Sunday, December 16, 2007

8 dagar til jóla


Sá fimmti Pottaskefill,
var skrítið kuldastrá.
-Þegar börnin fengu skófir
hann barði dyrnar á.

Þau ruku’upp, til að gá að
hvort gestur væri á ferð.
Þá flýtti’ ann sér að pottinum
og fékk sér góðan verð.

Jæja, haldiði ekki að ég hafi gleymt að blogga í gær! Ég átti allavega góðan dag í gær. Ég til tvö eftir að ég kom heim af næturvaktinni og fór þá að baka piparkökur með mömmu. Um sexleytið fór ég í stutta göngu með Fjólu. Við fórum svo með Davíð og fengum okkur pizzu og svo á bíó að sjá Fred Clause. Þetta var bara vel heppnað kvöld. Ég fór svo heim til mín með voffana, en gat ómögulega sofnað þó ég væri dauðþreytt. Ég settist því fyrir framan kassann og kveikti á einu stöðinni sem er í boði, þ.e. stöð eitt. Þar var verið að sýna mynd með Bruce Willis í aðalhlutverki sem einhvern svaka harðjaxl í bandaríska hernum. Hann var staddur í Afríku og átti að bjarga einhverri Damsel in distress, í þetta sinn lækni, svona mother teresu týpu sem hélt til á einhverri trúboðstöð í þorpi í frumskóginum. Það endar svo á því að hann bjargar öllum sjúklingunum hennar líka, eftir að hafa lifað af einhverja svaka bardagasenu þar sem hann var skotinn svona 7 sinnum af grimmum uppreisnarhermönnum. Hann hristi þetta allt af sér og kom með einhverja svaka flotta línu í lokin þegar allir afríkubúarnir klöppuðu fyrir honum. Myndin náði þó að snerta aðeins við mér þar sem í henni voru mjög átakanlegur senur þar sem uppreinsarhermenn níddust á og myrtu saklausa þorpsbúa. Það var einsog þeir sem léku þorpsbúana væru að leita í sína eigin reynslu af slíkri grimmd í túlkun sinni á þessum atburðum. Þetta var ágætis ámynning fyrir mig, um hverskonar illska ræður ríkjum sum staðar á jörðinni og þörfina á að biðja fyrir þessum löndum sem eru í svona miklu myrkri.
Ég sofnaði svo á endanum og vaknaði við símann minn um eittleytið í dag. Það var Fjóla sem vildi plata mig út í göngu í roki og rigningu. Ég drattaðist á fætur og keyrði heim til Kristínar og þaðan fórum við að ná í Fjólu. Eftir rennblauta göngu, var ferðinni heitið í Smáralindina þar sem ég keypti mér svaka sæta peysu í Zöru og rosa flotta leðuról með steinum í handa Fróða í jólagjöf. Við fengum okkur svo að borða allar þrjár og Davíð með, á Serrano.
Ég fór svo og hitti Kötu heima hjá Maríu í Yrsufelli. Kata er nýkomin að norðan og hún var bara hress, komin með enn eina funky hárgreiðsluna. Fróði og Trítla komu með inn og heilsuðu uppá Bóas og Heru, Silky Terrier hundana hennar Maríu og Guðmundar. Bóas er rúmlega 4ra ára og ógeldur, en þrátt fyrir það var Fróði með rosa derring við hann. Þetta endaði þó vel þar sem þeir voru fljótlega farnir að hlaupa um allt hús í svaka leik og fjöri.
Það var svo hin hefðbundna sunnudagspizza heima hjá mömmu og pabba og er ég nýbúin að belgja mig út af henni. Ég sit nú í sófanum við hliðina á mömmu sem er komin með flensu og býð eftir símtali frá Siggu, en hún er nú komin á klakann. Ég fer og næ í hana heim til Styrmis þegar hún bjallar í mig, en hún gistir hjá mér meðan hún er í bænum. Ég hlakka rosa til að hitta hana og það verður gott að spjalla við hana eftir allan þennan tíma.
Ég segi ykkur svo allt um það á morgun.


No comments: