Thursday, December 20, 2007

4 dagar til jóla


Níundi var Bjúgnakrækir,
brögðóttur og snar.
Hann hentist upp í rjáfrin
og hnuplaði þar.

Á eldhúsbita sat hann
í sóti og reyk
og át þar hangið bjúga,
sem engan sveik.

Það má segja mér hafi tekist með ágætum að loka mig af frá umheiminum síðastliðna daga. Ég átti langt og gott frí frá sunnudegi til miðvikudags. Ég náði í Siggu heim til Styrmis á sunnudagskvöld, en þaðan fórum við heim til mín. Við áttum svo alveg frábærar stundir saman síðustu daga. Mest lágum við í leti og kjöftuðum eða horfðum á bíómyndir. Kristín dró okkur reyndar út í göngu á mánudeginum í roki og rigningu. Halla kíkti svo í heimsókn og við fórum með henni út að borða. Á þriðjudagskvöldinu kíktum við í Kringluna þar sem ég lauk loks jólagjafainnkaupunum. Þetta var bara alveg yndislegt og svo kósí að hafa bílskúrinn alveg útaf fyrir okkur. Við töluðum líka heilmikið saman um Noreg og plön okkar fyrir næsta ár. Sigga er að sækja um að fá að fara sem kristniboði til Eþíópíu, sem er mjög spennandi. Ég keyrði svo Siggu út á flugvöll um þrjúleytið í dag, þar sem hún fór um borð í vél til Egilstaða, en hún verður hjá fjölskyldunni sinni um jól og áramót. Við hittumst svo aftur á nýárinu áður en hún fer út til Svíþjóðar.
Eftir alla þessa afslöppun tók jólastressið og daglegt líf við. Ég tók til í herberginu mínu hjá mömmu og pabba í dag, þreif mörg kíló af þvotti og fleygði álíka af rusli.
Ég var síður en svo ánægð með Fróða í kvöld. Hann var búinn að fá sig full saddann af Trítlu og þegar hún gekk framhjá honum þar sem mamma var að knúsa hann réðist hann að henni. Það voru svaka læti í honum og tilgangurinn aðallega að hræða Trítlu. Þetta gerðist rosalega hratt og áður en ég náði að stöðva hann, eða skamma var það yfirstaðið. Hann meiddi Trítlu ekkert líkamlega, en hún var gjörsamlega miður sín allt kvöldið. Ég hef aldrei áður séð hana svona og það var erfitt að horfa uppá litlu lífsglöðu Trítlu læðast um húsið einsog vofa of hjúfra um sig inní dimmu sjónvarpsherberginu, fjarri öllum öðrum. Það er ljóst að Trítla þolir ekki mikið meira af þessu og ég get ekki til þess hugsað að þetta valdi henni varanlegum skaða. Svo virðist sem hún og Fróði eigi alls ekki samleið og Trítla nýtur sín enganveginn í félagsskap hans. Það hryggir mig mjög, en þetta gengur ekki lengur. Umfram allt vil ég að Trítlu líði vel og hún fái að njóta sín sem sá frábæri hundur sem hún er, með allt það sem hún hefur uppá að bjóða. Ég legg þetta í Guðs hendur og bið þið gerið slíkt hið sama.
Á léttari nótum þá er systir mín komin heim! Hún og Gíslu lentu í Keflavík klukkan 1:30 í nótt. Mamma sótti þau uppá flugvöll og ég get ekki beðið eftir að knúsa hana þegar ég kem heim. Á morgun verður matur heima með allri fjölskyldunni og um kvöldið förum við mæðgurnar á jólatónleikana með Carolu! Ég hlakka svo til!
Ég hef þetta ekki lengra og vona að tíminn verði fljótur að líða....



3 comments:

Anonymous said...

Loksins kemur blogg :D
Það er rosalega leiðinlegt að heyra með Trítlu. Hvað gerðiru þegar þetta gerðist? Af því ég hef nú lent í svipuðu þá veit ég alveg hversu ömurlegt þetta er og sést það enn þá á Sóldísi að hún hafi lent í þessu hún hagar sé allt öðruvísi er miklu meira dómenerandi eftir allar þessar árásir. Trítla og Sóldís eru báðar svo viðkvæmar að þetta er öruglega extra slæmt fyrir þær að lenda í svona :(
Alla vega það sem mér var ráðlagt af því ég er nú komin með aðra og svo sami hluturinn endurtaki sig als ekki er það að ef Sóldís og Aris myndu fara í slag er að halda með Sóldísi hversu leiðinlega sem það hljómar þá borgar það sig þó svo að Sóldís myndi ráðast á Aris þá ég að leggja Aris á bakið. Alltaf að gefa Sóldísi allt fyrst og bara passa roslega vel að hún sé hundur nr.1 eins þyrftir þú að gera með Fróða en ég held reyndar að þú sért að því þannig það er kannski ekki málið.
Við höfum séð það núna að það eiga ALS ekki allir hundar skap saman ég vissi það ekki fyrr en ég lenti í því sjálf og nú lendir þú í því sama ég myndi prófa að senda Önnu Jónu póst og spyrja hana hvað sé best að gera ;)
Gangi þér vel og vonandi getum við hist í dag :D

Kveðja Kristín, Sóldís og Aris

Helga said...

Já, Fróði hefur nú alltaf fengið skýr skilaboð um að hann sé númer eitt. Systir mín sagði að hann væri bara að siða hana til, því þegar hún kom tók Fróði henni eins og hvolpinum sínum og telur sig enn hafa það hlutverk að siða hana. Ég veit ekki. Hann vill samt oft leika við hana og svona en Trítla er bara svo hrædd við hann að hún þorir því oftast ekki :(

Anonymous said...

Þegar hundinum er greinilega farið að líða illa út af hinum hundinum þá er þetta farið að ganga of lang finnst mér :/