Dagurinn í dag var vægast sagt erfiður. Ég átti svo erfitt með að skilja kennarana í tíma í dag og fannst ég svo algerlega útúr. Ég fór tvisvar inná bað og lokaði mig inni, því ég bara gat ekki haldið aftur af tárunum. Það er svo hrikalega vont að sitja inní tíma og skilja ekki helminginn. Svo eru allir að skrifa eitthvað niður sem ég veit ekki hvað er og virðast vera með allt á hreinu. Ég hef ekki talað almennilega við neinn í skólanum ennþá, enda hef ég bara notast við norskusuðuna mína hingað til sem er vægast sagt takmörkuð.
Til að bæta gráu ofan á svart gat ég engar bækur keypt í dag, þar sem ég hafði ekki pening og þær kosta soldið mikið meira en ég reiknaði með.
Svo ég sendi sms á múttu og hún og pabbi hringdu þegar skólinn var búinn.
Allavega, ég er alveg svakalega þreytt núna. Rétt orkaði að fara í smá labbitúr með stubbinn minn áður en ég kom mér fyrir uppí rúmi og kveikti á imbanum. Fróði var reyndar ekki eins slæmur í dag eins og í gær. Ég er að vona að þetta fari batnandi.
Á morgun ætla ég að mæta snemma í skólann og reyna að ná tali af námsráðgjafa, auk þess sem ég þarf aðstoð við að notfæra mér innranetið í skólanum.
Ég vona bara að morgundagurinn verði betri, því mig langaði helst að taka fyrsta flug heim eftir daginn í dag.
Þið megið endilega biðja fyrir mér, að ég megi eignast einhvern vin sem getur hjálpað mér og að skólinn á morgun gangi vel.
8 comments:
Elsku Helga mín!!
Guð er svo með þér þarna úti og þú þarft bara að anda djúft og reyna ða gera þitt allra besta. Þú ert svo klár að ég hef engar áhyggjur af því að þú getir þetta ekki. Ég á samt erfitt með að koma mér í þín spor þar sem ég er að fara til enskumælandi lands og þarf ekki að læra nýtt túngumál en ég veit að Guð hjálpar þér. Elsku Dúlla gangi þér rosalega vel og taktu því rólega. Bækurnar reddast peningar eru ekki allt þrátt fyrir að þeir auðvelda manni lífið ;).
Elska þig og gangi þér rosalega vel.
Kveðja Fjóla, Moli og Aris
p.s. er á msn ef þú hefur tíma og vilt spjalla
Enn leidinlegt ad heyra tetta en eg er viss um ad tu verdur fljot ad laera norskuna af tvi tu ert svo klar. Hefur tu fengid kortid fra mer? Kannski sendi eg tad a vitlaust heimilisfang :(
Gangi ter vel
Kv.Kristin i USA
Ekki hafa neinar áhyggjur af þessu Helga, fæstri nemendur skilja nokkurn skapaðan hlut af því sem kennarar eru að segja í tíma. Ég veit ekki hvað ég hef setið í gegnum margar kennslustundir á íslensku, ensku og bara starað í loftað þó ég sé að glósa í leiðinni. Þú getur alltaf lesið þetta betur í bókunum þegar þú hefur náð betra valdi af norskunni sem ég held að þú verðir alls ekki lengi að læra. Ég er núna lesandi einhverjar stærðfræði og eðlisfræðibækur á ensku sem gætu allt eins verið á fornri kínverskri mállýsku, útaf því að orðin eru svo vísindaleg og ég skil hvorki upp né niður. Tekur mig ca. 10 mínútur að lesa hverja blaðsíðu og skilja hana svona sirka!
Ég er líka búin að setja mig á hausinn í bókakaupum, og fékk það svo í hausinn í dag að ég ætti eftir að kaupa einhverja reiknivél fyrir 22000 krónur ofan á alltsaman. Semsagt, þú ert ekki ein um að vera í tómu tjóni og það er ekkert lagt fyrir mann sem maður ræður ekki við, minnir mig að einhver hafi sagt á einhvern hátt, þó ég þekki það ekki eins vel og þú.
Þó það væri frábært að fá þig heim í fyrsta flugi, held ég samt að þú eigir eftir að hafa yndislegan tíma þarna úti, auk þess sem mig vantar ástæðu til að heimsækja Noreg, svo þú neyðist til að hanga þarna aðeins lengur.
Bíttu Fróða frá mér.
PS: Rosalega ertu öflugur bloggari, maður má ekki missa af einum degi og þá er maður kominn eftirá!
PS 2: Ég álít það mikinn heiður að fá tvo linka á bloggið mitt hérna hægra megin. Geri að sjálfsögðu ráð fyrir að þetta hafi verið viljandi gert í virðingaskyni.
Fjóla: Takk fyrir hughreystinguna :)
Kristín: Ég hef ekki fengið neitt kort frá þér :(, en það hefur eflaust vantað að skrifa co Liv Sissel :(
Kári: Takk fyrir commentið, það hjálpar mikið, við erum soldið lík með það að vera dugleg að hafa áhyggjur. Mér finnst svaka gaman að þú sért svona duglegur að lesa og commenta, vantar bara að fá þig inná msn öðru hvoru líka ;) Og já, þetta var að sjálfsögðu í virðingaskyni. Ég var að hugsa um að bæta einum við undir fyrirsögninni: Bestasti litli bróðir í heimi ;)
Úps! Ég var óvart skráð inn sem Fjóla því ég var að uppfæra aðeins bloggsíðuna hennar fyrir hana. Afsakið Fjóla að ég hafi lagt þér þessi orði í munn! :)
Rosalega er Fjóla góð við litla bróður sinn!
En já, það þýðir ekkert að hafa áhyggjur, hjá mér er bara blossandi baráttuandi sem ég veit að þú hefur líka, dúxaðir brautina þína í kvennó.
PS: msn er dautt, ekkert svalt fólk notar það lengur...
Hahahahaha. :) Já, ég held mér vonandi á floti í þessu námsbókaflóði og þú gerir það líka. Þýðir ekkert að fela það fyrir mér, ég veit þú ert lika svona laumunörd :)
P.S. Hva meinaru? Ég nota það og ég er ofursvöl ;)
Post a Comment