Friday, December 28, 2007

Fjórði dagur jóla

Gærdagurinn var fljótur að líða. Ég vaknaði ekki fyrr en klukkan eitt og fór þá í göngu með Kristínu. Það var fínt fyrir utan skítakulda. Eftir gönguna fór ég með hundana á Ósabakkann og dreif mig svo í vinnuna. Ég kom svo ekki á Ósabakkann aftur fyrr en um hálf tólf. Þá beið ég þar til María og Gísli kæmu heim svo ég gæti aðeins spjallað við þau. Það endaði með því að ég fór ekki að sofa fyrr en 2 um nóttina. Ég átti því í miklum erfiðleikum með að hífa mig á lappir í morgun og fara í sturtu um sjöleytið. En það hófst og hér er ég mætt í vinnuna. Ég hlakka svo til þegar ég er búin að vinna. Þá fer ég og festi kaup á vélinni góðu áður en ég fer heim til gemlinganna minna. Svo mun ég njóta tilhugsuninnar að eiga framundan helgarfrí.
Ég á frímíða í bíó sem ég fékk frá KFUK og gildir til 31. desember. Það er því ekki seinna vænna að nota hann og ef einhverjum langar að koma með mér á bíó í kvöld er sá hinn sami velkominn. Ég er ekki búin að ákveða hvaða mynd, en það eru nokkrar sem mig langar á.
Á morgun á pabbi afmæli og ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að gefa honum. Ég ætla reyndar að kíkja á útsölurnar í dag eða á morgun og finna á mig föt og kannski ég finni eitthvað sniðugt handa honum í leiðnni.
Ég ætla nú að halda áfram að vinna, kem með fréttir og vonandi myndir innan tíðar.

No comments: