Sunday, December 02, 2007

Fyrsti sunnudagur í aðventu

Jólin nálgast óðfluga og helgin flaug líka hjá í óðagoti. Ég var að vinna í gær frá 10-20, og ég var gjörsamlega búin eftir þennan langa vinnudag. Fjóla kíkti til mín eftir vinnu og við horfðum á Thank You for Smoking.
Dagurinn í dag hófst á göngu í Guðmundarlundi með Kristínu. Við ákváðum að fara aðra leið en venjulega og fundum þá fyrir tilviljun yfirgefinn bústað. Þetta var trékofi, í algerri niðurníðslu. Rúðurnar höfðu verið farlægðar, svo veður og vindar höfðu greiðan aðgang að tréveggjum og húsgögnum. Hér og þar voru fata og teppahrúgur og það var ágiskun okkar Kristínar að þarna hefði verið dópistabæli. Utan á kofanum voru málaðir tveir rauðir krossar og á múrsteinalagðan vegg inní kofanum höfðu verið teiknuð rauð horn. Það fór óneitanlega hrollur um mig þar sem ég stóð og horfði á þessar rústir og ímyndaði mér til hvers kofinn hafði verið notaður. Við gengum svo aðeins lengra og framá annan kofa. Sá var ekki eins illa farinn, en einnig algerlega eyðilagður.
Um þrjúleytið fór ég niður í bæ með Önnu Birnu og bróður hennar. Við stóðum svo á Austurvelli, skjálfandi á beinunum og hlustuðum á lúðrasveit flytja okkur hlýlega jólatónlist. Eftir ávarp frá borgarstjóranum og fleira góðu fólki voru ljósin tendruð á Oslóartrénu góða, sem Oslóarbúar færðu okkur enn eitt árið. Við kíktum svo inná Kaffi París og fengum okkur vöfflur og heitt súkkulaði. Vöfflurnar brögðuðust einsog pappi og voru frosnar í miðjunni, en heita súkkulaðið var ágætt þrátt fyrir að vera borið fram í pappaglasi þar sem ekki voru til neinir hreinir bollar. Við áttum samt notalega stund saman og rifjuðum upp góða tíma frá Kvennaskólaárunum.
Um sjöleytið fór ég til mömmu og pabba í hina vikulegu sunnudags pabbapizzu. Ég og mamma fórum svo á jólavöku á holtaveginum, sem var ósköp notalegt.
Ég enda á meðfylgjandi skrítlu og bíð góða nótt ;)


6 comments:

Fjóla Dögg said...

Helga Ganga í dag ertu game? Ég tala líka við Kristínu

Helga said...

Ég er meira en til, en ég er með KFUK hópinn minn í dag beint eftir vinnu og er ekki laus fyrr en 18:30, kemstu þú þá, eða eftir mat?

Fjóla Dögg said...

Já ég kemst eftir mat einhvað stutt allavegana ætla með Kristínu í dag kl 14 vegna þess að ég er að passa Coco hennar frænku minnar. En Kemstu í göngu á morgun á bilinu 13-16 og ef þú nennir í göngur alla þessa og næstu viku ;).

Kv Fjóla, Moli og Hneta

Helga said...

Ok, ég er í mat hjá mömmu og pabba í kvöld, svo ég get komið til þín eftir á, ef þú vilt. Annars er ég að vinna 8-14 þri og mi. frí á fim. og kvöldvakt á föstudag, þannig ég kemst í fullt af göngum með þér í vikunni :)
Kveðja, Helga og voffarnir

Anonymous said...

Ég er endilega til í að koma með ykkur í göngu í vikunni alla vega á miðvikudag og fösudag :)
Ætlið þið á smáhundaþjálfunina á miðvikudag?

Kveðja Kristín, Sóldís og Aris :)

Helga said...

Ég kíki kannski á þjálfunina, en fer þá fyr til að fara á bænó. Annars er ég til í göngu á miðvikudag og föstudag ;)
Kveðja, Helga og voffarnir