
Pabbi á afmæli og er orðinn 53ja ára! Ég gaf honum bjórkrús sem á stendur: KING. Hann var mjög ánægður með það, en hann og mamma eiga 31 árs brúðkaupsafmæli í dag og ég keypti alveg geggjað kort handa þeim í tilefni dagsins.
Það hefur verið brjálað veður í dag. Ég þurfti þó að hætta mér út í óveðrið til að viðra hann Fróða, eins og dyggur hundaeigandi gerir, sama hvernig viðrar. Ég keyrði beinustu leið á Geirsnef og leyfði honum að spretta þar aðeins úr spori. Á meðan tók ég myndir flóðinu sem hefur orðið við veginn og er að drekkja trjánum og gróðrinum þar í kring.Ég klifraði uppá hól til að taka þessa mynd, en efst á myndinni má sjá hvernig áin er að flæða yfir bakka sína og við það að drekkja veginum, það hefur svo myndast eins konar fljót hinum megin við veginn og allt farið á kaf.
Mamma er núna að horfa á einhverja rosa tónleika niðri og pabbi er í lazy boy-num. Eftir matinn í kvöld förum ég, Kári, Lára, María og Gísli að sjá I am Legend og vonandi höfum við gaman af.
Ég segi annars bara takk fyrir mig í bili og vonandi eigið þið góðan dag inni í hlýjunni.


















