Eftir að hafa sofið í ca 3 tíma, fór ég upp í Sólheimakot í smáhundahittinginn. Ég var sein fyrir og rétt náði hinum þegar þau voru að snúa við. Fróði var mér ekki til mikils sóma þar sem hann var með derring og leiðindi við Eld, sem er nú ekkert nýtt þar sem þeir hafa aldrei átt skap saman. Það endaði á því að ég setti óþekktargorminn í taum. Ég fékk því enga sérstaka ánægju útúr þessari göngu og ákvað að drífa mig bara heim þegar henni var lokið. Ég var reyndar dauðþreytt, enda nýbúin að ljúka 18 tíma vakt og ekkert sofin, svo ég var ekki beint upplögð og ekki alveg búin að kveikja á sellunum. Þegar ég kom heim fór ég beint uppí rúm og undir sæng og svaf þar værum svefni fram að kvöldmat. Þá fór ég á Ósabakkann í sunnudagspizzuna og át smákökur í eftirrétt, sem hún Lára hafði bakað og færði okkur.
Nú er ég að þjóta út í göngu með Kristínu, sem verður væntanlega betur heppnuð ;)
Nú er ég að þjóta út í göngu með Kristínu, sem verður væntanlega betur heppnuð ;)
No comments:
Post a Comment