Ég hef nú ekki afrekað margt undanfarna daga, þar sem ég er sárlasin með leiðindaflensu. Á þriðjudaginn mætti ég í vinnuna og var fremur slöpp, en fór samt eftir vinnu á bókasafnið að leigja diska og kasettur með norskukennslu, sem ég er byrjuð að æfa mig á. Um kvöldið fór ég heim til Sólrúnar að passa Nölu fyrir hana, þar sem hún var á næturvakt. Um morguninn var ég orðin þrælkvefuð og með hita, svo ég afboðaði mig til vinnu. Mamma fór með Trítlu fyrir mig til dýra, en hún átti tíma í geldingu í fyrramálið. Við fórum svo saman að sækja hana um 4 leytið, en aðgerðin hafði gengið vel. Ég lét bólusetja og ormahreynsa hana og Fróða í leiðinni, en í ljós kom að Trítla er ekki örmerkt. Ég fer því aftur með hana til dýra eftir viku að láta örmerkja hana og þreyfa fyrir hnéskeljalosi. Ég svaf svo það sem eftir var dags, vaknaði aðeins til að borða kvöldmat, fór svo aftur að sofa og vaknaði um hádegisbil í dag! Ég er hressari í dag en langt frá því að vera hress.
Fjóla kíkti til mín skömmu eftir að ég vaknaði með vörurnar sem við pöntuðum. Pöntunin klúðraðist eitthvað hjá okkur þar sem ég fékk 10 tauma og engar ólar!!! Af þessum 10 taumum get ég notað 3. Það var soldið svekkelsi, en hins vegar smellpössuðu öll fötin á Trítlu og ég er rosa ánægð með þau! Ég hef ákveðið að gera nýja pöntun fyrir það sem vantar og senda mail á Dóru frænku í San Diego og fá að senda pöntunina til hennar. Hún getur svo sent það til mín sem jólapakka.
Ég er annars heima núna að láta mér leiðast en mamma var svo yndæl að fara út með Fróða fyrir mig. Ég vildi óska ég gæti farið út sjálf, veðrið er yndislegt, snjór yfir öllu og svaka jólalegt. Semsagt ömurlegur dagur til að vera veikur :(
Það er 12 sporafundur í kvöld, en ég verð bara að sjá til hvort ég treysti mér.
Jæja, ég ætla að reyna að finna mér eitthvað skemmtilegt að gera núna, telja flísarnar í loftinu eða eitthvað álíka spennandi. Bless í bili.
Fjóla kíkti til mín skömmu eftir að ég vaknaði með vörurnar sem við pöntuðum. Pöntunin klúðraðist eitthvað hjá okkur þar sem ég fékk 10 tauma og engar ólar!!! Af þessum 10 taumum get ég notað 3. Það var soldið svekkelsi, en hins vegar smellpössuðu öll fötin á Trítlu og ég er rosa ánægð með þau! Ég hef ákveðið að gera nýja pöntun fyrir það sem vantar og senda mail á Dóru frænku í San Diego og fá að senda pöntunina til hennar. Hún getur svo sent það til mín sem jólapakka.
Ég er annars heima núna að láta mér leiðast en mamma var svo yndæl að fara út með Fróða fyrir mig. Ég vildi óska ég gæti farið út sjálf, veðrið er yndislegt, snjór yfir öllu og svaka jólalegt. Semsagt ömurlegur dagur til að vera veikur :(
Það er 12 sporafundur í kvöld, en ég verð bara að sjá til hvort ég treysti mér.
Jæja, ég ætla að reyna að finna mér eitthvað skemmtilegt að gera núna, telja flísarnar í loftinu eða eitthvað álíka spennandi. Bless í bili.
5 comments:
Láttu þér batna sem fyrst :)
Kveðja Kristín og voffarnir
batna batna batna og BÚFF þú ert frísk JJJeeiiiiii :D
Allavegana okkur Kristínu langar að fá þig með okkur í göngu á morgun ætlum í góða og langa göngu með voffana og ég ætla að reyna að taka Sól með elsku kellinguna.
Guð blessi þig bestasta
Fjóla og Moli
Ég er orðin miklu hressari en í morgun og er meira en til í góða göngu á morgun, ef heilsan leyfir!
En það yrði þá að vera fyrripart, því ég á svo að mæta í vinnu 16:30.
Kveðja, sjúklingarnir og Fróði
Jú við ætlum að fara ekki seinna en um 1 og ætlum að taka góða göngu einhverstaðar nálægt Guðmundarlundi. Myndavéin verður í för alveg á hreinu veðrið er svo fallegt ég er alveg farin að iða ég hlakka svo til að fara. Ég ætla að reyna að taka Sól með og Coco audda líka. Þnnig að ef þú ferð væri best ða Kristín færi með þér í bíl svo ég geti tekið Sól með. annars er ég ekki enþá komin á vetrardekk þannig að ég kasnki dríf ekki upp brekkuna hjá Guðmundarlundi en það er ok vegna þess að við löbbuðum á svo góðu svæði í gær þarna aðeins neðar að það gerir ekkert til.
Verðum í bandi Fjóla og Moli
ég er á bil í dag keyrði bara pabba í vinnuna í morgun svo ég hefði bílinn minn :D
Ertu orðinn hress Helga?
Kveðja Kristín, Sóldís og Aris
Post a Comment