedrid er agaett og eg er buin ad fa sma lit. Maturinn er lika mjog godur herna, eg og mamma erum nottla bara i hollustunni og hofum badar lagt sma af i ollum hamagangnum.
Jaeja gotta go, timinn er ad verda buinn. Gud blessi ykkur oll!!!
Stort knus fra mer og Frode!!!!

Friday, August 15, 2008

komin til noregs

eg er nu komin til fyrirheitna landsins. eg og mamma hofum unnid hordum hondum sidustu daga. forum i ikea og keyptum helling af husgognum sem vid settum saman. eg er buin ad vera med flensu og 39 stiga hita en er ad hressast. vid erum nu i midbaenum og eg a 2 min. eftir af timanum minum a tessari tolvu svo eg hef tetta stutt. nu erum vid a leid i mat til kloru og saevars. eg fae netid fljotlega buid ad vera vesen og leigusalinn ekki heima. ibudin er litil ensvaka fin. frodi soldid stressadur en faer ad fara ut um allt med okkur.
gotta go
love helga

Wednesday, August 06, 2008

Komin aftur!

Eftir mikinn flæking á alheimsvefnum, allt frá USA, til Íslands og svo Noregs nú síðast hef ég ákveðið að snúa aftur á þessar kærkunnu slóðir. 
Þetta verður officially bloggið mitt á meðan á Noregsdvöl minni stendur, það er ef ég næ að skjóta hér rótum áður en næsta vindkviða feikir mér á nýjar og framandi slóðir. 
Nú er ég á fullu að pakka og gera allt klárt enda fyrirhuguðu brottför á mánudaginn 11. ágúst nk. 
Wish me luck. 
Helga, bloggvafrarinn mikli