það var svo ekkert annað að gera en að taka uppúr kössunum. Ég var að framá kvöld enda fjórir stórir kassar. En þetta hófst allt saman og ég setti í leiðinni saman skúffur til að setja í hillusamstæðuna mína. Ég er svo ánægð með mig og líka bara hvað þetta gekk allt vel að lokum. Nú er ég komin með mínar ástkæru bækur, sem ég hef saknað svo, föt, myndir og bangsa og margt fleira. Fróði fékk heila skúffu í eldhúsinnréttingunni undir allar ólarnar og taumana og þá er ekki minnst á hilluna sem hann á inná baði undir sjampóin sín og hreinlætisvörurnar.
Á morgun þarf ég að mæta snemma í skólann svo Fróðinn minn þarf að vera einn lengur en ég hefði viljað. Ástæðan fyrir því ku vera sú að ég á að mæta í norskupróf í fyrramálið áður en fyrirlesturinn minn byrjar. Jeij! Annars er einhver búinn að rífa af miða með númerinu mínu varðandi pössun fyrir Fróða, svo þið megið endilega biðja fyrir því að sá hinn sami hafi samband við mig. Eða bara að lausn finnist á þessum vanda.
Jæja, ég ætla að kíkja aðeins í Biblíuna áður en Everybody loves Raymond byrjar.
Takk fyrir allar bænirnar, þarf er svo greinilegt að þær hafa haldið mér uppi síðustu tvær vikur.
4 comments:
Jahérna, það lítur út fyrir að hlutirnir gerist álíka hratt þarna í Noregi líkt og í Danmörku!
Ég hringdi í Maríu áðan, hún segir allt fínt, þið eigið það sameiginlegt að hún er líka nýbúinn að flytja inn í litla íbúð sem henni líkaði mjög vel við.
Trúiru því að hún var ekkert búin að heyra um árangur íslenska landsliðsins í handbolta? Ótrúlegt!
Allavega þá er gott að þú ert loksins kominn með þessa blessuðu kassa, peninga og nú vantar bara pössunina fyrir Fróða.
Eina sem þú getur öfundað mig af er að ég þarf ekkert að díla við einhverja fáránlega sól og steikjandi hita, hér er himininn búin að gleðja malbikið og borgarbúa með hverri vatnsgusunni á eftir annarri sl. daga.
Bið að heilsa Fróða
PS; mér finnst það ekki alveg passa að það standi bloggið hennar helgu og svo mynd af Fróða, auk þess sem það eru 3 myndir af Fróða á forsíðuni en bara 2 eða eiginlega bara 1 og hálf mynd af þér.
Þetta getur komið sér illa fyrir ykkur bæði því fólk gæti haldið að Fróði væri í raun kvenkyns hundurinn Helga, sem myndi virkilega særa stolt hans, á meðan þú værir bara hlutlaus gestur sem fyrir tilviljun værir þarna á tveim myndum.
Já, ég er nú ekki hissa að heyra af votveðrinu heima. Hér er bara einsog hástumar á klakanum. Gott að heyra að það gengur vel hjá Maríu, ég þarf að fara að hringja í hana þegar ég kaupi inneign.
Já Fróði setti þessar myndir inn, ég ber enga ábtyrgð á þessu, hann er svo hrikalega athyglissjúkur þessi elska :)
Vonandi finnst pössun fyrir Fróða sem fyrst einhver hundasjúklingur taki það að sér ;)
Kveðja Kristín
Post a Comment