Sunday, August 17, 2008

Þá eru það bara ég og Fróði


Jæja, þá er mamma farin heim og ég og Fróði erum ein eftir. Dagurinn í dag var rosalega fínn. Við mamma fórum niður á Akerbrygge, sem er rosa sætur staður niður við sjóinn. Ég tók nokkrar myndir en þær koma seinna. Við fengum okkur rosa góðan Beikon borgar á TGI Friday's á meðan Fróði fylgdist með fólkinu sem gekk framhjá. Allir hér eru voða hrifnir af honum og brosa til hans. 
Við komum svo heim til að ná í töskuna hennar mömmu og fórum saman útá lestarstöð. Að sjálfsögðu var lyftan biluð í blokkinni hér heima, svo við þurftum að dröslast með töskuna upp 6 hæðir. Það fyndna er að hér fer maður út á 11. hæð til að fara út á götu og þaðan niður á lestarstöð og svo niður á 5. hæð til að labba að íbúðinni minni. 
Ég og Fróði kvöddum mömmu bestustu á lestarstöðinni í Oslo. Það var hrikalega einmannalegt að taka lestina ein heim í kvöld. Ég er samt svo fegin að ég hef Fróða með mér, það er mikil huggun í því. Í þessari viku ætla ég að setja upp auglýsingu hér í blokkinni og sjá hvort það er ekki einhverjir eldri borgarar sem myndu vilja passa hann Fróða minn á daginn meðan ég er í skólanum. 
Á morgun byrjar skólinn klukkan níu. Þá er einhverskonar innskráning og kynning á skólanum og svo borðum við hádegismat saman. Morgundagurinn byrjar svo á messu. 
Í gær keyptum ég og mamma mini ofn sem hægt er að baka í. Því miður var hann eitthvað gallaður, sem var frekar fúlt þar sem við þurftum að labba með hann um allt og hafa hann í tveim stútfullum lestum. Sævar ætlar að ná í mig á þriðjudag og þá förum við saman að skila honum, ég er rosalega þakklát þar sem það væri ekkert grín fyrir mig að bera hann ein. 

Ég enda á nokkrum myndum:Hér koma nokkrar myndir frá íbúðinni minni og síðustu dögum, það eiga eftir að koma fleiri (um leið og ég finn USB tengið fyrir litlu myndavélina mína.)

Fróði að passa veröndina
Við fundum danska lifrapylsu fyrir Fróða
Séð inní veröndina mína að hurðinni
Blokkin mín
Inní skóginum þar sem við fórum í labbitúr með Fróða
Fróði í grasinu fyrir utan hjá mér
Mamma bestasta
Vöfflurnar sem Liv Sissel bakaði handa okkur. BARA góðar með geitaosti :Þ
Ég að borða morgunmat í íbúðinni minni
Litli bangsakallinn í fína rúminu mínu úr IKEA, sem ég og mamma settum saman. 
Nú er klukkan orðin tíu og ég ætla að fá mér te og skríða uppí rúm. 
Hafið mig í bænum ykkar elskurnar mínar.



3 comments:

Davíð Örn said...

Oh elsku Heæga mín!!

Ég held ég viti nokkurnvegin hvernig það er að vera þarna núna ein en þú hefur þó allavegana Fróða þinn. Ég vona að þú hafir fengið smsið frá mér en ég fékk það allavegana frá þér.
Ég sakna þín strax og það er svo skrítið að sjá myndirnar þarna af þér í öðru landi og ég veit að ég geti ekki bara labbað yfir eina götu og þá er ég komin til þín. Ég var í bústað með Jóni og Riss og höfðum við öll gaman af því og hundarnir líka.
Rosalega er samt gott að heyra að þetta virðist ganga mjög vel hjá þér og að Fróði hafi það bara gott og fái að koma með allt. Ég ætla að fara að panta flugfar bráðlega og koma til þín og hlakka ég ekkert smá til. Ég skal biðja fyrir því að Guð opni hurð fyrir þig og Fróða að hann fái pössun meðan þú ert í skólanum.

Gangi þér vel yndislega og ég heyri í þér fljótlega
Fjóla og Moli og Aris líka....og Davíð auðvita :D Knús dúlla

Anonymous said...

Já þetta lítur rosalega vel út, á þessum örfáu myndum virðist líka íbúðin þín líta vel út, tókst ykkur að gera hana alveg tilbúna á þessum dögum?
Ég mætti líka í kynningu í skólann minn í dag og allt leit bara ágætlega út, fyrir utan að ég þekki bara alls engan þarna. En ég býst svosem ekki við því að þú þekkir marga í þinum skóla heldur!

Helga said...

Fjóla: já, ég ætla að fara að hengja upp miða hér í blokkinni í kvöld, vonandi ber það árangur. Get ekki beðið eftir að fá þig hingað :)

Kári: Já, íbúðin er svaka fín, ætla að taka myndir þegar ég er búin að taka til og setja hér inn. Hún er eiginlega alveg tilbúin, ekkert smá sem við strituðum síðustu daga.
Já, ég get ekki sagt að ég hafi þekkt marga þarna í skólanum ;) En þegar ég er búin að læra þessa blessuðu norsku þá er þetta fljótt að koma, hugsa ég.