Monday, December 03, 2007

Bíóferð

Eftir vinnu í dag var ég með YD KFUK fund, þann síðasta í vetur og í tilefni þess sungum við jólalög, átum piparkökur og ég las jólasögur fyrir þær. Þegar ég kom heim var aumingja pabbi sárlasin með gubbupest. Ég og mamma ákváðum að yfirgefa sjúklinginn og skella okkur í bíó. Mig er búið að langa að sjá Rendition svo sú mynd varð fyrir valinu.
Við urðum ekki fyrir vonbrigðum. Þvílík snilldarmynd, alveg hreint frábær. Ég hef ekki séð svona góða mynd lengi,hún greip mann alveg frá fyrstu senu.
Ég gleymdi víst alveg að taka það fram í síðustu færslu að gamla settið væri komið heim. Þau áttu góðar stundir í Kaupmannahöfn og komu heim með níðþungar töskur. Í einni þeirra leyndist víst jólagjöfin til mín og ég hlakka til að taka utan af henni á aðfangadag. Ég vona innilega að þau hafi keypt myndavél handa mér, þó ég verði að sjálfsögðu ánægð með hvað sem þau gefa mér. Ég sakna þess bara að geta ekki tekið myndir í öllum þessum hundagöngum og þegar tilefni er til :(
Ég er annars á leiðinni í háttinn núna, þar sem ég er á morgunvakt í fyrramálið.



1 comment:

Anonymous said...

Helga I´m lost veit ekki hvað ég á að gera.

Love you bestasta

Kveðja Fjóla