Friday, December 21, 2007

3 dagar til jóla

Tíundi var Gluggagægir,
grályndur mann,
sem laumaðist á skjáinn
og leit inn um hann.

Ef eitthvað var þar inni
álitlegt að sjá,
hann oftast nær seinna
í það reyndi að ná.

Það er yndislegt að vera búin að fá Maríu heim! Þegar ég kom heim af vaktinni í gær svaf ég einungis fjóra tíma áður en ég fór fram og knúsaði hana og Gísla. Fróði var yfir sig hrifinn af Gísla, en Trítla var hálfhrædd við þau bæði og þorði ekki að heilsa uppá þau fyrr en seinna. Ég og María spjölluðum svo um heima og geima áður en hún fór að heimsækja einhvern vin sinn í Grafarvoginum. Þá dreif ég mig í Dýrabæ og skilaði ólinni sem ég hafði keypt á Fróða og var of lítil. Í staðinn keypti ég silkiolíu, sjampó og hárnæringu fyrir jólabaðið (handa hundunum þ.e.). Um sexleytið var matur heima hjá múttu. Það var rosa góður indverskur kjúklingaréttur í matinn og það var yndisleg tilfinning að vera þarna öll fjölskyldan samankomin við eitt borð aftur. Eftir matinn fórum ég, María og mamma á jólatónleikana með Carolu. Þeir voru í einu orði sagt stórkostlegir. Carola geislaði bókstaflega af hlýju, einlægni og kærleika og það skilaði sér í söng hennar.Við vorum allar himinlifandi með tónleikana og svifum útaf þeim í lokin.
Um ellevuleytið mætti ég í vinnuna. Nóttin var löng og erfið. Ég er svo þreytt, enda ekki búin að sofa nóg. Veðrið var leiðinlegt og ekkert nema óhugnarlegar myndir í sjónvarpinu. Ákveðinn ónefndur aðili reyndi líka töluvert á þolrifin í mér og hef ég fengið mig fullsadda. En nú er einungis einn tími eftir sem verður vonandi fljótur að líða.
Annars vona ég að þið eigið góðan dag

5 comments:

Fjóla Dögg said...

Jæja nú er ég búin að fá nóg þarf að komast í göngu með þér og Kristínu.

Ég er laus eftir svona hálf 2-2 í dag einhvað í allavegana smá tíma til ða fara í göngu.

Kv Fjóla og Moli göngusvelt

Helga said...

He,he sammála! Ég er á vakt til kl. 10 og fer þá heim að sofa, og er þau sennilegast laus milli 3 og 4 hugsa ég.
Kveðja, Helga, Fróði og Trítla

Anonymous said...

Ég er til í göngu á morgun ;)
Búin að fara með Heiðrúnu, Halla og Callas í göngu áðan og fer svo líklega með Önnu og Eldi á eftir þannig það er nóg í dag ætla líka að kikja eitthvað í búðir og svona en vonandi komist þið á morgun ég kemst fyrripart dags hugsa ég á morgun fyrir svona 14 ca. ;)

Kveðja Kristín, Sóldís og Aris

Helga said...

Æ, ég kemst því miður ekkert í dag fyrr en eftir kl. átta ef einhver er til í það? Var að vakna og er á leið í jólaboð í vinnunni kl. 5.
Kveðja, Helga og Voff Voff

Anonymous said...

Jæja ég er víst að fara í bæinn um kl.14 á morgun þannig ég kemst í göngu fyrir kl.12 ef ég verð vöknuð ætla sko að sofa eins lengi og ég get á morgun ;)
Nei ég verð alveg pottþétt vöknuð kl.11 hehe
Látið mig bara vita ef þið nennið í göngu :D

Kristín og voffarnir