Ég labbaði á pósthúsið í dag. Það tók mig ca 45 mínútur. Þar var ég í hálftíma að reyna greiða úr svakalegri flækju. Niðurstaðan varð sú að á morgun löbbum ég og Fróði aftur á pósthúsið og tökum leigubíl heim með kassana þrjá sem bíða mín þar. Því næst tók ég trykken til Sjømannskolen því ég ætlaði að fara í Ekeberg hundagarðinn. Því miður var það fýluferð þar sem ég fann ekki garðinn, en ég og Fróði löbbuðum samt um í góðan hálftíma í skóginum með útsýni yfir Oslo. Ég tók svo trykkinn alla leið niður í miðbæ þar sem ég fann Bok og Media sem er kristileg bókabúð á tveim hæðum. Þar eigum við að kaupa skólabækurnar okkar. Ég keypti hins vegar norska Biblíu til að hafa fyrir skólann. Í kvöld tókst mér að setjast niður í klukkutíma og læra sem var mjög gott. Einbeitingin hefur ekki verið neitt sérlega góð hjá mér síðustu daga, enda svo margt sem hefur gengið á.
Þið megið endilega biðja fyrir mér að mér takist að sigrast á námskvíða og einebeitingarleisi og öðru sem skemmir fyrir.
Ég ætla að setja hér inn texta, sem snerti við mér. Hann er fyrir 17. ágúst í dagatalinu mínu, eða daginn sem mamma fór og ég var ein eftir hér í Noregi. Ég skrifa versið á íslensku, en hinu hendi ég bara inn á ensku, vona það sé í lagi.
,,Verið ekki fégráðug en látið ykkur nægja það sem þið hafið. Guð hefur sjálfur sagt: Ég mun ekki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig"
In the midst of our sufferings, it can often be difficult to glimpse the glory to come. Suffering is so immediate and can seem so permanent that we can easily lose sight of the big picture. The pain can be so crushing and our hearts can be so broken that we just don't understand why!... When I don't understand why, I trust Him because... God loves even me!
Are you hurt because you've thought that if God truly loved you, you would be exempt from pain and problems and pressure? Lay your hurts at His nail-pierced feet - and trust Him because He loves even you!
Textinn er úr bókinni Why: Trusting God when you don't understand eftir Anne Graham Lotz
Ég vona að þessi texti megi vera ykkur sú huggun sem hann hefur verið fyrir mig.
Guð blessi ykkur og gefi ykkur góða nótt.
3 comments:
Hallóhalló
Gott að þú ert loksins kominn með pening en þarft ekki lengur að lifa þarna einsog róbinson krúsó!
Mikið svakalega er samt allt ódýrt þarna í Noregi ef þú gast keypt fulla matarkörfu fyrir litlar 600 kr, sérstaklega með slæmu gengi krónunnar í dag!
Skólinn er greinilega kominn í gang hjá þér, farin að læra undir próf! Mitt fyrsta próf er ekki einusinni fyrr en 9. september. Í hverju ertu að fara í próf? Hvernig gengur annars í skólanum?
Mér gengur mjög vel enn sem komið er, líkar mjög vel við öll fögin nema frumulíffræði sem ég skil því miður ekkert í :-(
Stærðfræðin og eðlisfræðin eru enn á upprifjunarstigi og í uppáhald eru komin hjá mér forritun (ég veit, trúiru því?!) og hagfræði.
Fylgdistu einhvað með ólimpíu liðinu okkar? Ég var niðri í bæ núna áðan með Sigga og við heiðruðum þá og óli grís gaf þeim fálkaorðuna. Mætingin var betri en ég bjóst við, tugir þúsund manns.
Annars er ég núna bara mættur aftur uppá bókasafn sem hefur verið svona mitt aðal heimili síðastliðna viku.
Vonandi heldur allt bara áfram að ganga upp á við hjá þér eins og það er að gera núna. Ég veit að þú dúxar þetta nám einsog önnur, þú veist það sjálf að þú ferð létt með þetta ef þú setur þér það markmið.
Bið kærlega að heilsa Fróða, sakna hans enn þegar ég missi matarminslur og vantar eitthvað að klappa þegar ég horfi á sjónvarpið (ekki það að hann hafi einhverntíman verið til staðar þá...)
Hæ, Kári! Já það var ótrúlegt hvað ég gat fengið fyrir þessar 600 krónur norskar. Hér er allt bara gefins! :) Námið gengur ágætlega býst ég við, þegar ég gef mér tíma í það, en það er enn soldið erfitt að sitja í tíma og skilja varla orð af því sem kennarinn segir. Á morgun á ég reyndar að mæta í norskupróf. Einhverskonar stöðupróf fyrir norskunámskeiðið sem ég verð í á vegum skólans. En ég samhruggist með þessa frumulíffræði, hún hljómar ekki spennandi. En ég segi nú bara sama við þig þú ferð létt með þetta! ;)
Ég hef aðeins fylgst með liðinu á mbl.is og svona. Skilst Óli grís sé eitthvað að tapa sér í þessu, gefa þeim fálkaorðuna og svona.
Fróði liggur hér á bakinu í laginu eins og L með loppurnar uppí loftið. Ég efast ekki að hann sakni þín líka og allrar matarmylsnunnar.
Úps, ég gleymdi að segja þér að prófið sem ég er að læra undir er í næstu viku en þá verður prófað úr völdum köflum í Bbilíunn, bæði Nýja og Gamla testamentinu.
Post a Comment